Heima er bezt - 01.06.2004, Síða 39
vængi undanfarið. Nú væri fólk að spá í hvor þeirra, Stein-
ar srniður eða Atli á Vegamótum, ætti barnið sem væri ný-
komið undir hjá henni Unni frá Lækjarbrekku.
„Jesús minn!“ sagði Unnur og varð enn hvítari í frantan
en áður, „er ekki í lagi með fólk?“
Erla skellihló.
„Jú, jú, ég held að svona kjafitagangur sé nú jafngamall
mannkyninu Unnur mín! Ertu hressari?“
„Nei“, svaraði Unnur, „mér líður vægast sagt ömurlega,
en það er fúllt af hlutum að gerast hjá okkur“.
Svo sagði hún Erlu frá Kristínu tilvonandi mágkonu
sinni, og því að þau væru að leita að húsi og að Steinar
væri búinn að selja kjallaraíbúðina.
„Ja, það er ekki lognmollan í kringum þig vinkona“,
sagði Erla. „Ég hef nú bara verið að þrífa og elda svolítið
ofan í hann séra Víglund, það er svo svakalega skemmti-
legt. Ef það er svona gaman að þrífa hjá öllum prestum
landsins...“, svo fékk hún hláturskast og sagði henni frá
góða veðrinu og að hún hefði sett á helmingi fleiri lömb en
venjulega, hún væri svo bjartsýn og glöð þetta haustið.
„Þú hefúr hafit þessi áhrif á mig í sumar! Ég er farin að
sakna þín stelpa“, sagði hún og viðurkenndi svo að kannski
hefði presturinn haft einhver áhrif líka.
„En passaðu þig á henni systur þinni“, sagði hún að lok-
um, „hún er borin fýrir þessum orðrómi“.
Heiðrún, hugsaði Unnur, þegar hún lagði á, hvað ætti
henni svo sem að ganga til?
Október er að verða búinn, sagði hún við sjálfa sig. 12
eða 13 vikur liðnar. Hún fór úr öllum fotunum og inn á
baðið þar sem var nokkuð stór spegill, horfði á sig frá öll-
um hliðum, en sá ekki að hún hefði þykknað neitt. Ekki
sýnilega, en þessi fyrirferð ofan við lífbeinið var greinilega
þarna, hún fann það bara með höndunum, en ekki á sér á
neinn annan hátt. Ég er bara falleg, hugsaði hún, þótt ég sé
fól og tuskuleg. Hún lyfti upp höndunum og sneri sér í
hringi en sá enga kúlu. En ég vil hafa kúlu, hugsaði hún
hálfmóðguð, ég er ólétt kona. Svo sá hún hvernig Steinar
horfði á hana úr dyrunum og þá vildi hún bara hann. Var
sama um alla óléttu, ógleði og óþverrakjafthátt. Það var
ekkert til í heiminum nema þau tvö.
Nóvember
Unnur fann að hún var öll að hressast og friður að kom-
ast á i líkamanum. Þau Steinar ætluðu fljótlega norður, hún
átti að mæta í mæðraskoðun þann 11. nóvember. Síðustu
dagana í október hafði hún notað í stuttar gönguferðir og
Steinar hafði ekið með hana um alla borg, sýnt henni upp-
áhaldsstaðina sína og kynnt hana fyrir vinafólki sínu. Hún
var að byrja að geta notið þess að þau voru saman, voru að
byrja lífið með hvort öðru og lítill tilvonandi sambúðarfé-
lagi þeirra á leiðinni. Samt var hún annað slagið, full af
nagandi efa og hræðslu um að eitthvað kæmi fýrir. Hvað
ætti svo sem að koma fýrir, hugsaði hún á hverju kvöldi.
reið og sár við sjálfa sig, vegna þess að hver dagurinn sem
leið, var betri og skemmtilegri en sá á undan.
Fyrsta mánudaginn í nóvember vaknaði hún alsæl.
Heima eftir viku! hugsaði hún. Heima hjá Erlu í Álftanesi,
og bráðum eignumst við Steinar íbúð. Þetta er frábært allt
saman, og það verður gott að losna héðan úr bænum.
Hún heyrði einhvetja skruðninga uppi og velti fýrir sér
hvað það gæti verið, Áki og Álfrún fóru alltaf í vinnu rétt
upp úr sjö og Steinar fór líka snemma af stað, ætlaði í
Húsasmiðjuna og athuga hvað væri til þar. Hann var að
verða búinn að fá vinnu á Akureyri og ætlaði sér að endur-
nýja eitthvað af smíðatólum og verkfærum, „græja sig
upp“, eins og hann orðaði það. Hún heyrði að einhver var
að laumast niður stigann, svo hún flýtti sér í buxur og bol
og stökk inn á baðið. Þegar hún kom fram aftur, stóð hvít-
hærð, hávaxin og tággrönn kona í herberginu og svipaðist
um.
„Góðan daginn“, sagði Unnur. „Get ég eitthvað gert fýrir
þig?“
Konan leit á hana, augu hennar voru ljósblá og horfðu
eins og í gegnum hana, hún var mjög tekin í andliti, en
hafði augljóslega einhvern tímann verið mjög myndarleg,
og þótt Unni sýndist hún vera frekar ung, var hún ekki al-
veg viss, því andlitið var ekki í stíl við þennan tálgaða lík-
ama.
Konan hristi hvítt, sítt hárið og kveikti í sígarettu án þess
að spytja um leyfi. Unnur fann strax til ógleði, en beið ró-
leg eftir að hún svaraði.
„Sæl“, sagði konan loksins, og rétti fram höndina. „Ég
heiti Kristín".
Unnur tók í höndina á henni, vissi strax að þetta hlaut að
vera fýrrverandi kærasta Steinars, líklega komin til þess að
hrella hana eitthvað, en hún fann ekki til neinnar hræðslu.
„Sæl Kristín, ég er Unnur“, sagði hún og brosti. Henni
fannst þessi kona eitthvað svo aumkunarverð og þreytuleg.
„Má bjóða þér djús eða brauð eða eitthvað? Ég var á
leiðinni upp að fá mér að borða“.
„Það væri frábært að fá kaffi“, sagði Kristín, og fór að
ganga um í íbúðinni.
„Svo það er núna mynd af þér, á náttborðinu hans“,
sagði hún eins og annars hugar. Hún lagðist á óumbúið
rúmið og horfði upp í loftið, augun lokuð og sígarettan að
brenna upp í hendinni. Hún dró djúpt andann.
„Skrítið“ andvarpaði hún. „Hér er flest eins hjá honum
og það var fyrir öllum þessum árum“.
„Hann er búinn að búa svo víða“, sagði Unnur.
„Vissirðu að hann hrinti mér niður þennan stiga?“ spurði
Kristín. „Ég var ólétt þá“, hélt hún áfram, „missti auðvitað
fóstrið. Sem betur fer, ég hefði ekki viljað eignast barn
með þessum drullusokki“.
Unnur beið og var forvitin að vita hvað hún mundi segja
næst, heyrði á henni að ekkert af þessu var satt, hún var
ekki einu sinni viss um að konan hefði nokkurn tímann
áður komið í þessa íbúð.
Framhald í næsta blaði.
Heima er bezt 279