Heima er bezt - 01.06.2004, Síða 26
áratugunum á eftir, var stunduð all-
mikil árabátaútgerð frá Kálfshamars-
vík, því þá var einna styðst að sækja
þangað á gjöful fiskimið frá austan-
verðum Húnaflóa. Höepfnersverslun
á Skagaströnd, keypti, laust fyrir
aldamótin 1900, þrjá fimmtu hluta
jarðarinnar Kálfshamars, og réði þar
með yfir meirihluta byggingarlóða í
Kálfshamarsvík. Verslunin setti þarna
fljótlega upp útibú, reisti allstórt salt-
hús úr timbri ásamt einhverri versl-
unaraðstöðu. Húsi þessu er svo lýst
að á neðri hæð var salt- og fisk-
geymsla, en stór salur á efri hæð og í-
búðir vermanna. Einnig var hús þetta
um langa hríð eini samkomustaður-
inn í Kálfshamarsvík. Litlu síðar
reisti Karl Berndsen kaupmaður á
Skagaströnd (Hólanesi), timburhús
(Karlsbúð) litlu austar en salthúsið
áður nefnda, en hann átti þá tvo
fimmtu hluta Kálfshamars á móti
Höepfnersverslun.
Við útibú þessara tveggja fiskkaup-
enda fjölgaði tómthúsbýlum sjó-
manna í Kálfshamarsvík á þann veg,
að við manntalið árið 1910 eru skráð-
266 Heima er bezt