Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 9
Magnús með séra Agústi Sigurðssyni og Guðrúnu konu
hans, í 70 ára afmœli Fœreyska prestsins í Kaupmanna-
höfn.
Brúðhjónin Eydís og Máni með prestinum, séra Ólafi
Hallgrímssyni.
við kynntumst og svo var Ella í sínu námi í Englandi á
veturna og ég hér heima.
Eftir að Ella var búin með sitt nám og ég með stúdents-
prófið ákváðum við að fara til Húsavíkur og fara að
kenna. Eg kenndi við Barnaskóla Húsavíkur í níu ár, frá
1969-1977 og konan mín við gagnfræðaskólann.
Það var mjög gott að eiga heima í Húsavík. A þessum
árum var uppgangur í bænum. Atvinnulífið stóð með
blóma og fólkinu ljölgaði hægt og bítandi. Þá var þar ó-
venju mikið menningarlíf miðað við ekki stærra bæjarfé-
lag. Leiklistin blómstraði, enda stóð hún á gömlum merg,
og einnig var mikið tónlistarlif í bænum svo að nokkuð
sé nefnt. Að öðrum ólöstuðum var Sigurður Hallmarsson
skólastjóri, mikil driftjöður í menningarlífinu á staðnum
á þessum tíma og síðar.
Við Ella giftum okkur 12. apríl 1969 og hún hefur þol-
að mig síðan.
Við eigum tvö börn, tvíbura, fædda 31. mars 1973. Þau
heita Oskar og Eydís. Oskar er bifvélavirki í Reykjavík
og vinnur hjá Ræsi. Kona hans er Þórdís Sigurðardóttir
og eiga þau tvö börn: Guðnrund Skorra og Dóru Val-
gerði.
Eydís er stúdent frá Máladeild Fjölbrautarskóla Norð-
urlands vestra á Sauðárkróki og búfræðingur frá Hólum.
Hennar maður er Máni Gunnarsson bóndi, en þau reka
sauðljárbú fyrir Ingvar Karlsson heildsala í Miðdal, hér í
Skagafirði. Þau eiga einn dreng, sem heitir Magnús
Gunnar.
Það er mjög skemmtilegt að eiga tvíbura. Þegar börnin
fæddust þá vorum við á Húsavík. Eg var ekki viðstaddur
fæðinguna enda var ekki svo mikið um það á þeim tíma
að feðurnir væru viðstaddir. Síðan hringdi læknirinn og
sagði mér að börnin væru tvö og ég hélt svei mér þá að
hann væri eitthvað að stríða mér. Við höfðum ekki hug-
mynd um að Ella gengi með tvíbura og þegar læknirinn,
Gísli Auðunsson, sem ég þekkti vel, hringdi, var klukkan
alveg að verða tólf á miðnætti. Mér datt helst í hug að
hann væri að taka forskot á aprílgabbið.
Kennarinn og bóndinn
Það var svo 1978 sem við hjónin ákváðum að flytja í
sveitina og keyptum þá Sölvanes í Lýtingsstaðahreppi í
Skagafirði. Þá fórum við bæði að kenna við Steinsstaða-
skóla. Þar var ég til 1994 en færði mig þá yfir í Varma-
hlíðarskóla, sem er íjölmennari skóli með einum árgangi
í hverjum af ljórum efstu bekkjunum. Ég var orðinn dá-
lítið þreyttur á samkennslunni sem iðulega fylgir fámenn-
um skólum. Núna kenni ég eingöngu dönsku og samfé-
lagsgreinar. Ella var hins vegar í Steinsstaðaskóla þar til
hún gerðis oddviti hér 1987, en hún var í því starfi í 11
ár, eða þangað til hrepparnir voru sameinaðir 1998. Hún
hefur nú eftir það kennt þrjú ár í Steinsstaðaskóla og eitt í
Varmahlíð. Það er búið að leggja niður Steinsstaðaskóla
og öll börnin úr gamla Lýtingsstaðarhreppnum sækja nú
skóla í Varmahlíð. Skólastjóri þar er Páll Dagbjartsson,
en hann er búinn að vera það langleiðina síðan að hrepp-
arnir í Skagafirði sameinuðust um skólann.
Varmahlíðarskóli er mjög góður vinnustaður. Ég tel að
þar ríki jákvæður agi og yfirstjórn skólans og skipulag er
með ágætum að mínu mati. Þar ber hver ábyrgð á sínu
sviði og starfsandinn er mjög góður. Við höfum líka verið
mjög dugleg að kynna okkur skólahald annars staðar og
höfum t. d. farið í skólaheimsóknir til Sviþjóðar, Dan-
merkur, Skotlands og Ítalíu.
Það hafði lengi blundað í mér að vera bóndi og konan
lét það eftir mér. Ég er mjög ánægður hér í Sölvanesi og
við sjáum ekki eftir þeirri ákvörðun að koma hingað.
Fyrst vorum við, tjölskyldan, hér með fé og hross til
kjötframleiðslu, geldneyti og sumardvalarbörn. Siðan
Heima er bezt 249