Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 10
kom ferðaþjónustan inn í myndina. Núna höfum við minnkað við okkur og erum bara með dálítið af fé og ferðaþjónustuna. Við byggðum okkur nýtt íbúðarhús, en gerðum gamla húsið upp fyrir ferðamennina. Þar getum við tekið svona 9-12 í gistingu. Það er ýmislegt í kringum okkur sem er áhugavert fyrir ferðamenn. A bæ hér skammt frá, Lýtingsstöðum, er ver- ið með hross og hestaferðir. Þessa starfsemi hafa þau Ev- elyn Kuhne og Sveinn Guðmundsson byggt upp af mynd- arskap og dugnaði. Það þarf kjark til þess að koma með eitthvað nýtt inn í sveitirnar samhliða þessum hefð- bundna búskap. Sveinn og Evelyn hafa sýnt að þau hafa hann. Fólk fer mikið inn í Austurdalinn að skoða sig um og svo eru ágætar gönguleiðir hér í kring. Einnig eru staðir í hérað- inu eins og Drangey, Hólar og Glaumbær sem fólk hefur gaman af að skoða og maður vísar á. Svo er sundlaug á Steinsstöðum. Fólk sem kemur af Sprengisandi gistir stundum hjá okkur og eins eftir að fólk fór að keyra yfir Blöndustífluna, þá liggur þessi staður vel við. Það er mjög fallegt útsýni ef maður gengur hér upp í brekkurnar og upp í Hamraheiði, þá sést fram á heiðar og út á Skagafjörð, maður sér eyjarnar, Málmey og Drangey og Þórðar- höfða. Það sést líka inn í Norður- árdalinn. Það er gefandi að vera með Mjaltakonan Ella. ferðaþjónustu. Maður hittir skemmtilegt fólk og heldur við málakunnáttunni. Mér líður líka vel ef ég get verið úti í náttúrunni og innan um dýrin. Draumurinn í upphafi var auðvitað að geta kannski einhvern tíman verið „bara bóndi“. Sá draumur rættist ekki, en kannski enda ég í því þegar ég verð kominn á eftirlaun. Þegar Ella var í oddvitastarfinu var oft erilsamt hjá henni en hún leggur það nokkuð að jöfnu að vera kennari og oddviti, svipað mikil vinna. A hennar oddvitaárum var mikil vinna heimavið þar sem búið var mun stærra. Krakkarnir voru heima unr helgar, en þau voru í heima- vist í Varmahlíð og síðan í Fjölbrautarskólanum á Sauð- árkróki eftir að þau kláruðu á Steinstöðum. Börnin unnu mikið við búið með okkur, þetta var svona fjölskyldubú. Núna erum við með fáein hross, ég hef gaman af þeim og hafði gaman af að fara á hestbak hér áður fyrr. Málið er að ég lenti í bakuppskurði fyrir nokkrum árum og hef því lítið farið á hestbak síðan. Ég þarf að koma mér upp þægum og þíðum klárum og sjá til hvort áhuginn og kjarkurinn kviknar þá ekki að nýju. Eg hafði svo gaman af að vera á hestbaki úti í náttúrunni, en ég er ekki tamninga- maður. Við höfum stundum verið með góða graðhesta hérna, til að mynda frá Guðmundi Hermannssyni á Fjalli Fjölskyldan á fermingardegi barnanna. og Hjálmari Guðjónssyni á Tunguhálsi, og selt einstaka folald til lífs, mest út á þessa heiðurs- menn. Það er nú svona ræktunin. Tíminn hefur ekki leyft að vera mikið í hrossunum, því að vinn- an okkar hefur verið svo rosalega skipt og kannski ef maður gæti lifað upp á nýtt þá mundi maður passa sig á að vera ekki svona rosalega skiptur. Skólaferð til Danmerkur og nem- endaskipti milli íslands og Danmerk- ur Fyrir fáeinum árum var ég umsjónarkennari í 10. bekk í Varnrahlíðarskóla. Unglingarnir í bekknum höfðu heyrt um að aðrir skólar hefðu farið í náms og skemmtiferðir til Danmerkur og þá langaði líka að fara í svona ferðalag. Það náðist samstaða um nrálið milli for- eldranna og skólans. Síðan hófust nemendur mínir handa um fjáröflun, sem stóð með hléum allan veturinn. Þau voru afar dugleg við að safna flöskum og dósum, halda kökubasara og bingó, íþróttamaraþon og hvaðeina. Einnig fengu þau styrk frá kvenfélögunum í gömlu hreppunum, sem áttu aðild að skólanum, og Akrahreppi. Eftir nokkrar umræður og vangaveltur var ákveðið að sækja líka um styrk til Norrænu ráðherranefndarinnar, og viti menn hann fékkst, en með þeim skilyrðum þó að nemendasamskipti færu fram milli okkar nemenda og nemenda í dönskum skóla. Það munaði um minna, mað- ur. Með hjálp Maríu Jónsdóttur hjá Norrænu upplýsinga- skrifstofunni á Akureyri fundum við loks skólabekk á Norður-Sjálandi, sem gjarnan vildi heimsækja okkur og taka á móti okkur. Síðan hófust bréfasamskipti og tölvu- póstsamskipti við þennan bekk. María var okkur jafnan haukur í horni varðandi öll formsatriði og samskipti við Norrænu ráðherranefndina, í sambandi við styrkinn. 250 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.