Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 21
Aldrei fœ ég nógsamlega þakkað fyrir þau forrétt- indi að fá að alast upp í sveit, að ekki sé mi talað um það ástríki sem ég naut sem barn og ung- lingur og raunar alla lífs- tíð, þeirra, sem ástríkið veittu mér af svo heitu hjarta umhyggju og alúð- ar. Allt hjálpaðist að til að gjöra lífið að einu allsherjar ævin- týri, þar sem margt kom til og ekki hvað sízt áttu dýrin á bænum heima, sinn ríka þátt þar. Misjafnt var þó dálæti mitt á þeim, þar sem hundarnir skipuðu án efa hásætið, en kýrnar máski hvað síztar og þótti mér þó fátt betra en spenvolg mjólkin. Ég oft setið hjá tjóðruðum smákálfum tímunum saman, svona í þeirri ein- lægu trú að ég væri þeim til nokkurr- ar skemmtunar í einsemdinni í tún- fætinum. En svo urðu þeir heppnustu að stórum, klunnalegum kúm, sem ég hélt mig við að væru heimskustu húsdýrin, þó slíkt segði ég aldrei í á- heyrn móður minnar. Ég man að ég hafði orð á þessu gáfnafari kúnna við Jens vin minn og hálfgerðan uppeld- isbróður, sem var 10 árum eldri en ég og átti traust mitt allt og brást því aldrei. Ég bar saman kýr og kindur, kindurnar forðuðu sér til fjalla til að fá notið frelsis sumarlangt og létu ekki ná sér aftur íýrr en að full- keyptu, en kýrnar yndu ófrelsinu svo vel að þær kæmu annað hvort heim að kvöldi eða þá að þær væri of- urauðvelt að finna. Jens sagði þetta einmitt vera gáfumerki, þær fyndu það á júgrum sér að ekki dygði ann- að en skila sér heim í mjaltirnar ef ekki ætti illa að fara. Ég tók þetta eins og allt sem Jens sagði, gott og gilt en vildi ekki ræða málið frekar. Mér þótti barnungum, sauðburður- Minninga- myndir af húsdýrum hefi stundum hallast að því að mér hafi þótt leiðinlegt að reka þær og sækja, en sannleikurinn þó sá, að margar voru þær ferðir hinar ánægju- legustu, bæði í annarra samfylgd og einnig þegar ég var einn, enda sveim- hugi mikill, sem gjarnan talaði við sjálfan sig einn á göngu og það all- langt fram eftir árum. Móðir mín lagði mikla áherzlu á það við mig að mér bæri að meta kýrnar að miklum makleikum, vegna afurða þeirra en ekki síður hversu rólyndar og gæf- lyndar þær væru, ef vel væri að þeim látið og farið. Henni þótti einstaklega vænt um kýrnar sínar og sýndi þeim umhyggju mikla, gaf þeim oftlega aukatuggu á veturna og bar á vorin til þeirra grængresi áður en kominn var þó tími fyrir útiveru þeirra í hög- unum góðu inn undir Grænafelli. Mér þótti vænt um kálfana og gat inn yndislegur tími, enda ekki hár í loftinu þegar ég var farinn að þekkja velflestar ærnar heima og alveg hik- laust frá annarra manna ám. Allt kom þetta auðvitað heim og saman: vorið, fuglarnir, gróandinn og sól- skinið, sem mér þóttu hreinlega eiga að vera sjálfsagðir fylginautar sauð- burðarins, sem mér fannst alltaf skipa öndvegið í þessu öllu saman. Mér fannst kindurnar yndislegar, ekki sízt lömbin, sem mér þóttu hreint unaðslegar verur og ekki má gleyma öllum heimaalningunum okkar, sem urðu miklir vinir mínir og mér kærir. Ég man aðeins vel eftir tveim hest- um í bernsku minni, Ref sem ég kall- aði alltaf Rebba gamla og svo Skjóna. Neista man ég svo miklu síð- ur, en það var glæsilegur gæðingur, sem Herúlfur, bróðir pabba, átti, en hann var styggur og þótti ekki barna- Heima er bezt 261

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.