Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 15
Hvers slags þjóðfélag er þetta eiginlega? Anna Fr. Kristjánsdóttir: Það var á miðvikudaginn sem égfór að hugsa um þjóðfé- lagsgerð íslendinga fyrir alvöru. Eiginlega alveg óvart, en niðurstaðan varð eins konar staðfesting á því að ég vœri eldri en ég hélt að ég vœri. Dagurinn byrjaði samt svo vel. Sólin skein og var í voða góðu skapi, himinninn þar afleiðandi heiður, það var ör- lítil gola og þess vegna loftið svo tœrt og hreint og unaðs- legt að anda því að sér. Jafnvel héma í Reykjavík. Ég ákvað að fara í Smáralindina. Tók strætó uppí Mjódd því ég hafði heyrt að þaðan kæmist maður í stóra húsið í Kópavoginum. Ég kom auga á strætó númer 16 og ákvað að spyrja bílstjórann til vegar. „Veistu hvaða vagn fer í Smára- lindina,“ spurði ég unga bílstjórann kurteislega. Hann hægði á sér í tyggjó-tigginu og sagði vinalega: „Getur komið með mér. Fer tuttugu og tjórar, kem hálf í heilann í Smára- lindina.“ Ég hoppaði upp í vagninn þótt ég væri ekki alveg með á þessari tíma- setningu. Ég sá Smáralindina langar leiðir, húsið er svo gríðarlega stórt. Ég gleymdi mér aðeins við þessa sjón og brá við þegar ungi bílstjórinn kall- aði: „Ut hér, sem ætl' í Smáralind," og um leið skyrpti hann tyggjóinu út um gluggann vinstra megin við sig. Ég fór út úr vagninum á hæla ungri konu. Hún var klædd í gallabuxur og trjónuskó, sem hún þó gekk á af miklu öryggi. Ég horfði vandræða- lega á götuna sem lá á milli mín og Smáralindar, að mig minnir fjórar akreinar, tvær í hvora átt, engin gang- braut sjáanleg. Ég var harðákveðin í að komast inn í stóra húsið en ennþá ákveðnari í að láta þessi drápstæki á 80 km hraða ekki slétta mig út eins og Tomma og Jenna þegar mest gengur á í slagsmálum rnilli þeirra. Ég leit til hliðar og sá ungu konuna á trjónuskónum ganga ákveðið í áttina að skilti sem á stóð „Undirgöng“. Guð blessi Vegagerðina. Um þessi göng var örugg leið í Smáralindina. Ég setti vel á mig öll vegsummerki til að komast sömu leið til baka því ég ætlaði í ELKO á eftir til að kaupa síma. Inn um hringdyr fór ég, þær svo stórar að hálfur Kópavogur hefði komist þar inn á svipstundu. Ég vildi komast upp á aðra hæð því þar vissi ég af kaffihúsi svo ágætu. Ég hafði aðeins einu sinni áður komið í stóra húsið en þá var ég með Siguijónu vinkonu minni, hún var náttúrulega á bíl og þaulvön öllu í þessu húsi og lóðsaði mig um allt og þess vegna vissi ég um þetta kaffihús. Þegar ég kom upp stigann tók ég eftir barna- fatabúð og snaraði mér þar inn. Ég hafði lengi trassað að kaupa gjafir handa tvíburunum hans Sverris frænda míns og ákvað að úr því skyldi bætt hér og nú. Verslunin gekk ágætlega og áfram hélt ég að kafifi- húsinu. Það er svo stórt að ómögulegt er að fara framhjá því jafnvel þótt maður væri hálfblindur. Það er samt ekki hægt að tala um innandyra eða utandyra á þessu kaffihúsi, það er veggjalaust í að minnsta kosti tvo enda og svo er pallur eða hálfþartinn skans, fyrir þá sem reykja. Á þessu á- gæta kaffihúsi getur maður keypt pönnukökur fylltar með ótrúlegu góðgæti, skonsutertu eins og þær gerðust í fermingunum í gamla daga, kleinur og allavega tertur, voða þjóð- legt allt. Auðvitað er hægt að kaupa beyglur og hitt og annað ættað ffá út- löndum og það er nú bara fínt mál. Fyrir framan mig í biðröðinni stóðu tvær konur og keyptu sér kaffi og sætabrauð. „Saman eðí sittoru?“ spurði af- greiðsludaman og brosti Hollywood brosi. „Sittoru,“ svaraði önnur konan af bragði. Þetta myndi vera færeyska - hugs- aði ég spekingslega, því ég hef aldrei skilið nema eitt og eitt orð í því tungumáli og svo illa hefúr viljað til að þau orð hafa þýtt allt annað en ég hef haldið. Ég keypti mér te og beyglu, bað um öskubakka og settist ánægð við borð upp á skansinum. Það kom ofúrlítil dagsbirta inn á skansinn og útsýnið var mikið. Ég fór að lesa á skiltin sem gnæfðu hátt yfir höfði fólks sem gekk um ahnenning- inn. Á veggnum til hliðar við mig stóð CAFÉADESSO í einu orði. Þá Heima er bezt 255

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.