Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 45

Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 45
Ekki stóð á því að menn væru tilbúnir í það. Ef til vill hugleiddu menn hendingar úr kvæði Þorsteins Erlings- sonar: Því sá setn hræðist fjallið og einatt aftur snýr, fær aldrei leyst þá gátu hvað hinumegin býr. En þeim sem eina lífið er bjarta brúð- armyndin, þeir brjótast upp á fjallið og upp á hæsta tindinn. Fjallið virtist ekki þannig að ástæða væri til að hræðast það, ávalar bungur og ekki mjög bratt né hátt, en samt reyndist þar nokkru lengra upp en sýnst hafði ífá skálanum. Hæð tók við af hæð og bunga af bungu, sem ekki sáust lengra frá, en uppi tók við dýrð- arsýn, sem launaði erfiðið. Kreppa rann frá jökli og meðfram ijallinu að vestan en handan hennar blöstu við Hvannalindir, iðjagrænar í grjóti og sandauðn Krepputungunnar. Lindáin glampaði víða á leið sinni um gróður- svæðið og handan þess reis Kverk- fjallaraninn og nú gaf sýn yfir kunn- uglegt svæði, þar sem leið mín í ferðamannaþjónustu hafði oft legið á liðnum áratugum. Frá suðri Vatnajökull, Kverkíjöll og langt vestur með jökulröndinni rís Kistufell. Norðar Vaðalda með foss- inn Skínanda við suðursíðuna, þar sem Svartá fellur í Jökulsá á Fjöllum, Dyngjuljöll með Öskju og sjálf Ijalla- drottningin Herðubreið enn norðar. Og Snæfell í austri. Er sanngjamt að gera kröfu um meira? Við skálann er verið fella tjöldin þegar við komum til baka. Völundur fór heim til Egilsstaða um nóttina, en við reynum að ganga vel frá eftir okkur, enda umhverfis- vemd í hávegum höfð í þessum hópi. Skálanum er læst og hlerar settir íyrir glugga, m.a. hlerinn fyrir glugganum við hliðina á dyrunum með áletrun- inni: „Vegna skemmdarverka við Kárahnjúka er skálinn, sem hefur í 36 ár verið opinn til afnota fyrir alla, læstur I sumar“. Seinna um sumarið var skiltið með áletruninni á hleran- um eyðilagt, líklega af virkjunarsinn- Jöklci ólmast um Stóruflúð. um. Framsóknarmenn liggja undir grun að sögn Völundar. Þegar allur farangur hefur verið settur í bílinn er gengið í grasagarð Völundar, sem er skammt frá skálan- um. Slík ræktun og fjölbreytni teg- unda í 640 metra hæð yfir sjó, á á- reiðanlega ekki sinn líka á íslandi. Minnir á Lystigarðinn á Akureyri. í garðinum er bænhús byggt úr torfi og grjóti, sem rúmar 7-8 manns í sæti. Var hópnum nú skipt í hæfilega stóra hópa til að fara í bænhúsið og sitja þar stutta stund í hljóðri bæn fýrir vernd hálendisins. Þegar minn hópur hafði setið hljóður í bænhúsinu um stund, hóf einn félaginn upp raust sína og flutti bæn til Óðins, Þórs, Freyju og Baldurs hins hvíta og góða áss, til vemdar hálendinu og tóku sumir und- ir. Endaði bænastundin á bæn um að Höður hinn blindi við Kárahnjúka, fengi sjón á ný. Var nú lagt af stað og ekið um Brú- aröræfi og yfir brúna á Jöklu á virkjunarsvæðinu, þar sem fýrstu sár- in á fremri Kárahnjúk blöstu við og síðan yfir Fljótsdalsheiði um Hall- ormsstaðaskóg til Egilsstaða. Þar tóku á móti okkur Guðmundur á Vaði og Baldur slökkviliðsstjóri í Fellabæ. Að skilnaði myndaði hópurinn hring á bílastæðinu við tjafdmiðstöðina og Sigvarður lék á gítar og flutti lag sitt og Ijóð unr hálendið og hópurinn tók undir viðlagið: „Aldrei, aldrei Kárahnjúkavirkjun, veijum, verjum Þjórsárver“. Virkjanasinnar höfðu sig ekki í frammi. Að lokinni tjöldun, sturtu og kvöld- verði á tjaldstæðinu, ókum við Sig- varður að Vaði í Skriðdal til að heim- sækja Guðmund bónda, sem er for- ystumaður náttúruverndarmanna á Austurlandi. Nokkuð var áliðið kvölds þegar við komum þangað, far- ið að dimma og þykkna í lofti. Þar hittum við aftur nokkra ferðafélaga úr gönguferðinni, sem ætluðu að gista hjá Grétu og Guðmundi. Gestrisnin á Vaði og spjall yfir kaffibolla fram eff- ir nóttu, varð í minningunni hápunkt- ur á löngum hamingjudegi. Síðla næt- ur skriðum við Sigvarður í tjaldið og daginn eftir var ekið heim í einum á- fanga, með viðkomu hjá Heimi Þór Gíslasyni á Hornafirði. Heima er bezt 285

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.