Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 41
reisa vinnubúðir fyrir starfsmenn.
Við ökum upp sneiðinginn og síðan
út af honum áður en við komum að
búðunum út á gamlar slóðir. Stutt er
að Sauðá, sem við förum yfir upp í
hæðunum. Eftir að hafa snætt nesti er
lagt á göngu niður með Sauðá, en
bíllinn á að halda áfram með farang-
urinn inn á Sauðafellsháls móts við
Tröllagilslæk, þar sem fyrirhugað er
að tjalda. Gönguferð niður með
Sauðá verður ekki með orðum lýst.
Fossaraðir, skessukatlar, tærir streng-
ir, burkni í skoru, blóm í lautu. Ferða-
mannaparadís, sem á að loka að ei-
Vaðið yfir Kverká.
á flugvöll kom blá rúta frá Tanna Tra-
vel að tjaldstæðinu og tók þá sem þar
höfðu gist. Eftir lestun farangurs var
bílum lagt til 6 daga á bílastæði við
tjaldstæðið eftir leiðsögn tjaldstæðis-
varða. Síðan var lagt af stað.
Ekið var sem leið liggur um Hall-
ormsstaðaskóg og þvert yfir Fljóts-
dalinn innan Lagarins og upp í Fljóts-
dalsheiðina í löngum ess beygjum
með gljúfur Bessastaðaár á vinstri
hönd. Fyrir einhverjum áratugum var
fyrirhugað að virkja Bessastaðaá í
þessu gljúfri og þess vegna var lagður
vegur þarna upp hlíðina og nokkuð
inn á heiðina og þar reistar byggingar
inn á svokallaðri Grenisöldu nálægt
Gilsárvötnum. Var þar aðstaða rann-
sóknarmanna um skeið. Nú var þessi
vegur ekki nægilega sterkur fyrir
flutninga að Kárahnjúkavirkjun og var
víða verið að vinna að endurbótum og
styrkingu hans og sumstaðar var unn-
ið að því að leggja slitlag.
Var nú ekið yfir Fljótsdalsheiðina
og að Kárahnjúkum og stansað upp í
Sandfellinu þar sem vel sést yfir
stíflustæðið og inn í gljúfrið niður
með fremri Kárahnjúk. Sagt er að
Sandfellið verði eyja í Hálslóni þegar
framkvæmdum er lokið. Við erum
sem sagt komin á botninn. Uppi í
Sandfellinu hafði verið lagfært bíla-
stæði og þar fóru fram táknræn mót-
mæli gegn Kárahnjúkavirkjun. Horft
var yfir landið handan gljúfranna við
Kárahnjúk, þar sem margar gular
jarðýtur dreifðu sér um svæðið og
Við Töfrafoss.
ýttu jarðvegi ofan í gljúfrin þar sem
stíflan á að rísa.
Svipuð sjón mun hafa orðið Há-
koni skógarbónda Aðalsteinssyni á
Húsum í Fljótsdal, tilefni eftirfarandi
vísu nokkrum vikum síðar, þegar
byrjaði að hausta á fjöllum:
Gulna lauf á breiðum bala,
blöðin fella víðirunnar,
þar sem leika lausum hala
lýs á höfði fjallkonunnar.
Að svo búnu var ekið niður að nýju
brúnni yfir Jöklu, sem er niðri í gilinu
milli sethjallanna og er nokkuð bratt
niður að henni báðum megin. Uppi á
sethjöllunum vestan Jöklu er risin
steypustöð og nialarnám er þar einnig
og þaðan stöðug umferð stórra malar-
bíla upp bogadreginn sneiðing upp á
hæðina fyrir ofan þar sem verið er að
lífu er það eina sem eftir stendur. Eftir
að hafa horft á tært vatnið í Sauðá
renna í dökkt jökulvatn Jöklu er geng-
ið í átt að Tröllagilslæk.
Þar er valið tjaldstæði á grasivöxn-
um bala. Síðan er gengið upp nokkuð
bratta og langa brekku upp á háan mel
þar sem bíllinn bíður með farangur-
inn. Þegar við komum til baka er
tjaldað og snæddur kvöldverður. Að
því búnu var farin kvöldganga upp
með Jöklu til að heilsa upp á Gljúfra-
búann. Það er undarleg tilfinning að
sofa á væntanlegum lónsbotni, en að
tjaldstæðinu berst samfelldur niður
malarbílanna við Kárahnjúka, í kyrru
sumamæturinnar.
Lagt er upp að morgni eftir morg-
unverð og jógaæfingar, sem voru fast-
ur liður alla morgna ferðarinnar.
Heilsað er aftur upp á Gljúfrabúann
og síðan gengið upp með
Heima er bezt 281