Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 25
Þær eru margar spurningarnar, sem bærast innra með mér, meðan við Pétur röltum frá bílnum út á Kálfshamarsnesið, þar sem vitinn stendur fremst á sérkenni- legum stuðlabergsklettum. Nokkru ofar á nesinu eru hús ennþá uppi- standandi (1990). Sunnan þeirra er lítill bryggjustúfur í skjóli fyrir norð- anáttinni. A sjávarbakkanum nokkurn spöl norðan nessins, stendur einmanalegur bær. „Það eru Saurar,“ segir Pétur, „sem frægir urðu fyrir reimleika, hér um árið,“ bætir hann við. Þar býr um þessar mundir einsetu- maður og við sjáum hann á ferli stutt frá bænum, með byssu um öxl. Túristabíll með hjólhýsi í eftirdragi, stefnir þangað, en hann snýr skyndi- lega við. „Þeim hefur ekki þótt bóndinn á- rennilegur,“ hafði Pétur á orði og hló við. Síðar kom í ljós að þetta voru út- lendingar. Af og til rauf einstaka fugl kyrrð- ina á þessari annarlegu strönd, þar sem allt mannlíf var á brott fyrir meira en hálfri öld. Gömlu bæjartóft- irnar á nesinu og ofan þess, bera vitni um talsverða byggð, en þær eru samt farnar að týna tölunni, ein og ein hleðsla og veggjabrot milli grænna túnbletta, hvar í bland voru gular sóleyjarbreiður er höfðu haslað sér völl í þessu umhverfi. Sólskríkja flögrar um og lætur heyra í sér. Lík- lega á hún unga í hreiðri í veggjar- broti einnar hústóftarinnar. Send- lingahópar hlaupa um í flæðarmálinu í ætisleit, þar sem aldan hjalar sak- leysislega við fíngerða mölina. Æð- arkollurnar láta lognölduna vagga sér skammt undan landi með ungahóp- inn sinn. A öðrum stað skreyta blik- arnir einir fjöruborðið. Milt sævarloftið vefur nesið, Vík- ina og umhverfið allt, friðsælli ró, meðan við Pétur röltum fram og aft- ur milli tóftarbrotanna í þessari horfnu eyðibyggð norðurhjarans og hann miðlar mér nokkrum fróðleik varðandi búsetu fólks í Kálfshamars- vík á fyrri hluta 20. aldarinnar. Um aldamótin 1900 og á fyrstu Ýmsar spurningar leita á hugann, meðan við Pétur röltum milli eyðihúsa og tófta gamla útgerðaplássins í Kálfshamarsvík við Húnaflóa, þennan ágúst- dag, 1990. Hér er nú allt í auðn, ekkert rýfur kyrrðina nema fjarðaraldan, er leikur létt og þýtt við fjöruborðið, jafnvel æðurin lœtur ölduna vagga sér í al- gjörri þögn. Engin skip leggjast hér lengur á legu, engir bátar við biyggju, allt athafnalíf horfið og staðurinn fallinn í auðn fyrir mögrum árum. Heima er bezt 265

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.