Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 27
Skagaströnd árið 1947, en þangað fluttist útgerðin frá Kálfshamarsvík.
ir 75 manns í tíu íbúðarhúsum, sem
skiptist þannig að úti á nesinu voru
38 manns í sex húsum, en í nágrenn-
inu, þ.e. ofan tjarnarinnar, sem skilur
nesið (Kálfshamarsnes) að nokkru
frá meginlandinu, bjuggu 37 manns í
fjórum húsum og er talið að íbúar
Kálfshamarsvíkur hafi ekki orðið
öllu fleiri um dagana.
A öðrum áratugi 20. aldarinnar,
urðu litlar breytingar í Kálfshamars-
vík, utan þess að barnaskólahús var
byggt þar og mun það hafa staðið
húsa lengst á staðnum.
Árið 1920 keypti Kaupfélag Skag-
strendinga eignir Höepfnersverslun-
arinnar og á þriðja áratugnum fór að
draga úr árabátaútgerðinni, er vélbát-
arnir leystu þá af hólmi, jafnvel þil-
farsbátar.
Á íjórða áratugnum varð ljóst
hvert stefndi í atvinnumálum Kálfs-
hamarsvíkur og næsta nágrennis. Út-
gerðin fluttist til Skagastrandar, sem
bauð upp á frystihús og góð hafnar-
skilyrði. Einnig skall heimskreppan á
um það leyti með verðfalli á sjávar-
afurðum.
í lok fjórða áratugarins þvarr
byggð í Kálfshamarsvík er flest hús-
anna voru rifin og hirt úr þeim það
sem nýtilegt þótti, sem varla hefur
verið mikið, en þau voru flest hlaðin
af torfi og grjóti með einhverri timb-
urklæðningu inn á milli.
Öll áttu þessi hús sín nöfn, að sögn
Péturs:
Klöpp, Miðhús, Iðavellir, Bene-
diktshús, Framnes, Holt, Bárubúð,
Garðshorn, Klettur, Árnínuhús,
Lambastaðir, Hvammur, Steinsholt,
Ægissíða, Jaðar, Blómsturvellir,
Hátún, og e.t.v. fleiri, en í því síðast
nefnda átti Ingibjörg Sigurðardóttir,
rithöfundur, sín æsku- og unglingsár,
en hún er lesendum Heima er bezt að
þessum árum. Flestir höfðu einhvern
búskap, kýr og nokkrar kindur. Erfitt
var nreð eldivið og vatn, því allt mó-
tak og einnig vatnsból, var nokkurn
spöl fyrir ofan tjörnina áður nefndu,
og þurfti að bera það á höndum sér
þaðan. En Kálfshamarsvík hafði sím-
stöð, fram yfir marga aðra staði, og
þar höfðu póstbátar og strandferða-
skip, lengi fastar viðkomur, meðan
plássið iðaði af lífi og umstangi og
ómerkilegustu atburðir þóttu tíðind-
um sæta.
I austanátt á sumrum, leituðu síld-
veiðiskipin oft vars á víkinni og
söfnuðust þar saman stór og smá af
ýmsum þjóðernum. Þá var glatt á
hjalla og lítið sofið, því alltaf var
eitthvað að gerast og margt forvitni-
legt að sjá þegar þessa útlendu gesti
bar að garði. Stundum var slegið upp
balli í „Salthúsinu“ og dansað lengi
nætur við harmóníkuspil Ara Einars-
sonar o.fl.
En svo hvarf síldin og skipin með,
og eftir verða minningabrot um horf-
ið mannlíf í Kálfshamarsvík.
Strandaljöllin voru að hverfa í sól-
armistri vestan Flóans, þegar við Pét-
ur settumst inn í bílinn. Bóndinn á
Saurum var horfinn inn í bæ sinn og
útlendu túristarnir farnir að grilla
krækling í skjólsælum hvammi,
sunnan víkurinnar. raíSfe
Lítil viðbót
I 1.-5. tbl. birtust greinar síra
Ágústs frá Möðruvöllum, um
foðurfrænku hans, síra Steinunni
Jóhannesdóttur lækni og kristni-
boða í Kína. Þessi mynd af síra
Steinunni varð viðskila við mynd-
irnar í 5. greininni og er því birt nú.
Hún var tekin á Akranesi 1950, er
síra Steinunn kom öðru sinni til
heimalandsins, í 72 ára veru í
Ameríku og Kína.
Síra Steinunn Jóhannesdóttir,
áttrœð.
góðu kunn, fyrir þær ijölmörgu
framhaldssögur, sem hún hefur skrif-
að í blaðið.
Það er í rauninni dramatískt ástand
sem fylgir því að rölta um eyði-
byggðina í Kálfshamarsvík á þessum
sumardegi fyrir fjórtán árum, en Pét-
ur heldur frásögninni áfram:
„Hér hefur sjálfsagt verið gott
mannlíf, en erfitt, eins og víða var á
Heima er bezt 267