Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 12
Bakkann. Við fórum með lest til
Klampenborgar, en síðasta spölinn
þangað ókum við í gömlum opnum hest-
vögnum sem kúskar stjórnuðu. Þeir létu
smella í löngum svipunum, þegar koniin
var skriður á eykin.
Bakkinn eða Dyrehavsbakken, eins og
hann heitir á máli innfæddra, er lysti- og
skemmtigarður í útjaðri mikils skóg-
lendis, sem hýsir veiðidýr Danakonunga
af hjartarætt. En núorðið held ég að fína
fólkið skjóti í mesta lagi fáeina hirti á ári
svona fyrir siðasakir - mest til að við-
halda hefðinni. En hvað sem því líður þá
skemmtum við okkur konunglega í þess-
um alþýðlega skemmtigarði langt fram á
kvöld.
Heill dagur hjá okkur fór svo í að fara
til Málmeyjar í Svíþjóð. Mig minnir að
það hafi verið uppstigningadagur. Við
ókum með hraðlestinni yfir nýju Eyrar-
sundsbrúna, sem tengir löndin saman.
Meðal annars löbbuðum við um miðbæ-
inn í Málmey og fórum í sundhöll, sem er þekkt fyrir
góðar vatnsrennibrautir.
Einhver skemmtilegasta uppákoman í allri ferðinni átti
sér þó stað á Gömluströnd. Við ætluðum í skemmtisigl-
ingu um gömlu höfnina og síkin, sem eru skipaskurðir í
stað gatna á fáeinum stöðum í gamla bænum, en flestir
þessir skurðir hafa verið fylltir upp í tímans rás og gerðir
að götum, þegar ný samgöngutækni ruddi sér til rúms. En
hvað um það, þegar einn nemandi hugðist kaupa miða í
bátinn, missti hann veskið sitt með öllum kortunum í sík-
ið. Nú voru góð ráð dýr. Það glóði á látúnssleginn hornin
á veskinu þarna niðri á vatnsbotninum. Reynt var með
króksstjaka að ná veskinu upp, en án árangurs. En viti
menn, rífur þá ekki ein stúlkan í bekknum sig úr utanyfir-
fötunum og kastar sér til sunds og kemur með veskið upp
af botninum. Henni var ákaft fagnað, þegar hún kom
uppá bryggjuna, bæði af bekkjarsystkinum sínum og öðr-
um nærstöddum. Og fyrir bragðið varð siglingin, sem í
hönd fór, áreiðanlega ennþá minnisstæðari en ella.
Það má æra óstöðugan að telja upp allt sem gerist í
svona ferð, enda verður það látið ógert hér. Við þurftum
náttúrulega líka á því að halda að vera ein útaf fyrir okk-
ur og slappa af á gistiheimilinu. Og svo þurfti mannskap-
urinn að versla, ekki síst kvenþjóðin, og ugglaust hafa
allir gert reyfarakaup.
Það verður nú varla skilist við þessa ferð án þess að
minnast ögn á hingaðkomu danska samskiptabekkarins,
en hún var með líku sniði og móttökurnar, sem við feng-
um á Suður-Sjálandi. Danirnir voru hjá okkur í þrjá daga;
þeir komu að kvöldi dags og gistu í skólanum, síðan gistu
þeir tvær nætur á heimilum okkar nemenda, sem þá
höfðu veg og vanda af að hafa ofan af fyrir þeim; en síð-
ustu nóttina, áður en þeir hurfu suður yfir heiðar, gistu
þeir í skólanum. Þegar við vorum öll saman ferðuðumst
við mikið um í rútu í eigu Steins bónda Sigurðssonar,
sem kenndur er við Mel hjá Reynisstað. Við fórum meðal
annars í hestaferð frá Reiðhöllinni á Sauðárkróki, skoð-
uðum Víðimýrarkirkju og Glaumbæ, böðuðum okkur í
Reykjalaug og sigldum út í Drangey í rútubátnum með
Jóni Eiríkssyni í Fagranesi, sem stundum er kallaður
Drangeyjarjarl. Auðvitað klifum við eyjuna og hlustuðum
á fyrirlestur á dönsku um hana, sem Jón Kolbeinn sonur
Jóns eyjajarls flutti okkur blaðalaust, en hann var einn af
nemendunum i 10. bekknum.
Annars voru nemendur mínir duglegir við að lesa á
dönsku í magnarann í rútunni, smápistla, sem við höfðum
samið, um staði og staðhætti í Skagafirði. Og Danirnir
höfðu jafnframt lesið valda kafla úr Grettissögu, sem
snerta Drangey, og kennarinn þeirra hafði gefið þeim
stutt yfirlit úr sögunni allri, áður en þeir komu til íslands.
Danirnir, og Islendingarnir raunar einnig, sigldu á
gúmbátum niður Jökulsá vestari. Ég frétti eftir á að rúsín-
an í pylsuendanum í þeirri ferð hefði verið, þegar einn
dönskukennaranna datt útbyrðis og nemendur hans urðu
að bjarga honum um borð í bátinn aftur. Hann sakaði
ekki, sem betur fer, enda var hann í flotbúningi, björgun-
arvesti og með hjálm.
Unnar Vilhjálmsson íþróttakennari, var fararstjóri með
mér í þessari ferð og mikið akkeri. Hann er þaulvanur að
vinna með börnum og ungu fólki. Hann var mjög natinn
við að skipuleggja alls konar keppni og kappleiki milli
þjóðanna og eins að blanda þeim saman í ýmsum leikj-
um, bæði heima Skagafirði og úti í Danmörku. Fyrir
bragðið kynntust dönsku og íslensku unglingarnir fyrr og
betur en ella. Auk þess er Unnar góður að elda. Það kom
sér vel, þegar við vorum í sjálfsmennsku á Gistiheimili
252 Heimaerbezt