Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 38

Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 38
hafði hún engan samanburð og hafði aldrei á ævinni séð kýr mjólkaðar. Tíminn flaug og Unni tókst ótrúlega vel upp við að mála þessa engilfögru litlu konu, þegar allt lokkasafnió var komið og blái álfaprinsessukjóllinn, sem hún vildi láta mála sig í, þá setti hún að lokum gyllt íléttuband utan um alla myndina eins og nokkurs konar ramma. „Hvaða flétta er þetta?“ spurði Kristín. „Þetta er, skal ég segja þér, svona vinaflétta. Þú skalt alltaf muna, þegar þú horfir á myndina, að við erum vin- konur og munum alltaf eftir hvorri annarri, ég og þú, ókei? Og þessi flétta er þannig að hún slitnar aldrei og eyðileggst aldrei heldur, alveg sama hvað gengur á. Og þú ert inni í henni miðri og ert alltaf alveg örugg. Ætlarðu að muna það?“ Kristín kinkaði kolli og hvíslaði: „Takk Unnur. Þetta er svo falleg mynd. Getum við nokk- uð sett hana í ramma?“ „Já“, sagði Unnur, „það fylgdu þrír rammar trönunum, og þú ræður hvaða myndir þú setur í þá. En þú skalt leyfa henni að þoma vel fyrst, þú getur bara sett hana í ramma í kvöld áður en þú ferð að sofa“. Kristín klifraði upp í fangið á henni og hjúfraði sig að henni. „Ég hlakka svo til þegar ég fæ að koma í húsið ykkar á Akureyri“. Unnur fann að henni þótti strax ofurvænt um þessa litlu manneskju. „Veistu hvað,“ hvíslaði hún. „Ég ætla að kaupa svo stórt hús að þú eigir alveg sérherbergi í því hjá okkur. Viltu það? Þá hefur þú alltaf þitt herbergi þegar þú vilt koma í heimsókn?“ Kristín kinkaði kolli og Unnur fann að hún smá þyngdist í fanginu á henni. Eftir litla stund var hún steinsofnuð. Þetta er kannski aðeins of stórt barn til að hafa í fanginu þegar ég er svona slöpp, hugsaði Unnur. Hún lagði Kristínu varlega á sófann og breiddi yfir hana teppi, virti íyrir sér myndina og leit svo aftur á sofandi konuna. Það er engin leið að fanga þessa yfirnáttúrlegu fegurð yfir á eitthvert annað form, hugsaði hún, en fann samt að henni hafði á einhvern hátt tekist að gera Kristínu sæla einn dagpart. Hún vissi líka að hún myndi standa við allt sem hún hafði sagt henni. Það var varla hægt að segja að þetta væri íbúð, sem hún bjó í þarna. Tvö lítil herbergi, baðherbergi og eldhúskrók- ur. Unnur vissi að Kristín varð að fá leyfi og aðstoð ef hún ætlaði að elda eitthvað, en hún mátti nota örbylgjuofninn að vild. Hún gat ekki læst neinu, hvorki baðherbergisdyr- unum eða öðru. Unnur sárvorkenndi henni og þegar Stein- ar kom, sat hún með spenntar greipar og bað guð um að hjálpa Kristínu til þess að lifa venjulegu lífi með öðrum. „Svæfðirðu hana?“ spurði hann brosandi. „Nei, hún sofnaði bara í fanginu á mér. Hvernig finnst þér myndin?“ spurði Unnur á móti. „Vááá“, sagði hann lágt. Svo kyssti hann sofandi systur sína á ennið og þau laumuðust út. „Ég hitti fyrrverandi kærustu áðan“, sagði hann á leið- inni. Unnur tók eftir að hann hrukkaði ennið og var eitthvað leiður. „Það var alveg ömurlegt“, sagði hann svo. „Ég ætla bara að vara þig við. Hún er alvarlega sjúk kona og er vís með að hringja í þig og skrökva þig fulla, fyrst hún veit af þér og veit hvar ég bý. Hún hefur meira að segja fylgst með okkur í nokkra daga, eltir okkur og veit hvert við förunt“. „Er það sú, sem heitir Kristín?“ spurði Unnur brosandi. „Hún getur ekki skrökvað neinu að mér, ég veit að þú hef- ur komið vel fram við hana“. „Hún er fjári góður leikari", sagði Steinar, „hefur mikinn sannfæringarkraft og hún ætlar sér að spilla sambandi okk- ar. Það er versti gallinn við Island að maður getur hvergi falið sig, maður passar sig á að vera ekki í þjóðskránni, ekki með símanúmer nema falið og öruggt og fáir vita um, ekki með heimilisfang einu sinni, samt tekur ekki nema nokkrar vikur eða mánuði að finna mann, þó ég hafi búið víða síðustu ár. Ég er hræddur um að ég fái seint frið fyrir henni“. „Er langt síðan þið voruð saman?“ spurði Unnur. „Já“, sagði hann, „það eru nokkur ár. Sá tími gerði næst- um út af við mig. Hún er fíkill og var það líka þá, heróín- fíkill. Hún er svo háð efninu að það er bara spurning hvenær hún tekur of stóran skammt, held ég. Þegar við kynntumst var hún þegar orðin fíkill, en ég vissi það ekki nærri því strax. Þetta fólk, sem er langt leitt, er ótrúlegt og heldur manni í þvílílcum heljargreipum lyga og blekkinga að þú getur ekki ímyndað þér það. Maður vill trúa því öllu sjálfur, þó maður viti vel að ekkert af því er satt“. Unnur sá að hann átti mjög erfitt með að tala um þetta, þannig að hún spurði hann einskis frekar. Dagarnir liðu og fóru í „eintómt pappírsstúss“ eins og Steinar sagði. Þau Álfrún og Áki leystu til sín Steinars hlut í húsinu og greiddu honum andvirðið inn á reikning. Þessi einfalda aðgerð tók nokkra daga í kerfinu, samt þurftu þau hjónin ekki að taka lán til þess að borga honum. Steinar var farinn að hafa samband við fasteignasölur til þess að fá að vita hvaða hús væru í boði á Akureyri, ffamboðið var ekki mjög mikið, vegna þess að þau voru að hugsa um ein- býlishús. Það var hins vegar nóg til af raðhúsum, parhús- um og þess háttar húsnæði. Unnur eirði ekki við neitt, hún bað bara almættið öllum stundum um að henni færi að líða skár, hún var nú komin rúma þrjá mánuði á leið og henni fannst þetta hljóta að fara að skána. Á meðan Steinari fannst tíminn fljúga, fannst henni sekúnduvísirinn á klukkunni ekki hreyfast. Hún var með heimþrá. Svo datt henni í hug að hringja í Heiðrúnu og vita hvað væri íféttnæmt að heiman. Heiðrún var heldur snubbótt í símann, og talaði stutt við hana, sagði ekkert vera í fréttum. Unni fannst hún bara verða eitthvað að frétta þannig að hún hringdi líka í vinkonu sína í Álftanesi. Erla varð himinlifandi að heyra í henni og sagði allt gott úr sveitinni, ja nema kannski sveitaslúðrið, sem hefði fengið 278 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.