Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 43

Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 43
N RRÆN SAKAMÁL NORRÆN SAKAMÁL 2003 PÖNTUNARSÍMI 533-2270 Fararstjórarnir Ósk og Ásta á Brúar- jökli. inn ruddi á undan sér í framhlaupi fyrir meira en hundrað árum. Sumir komust yfir að skoða hvorttveggja en aðrir litu á atferli gæsanna og ein- hverjir urðu varir við hreindýr. Lík- lega eru þau fleiri á burðartímanum á vorin. Síðla dags tíndust menn að tjöldunum eftir dýrðlegan dag í ágætu veðri. Um nóttina rigndi dálítið og um morguninn var þokuruðningur á jökl- inum og Snæfell huldi sig skýjum. Nú var fyrirhugað að ganga mun lengra eftir jöklinum en á inneftirleiðinni og enda þótt fararstjórarnir hefðu tekið nokkra GPS punkta á leiðinni gat ver- ið erfitt að finna leið niður af jöklin- um annars staðar í þoku. Þess má geta að enginn í hópnum hafði áður komið / Grágœsadal. í Kringilsárrana né gengið þessa leið yfir Brúarjökul. En ekki var langt komið upp á jökulinn þegar þokan sópaðist burt eins og hendi væri veifað og Snæ- fell tók ofan fyrir ferðalöngunum og leit út eins og það væri að veifa til okkar í himinblámanum. Þó það nú væri. Háfjöllin þekkja sína. Nú var gengið lengi á jökli í átt að Kverk- fjöllum, sem bar við loft. Víða voru sprungusvæði sem þurfti að krækja fyrir en hálka var ekki teljandi. Kom- ið var nálægt Hnútu þegar einhver Svelgur í Brúarjökli. Heima er bezt 283

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.