Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 6
seinni. Þá var pabbi í námi í Kaupmannahöfn og kynntist
móður minni þar. Þau fluttu síðan hingað til lands 1945
og ég fæddist 1947, var aðeins nokkurra mánaða er ég
kom til þeirra.
Á þessum tíma var mjög erfitt að fá húsnæði í Reykja-
vík en foreldrar mínir fengu keyptan bragga í Herskála-
kampi við Suðurlandsbrautina og þar bjuggum við fyrstu
árin, eftir að þau höfðu innréttað hann á einkar smekkleg-
an hátt. Síðan byggðu þau hús á Austurbrún 35, í Klepps-
holti, og þar var ég alinn upp frá níu ára aldri. Fram að
þeim tíma vorum við í bragganum.
Það var gott að alast upp í Reykjavík á þessum tíma. Ég
fékk mjög ástríkt uppeldi, en strangt, enda veitti ekki af,
því að ég var mjög uppátektarsamur í æsku. Það er stund-
um sagt að þeir sem eru baldnir í uppvextinum verði oft
lögregluþjónar eða kennarar síðar á ævinni. Það sannað-
ist á mér.
Faðir minn var kennari og skóla-
stjóri, fyrst við Gagnfræðaskóla
Vesturbæjar en endaði sinn feril við
Laugarlækjaskóla. Eflaust hefur
mitt val á framtíðarstarfi litast af
því að pabbi var kennari.
Á sumrin vorum við mamma oft í
Danmörku. Þá fórum við bara tvö
og dvöldum þar sumarfríið. Svo
fórum við líka oft á sumrin í sveit-
ina, í Tungunes í Svínavatnshreppi.
Þar bjuggu ættingjar mínir og ég
var þar oft í sveit og eins í Þverár-
dal í Bólstaðarhlíðarhreppi, þar
sem ég átti frændfólk líka. Ég var
stundum fyrri hluta sumars í
Tungunesi en síðari hlutann í Þver-
árdal. Ég kunni afar vel við sveitina
og á margar góðar minningar það-
an. Það var gaman í sveitinni, ekki
síst fyrir stráka á þessum aldri, en
líka margt að varast. En ég hef
alltaf verið mikið fyrir dýr, alls kon-
ar dýr og þau hændust einnig að
mér.
Ég man vel eftir því að einu sinni
komum við í Tungunes. Þá var ég
að fara þangað ásamt pabba og
mömmu og svo var eitthvað fleira
fólk, sem hafði ekið okkur frá
Blönduósi. Og þar sem ég sótti
strax í dýrin fór ég eitthvað að gant-
ast við heimalninginn, sem var hrút-
ur og orðinn mannýgur. Þessi leikur
okkar endaði þannig að ég hljóp á
undan honum langt niður á tún og
þar upp á heysæti, en hrúturinn stóð
fyrir neðan og varnaði því að ég
kæmist til baka. Ég var búinn að at-
Örlagadísirnar, Sigríður, Rigmor og
Dagný, þá hálfgengin með Magnús.
Með foreldrum sínum í Herskála-
kampinum.
Brúðkaupsmynd, Magnús og Elín.
246 Heima er bezt