Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 34
samkennd allra manna og þörf á per-
sónulegri hlutdeild í hinu guðdómlega
og var svo sem margt annað á þessum
tímum í algjörri andstöðu við ósveigj-
anlega kreddutrú kirkjunnar. Það olli
síðan margvíslegum árekstrum við
hana í tímans rás.
Síðast á 15. öld náði endurreisnar-
hreyfingin á Italíu slíkum hátindi að
einstakt má kalla í menningarsögu
allra tíma. Á nokkrum áratugum,
kannski einum til tveimur mannsöldr-
um, urðu til þvílík firn af dýrlegum
málverkum, höggmyndum, bygginga-
listaverkum, skáldskap og bókmennt-
um, að annað eins hefur aldrei gerst í
veraldarsögunni, hvorki fyrr né síðar. Freska eftir Michaelangelo í „ The Sixteenth Capel
Fjölmargir af furstum og stórmennum
landsins hrifust líka með og lögðu metnað sinn í að styðja
þessa hugsuði og listamenn og fá þá til dvalar við hirðir
sínar. Þannig urðu hallir þessara höfðingja gjarna mið-
stöðvar vísinda og fagurra lista. Um aldamótin 1500 var
jafnvel svo komið að sjálfur páfinn í Róm var gripinn
með af þessari menningarbylgju og tók hann þá að fela
ýmsum þessara snillinga verkefni á sviði bygginga-og
myndlistar og gerðist þar með hugfanginn af list og lífs-
skoðun endurreisnarmanna. Þannig varð allt samfélagið
smám saman gegnsýrt af þessari öflugu hreyfingu.
Þeir fjórir höfuðsnillingar sem hæst gnæfa í þessari
magnþrungnu endurreisn á Ítalíu voru Michaelangelo,
1475-15664, Rafael, 1483-15220, Tizian, 1477-15777,
og hinn elsti og víðfrægasti í hópnum, Leonardo da
Vinci, sem uppi var á árunum 1452-15199. Tveir af þess-
um miklu listamönnum komu mjög við sögu í smíði og
skreytingu Péturskirkjunnar í Róm og voru það þeir Raf-
ael og Michaelangelo, en þá stórfenglegu kirkju má
skoða sem eins konar minnismerki um þetta magnaða
tímaskeið.
Kviðlingar kvæðamál
Framhald afbls. 270.
Víðidalur
Sumarfagra sveitin mín,
sæluríkið þinna bama.
Leikur blær við laufin þín
Ijúft - á meðan sólin skín.
Vetrarhörku veðrið dvín,
vermir sólin breiður hjarna.
Sumarfagra, o. s. frv.
Grundin slétt og grösug hlíð,
glóir elfa í sumarflóði.
Hljómsveit þrasta heillar fríð,
hörpu stillir söngva blíð.
Laufvindar á Ijúfri tíð
leika brot úrnýjum óði.
Hljómsveit þrasta, o. s. frv.
Brúnir fjalla brosa við,
blaka vængjum tignir svanir.
Loftið fyllist Ijúfum klið,
lóuhjali, fossanið.
Feðrasporin færðu á svið,
frónskir sveinar, þrautum vanir.
Brúnir fjalla, o. s. frv.
Hátt við gnæfir himin blá
hvítur skalli jökulbungu.
Víðidals er vinleg brá,
vemdar niðja tjóni frá.
Æskubyggðum eg vil tjá
orð við hæfi lands á tungu.
Hátt við gnæfir, o. s. frv.
Þannig endar þátturinn að þessu sinni.
Kær kveðja.
Auðunn Bragi Sveinsson,
Hjarðarhaga 28, 107 Reykjavík.
Netfang: audbras@simnet. is
274 Heima er bezt