Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 32
frá Djúpalæk margt dægurljóða svo nefndra, og ætli þau
lifi ekki lengst í minni fólks, sem kynnst hefur ljóðagerð
þessa frábæra skálds? Óþarft er að birta dægurljóð eftir
Kristján í þessum þætti, þar eð þau eru kunn öllum al-
menningi. Þau er að finna á hljómdiskum ótal, svo og í
ljóðakveri hans: „Það gefur á bátinn“. Allmörg dægurljóð
orti Tómas Guðmundsson, en lét þau yfirleitt ekki á
þrykk út ganga í ljóðasöfnum sínum. Þó er ljóðið „Sól-
skinsnætur“ þar að finna. Ljóð þetta birtist í Utvarpstíð-
indum 1940. Það er á þessa leið þar:
Enn syngur vomóttin vögguljóð sín,
veröldin ilmar, glitrar og skín.
Kvöldsett er löngu í kynvm skóg.
Öldurnar sungu sig sjálfar í dá.
Síðustu ómamir ströndinni frá
hverfa í rökkurró.
Manstu það, ást mín, hve andvakan var
yndisleg forðum? Hamingjan bar
ást okkar vorlangt á vængjum sér.
Brosmilt og þaggandi lágnættið leið.
Ljósið, sem dagsins á Ijöllunum beið,
fann þig í fangi mér.
Ennþá á vogunum vomóttin skín,
vakir og syngur ástaljóð sín.
Blómgaður lundurinn bíður þín!
Þangað ég hverf til að hvísla' að þér.
Héðan af áttu' ekki 'úr fanginu á mér
afturkvæmt, ástin mín.
Síðar breytti Tómas síðasta erindinu rækilega, og er
það á þessa leið, samkvæmt ljóðasafni, sem gefið var út
af Helgafelli á sextugsafmæli skáldsins, 6. janúar 1961.
Vaki ég enn, meðan vornóttin skín.
Veit mig þó bundinn annarri sýn.
Stundir, sem hníga í haustsins slóð,
láta við eym mér andvökuhljótt:
Öðmm en þér flytur vorið í nótt
ilm sinn og ástarljóð.
Þarna er nokkur munur á, lesendur góðir. Einnig hefur
skáldið breytt síðustu línu fyrsta erindis: hurfu, í stað
hverfa. En auðvitað hefur skáld leyfi til að breyta ljóðum
sínum, meðan það er á dögum.
Til mín hringdi nýlega Hulda Jóhannesdóttir, kennari í
Kópavogi, og hana langaði til að, ljóðið „Vorvindur“, eft-
ir Ragnar Ásgeirsson, birtist í HEB. Ég hafði oft heyrt
þetta öndvegisljóð í útvarpinu, undir lagboða Sigvalda
Kaldalóns. Kunni hrafl í því. Svo var það, að bekkjarsyst-
ir mín úr Kennaraskóla íslands (frá 1949), Rósa Pálsdótt-
ir, sendi mér ljóðið eins og hún vissi það réttast. Og hér
er það, lesendur góðir:
Þú mildi vorsins vindur,
sem vekur hjartans mál,
og sveig úr blómum bindur
og bræðir svellin hál.
Þú yljar eyðilendur,
þú ert afguði sendur
við bjartrar sólar bál.
Þig tignar grund og tindur,
hver tötmm hjúpuð sál.
Nú léttist lund og sporið,
nú Ijómar dagur nýr.
Allt er sem endurborið,
er aftur myrkrið snýr,
því sólar kyngi kraftur
er kominn hingað aftur
með alls kyns ævintýr.
Því syng ég söng um vorið,
er svarta nóttin flýr.
Langt er orðið síðan Svavar Lárusson söng dægurljóðið
„Ég vildi ég væri“ í útvarpið. Hér eru nokkur erindi úr
þessu ljóði, er Benedikt Gröndal, þá stjórnandi „Óska-
stundar“ í útvarpinu, var beðinn að brjóta við hljóðnem-
ann (þ. e. hljómplötuna), sem hann auðheyrilega gerði.
;, :: Ég vildi ég væri kátur kettlingur:, :
Þá mundir, þú kæra, kyssa mig,
og kjassað gæti ég við þig. - Ég vildi ég væri. . . .
:, : Ég vildi ég væri fagur fugl á grein., :
þá mundirðu, heillin, hlusta á mig,
og hjalað gæti ég við þig. - Ég vildi ég væri. . .
::,: Ég vildi ég væri silfurrefaskinn:, :
þá mundi ég hlýtt um hálsinn þinn
hjúfrast daginn út og inn. - Ég vildi ég væri. . .
::, : Ég vildi ég væri varalitur þinn:, :
Þá mundi ég við munninn þinn
mynnast daginn út og inn. - Ég vildi ég væri. . .
::, : Ég vildi ég væri frægur flugmaður:, :
Þá flytti ég þig í fjarlægt land
og festi þig í hjónaband. - Eg vildi ég væri. ..
Viðlag: Hæ, hó, bibbi di bú;
þetta vildi ég vera nú.
Hæ, hó, bibbi di bú;
þetta væri gott að vera nú.
Að lokum er hér átthagaljóðið, sem að þessu sinni er
um hina fogru sveit, Víðidal, í Vestur-Húnavatnssýslu.
Höfundur ljóðsins er Gunnþór Guðmundsson, f. 1916.
Hann var í forsíðuviðtali í HEB, janúar 2003.
Framhald á bls. 274.
272 Heimaerbezt