Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 17
jörðinni, náttúrunni. Fólk heilsaði
með handabandi, sumir með kossi -
og fólk kvaddi á sama hátt. Og svo
hafði fólk tíma. Tíma til að taka eftir
því sem fram fór í kringum það, tíma
til að sinna öðrum en sjálfu sér.
í dag hefur enginn tíma nema rétt
fyrir sjálfan sig og tæpast það. I dag
er fólk svo upptekið af eigin lífi að
það veit varla hvaða dagur er. Og hef-
ur alls ekki tíma til að segja heilt orð.
Bráðum verður íslenska eins og
danska, fyrri partur orðsins étinn og
seinni partinum sleppt eða við not-
umst bara við SMS. Þögull sam-
skiptamáti og ódýr.
Þegar hér var komið í hugleiðing-
um mínum á kaffihúsinu CAFÉA-
DESSO var ég búin að reykja tvær sí-
garettur og tebollinn tómur. Það var
kominn tími til að fara í ELKO til að
kaupa síma. Flvað ætlaði ég annars að
gera með þennan síma? Á mínu
heimili eru til þrír farsímar, internet
og heimilissími. Það er bara það með
þennan heimilissíma að honum fylgir
bara eitt símtól og batteríið er hálf-
ónýtt. Það skilur því hver einasti nú-
tímamaður að við svo búið mátti ekki
standa. Ég var gjörsamlega stopp í
mínu lífi ef ég keypti mér ekki nýjan
heimilissíma með góðum batteríum
og tveimur símtækjum svo annað
gæti alltaf verið í hleðslu. Manneskja
með tómt batterí getur tapað af sím-
tali. Ég sá fyrir mér símann á æsku-
heimili mínu, hann var svartur, hékk
uppi á vegg í ganginum, hringingin;
ein löng. Ekkert vesen því þetta var
íjölnotasími, allir í hreppnum gátu
hlustað. Nú getur bara löggan hlust-
að. En það væri samt rnikil tilbreyt-
ing ef ég gæti t.d. hlustað á öll símtöl
í hverfinu mínu, ætli mér myndi þá
ekki bara duga einn sími heima hjá
mér.
Ég komst ekki sömu leið til baka út
úr stóra húsinu í Kópavogi. Flafnaði á
bílastæði, þar var lífshættulegt að fara
um fyrir gangandi fólk. Bílar komu
æðandi úr öllum áttum, ég stóð á
ferköntuðum götusteini, sem var 15
sm á hvern kant. Að lokum hætti ég
lífi mínu og skaust yfir bílaplanið og
kom að vörmu spori að umferðargöt-
unni þar sem strætó hafði stoppað -
en gat ekki fundið undirgöngin,
ijandinn hafi Vegagerðina, gátu þeir
ekki merkt þetta almennilega. Að
lokum kom ég auga á ljósastýrð
gatnamót, gekk þangað og ýtti á
takka til að fá græna kallinn til að
brosa við mér. Þegar hann birtist
hljóp ég eins og fætur toguðu yfir
götuna, báðar akreinar, bara svo ég
yrði ekki flött út eins og Tommi og
Jenni. Eftir þetta var leiðin greið í
ELKO, ég fékk langþráðan síma,
hringdi á leigubil og yfirgaf Kópa-
Á léttu nótunum...
Keflvíkingur, Reykvíkingur og Hafnfirðingur eru að
ráðgera gönguferð í eyðimörkinni.
Reykvikingurinn segir:
„Ég ætla að taka með mér sólhlíf, til þess að hlífa mér
þegar það verður of heitt.“
Keflvíkingurinn segir:
„Ég ætla að taka með mér sólgleraugu. Sólin þarna get-
ur svo sannarlega skaðað i manni augun.“
En Hafnfirðingurinn segir ekkert.
Svo þegar þeir eru að hefja ferðina daginn eftir, þá reka
Reykvíkingurinn og Keflvíkingurinn upp stór augu þegar
þeir sjá Hafnfirðinginn félaga sinn.
„Hvað er nú þetta, sem þú ert með,“ hrópa þeir upp yfir
sig.
„Það er bílhurð," svarar hann. „Nú get ég skrúfað niður
rúðuna þegar það verður of heitt...“
Hópur vinkvenna voru á ferðalagi þegar þær komu
auga á fimm hæða hótel með skilti utan á þar sem stóð
skrifað:
„Aðeins fyrir konur!“
Þar sem kærastar þeirra eða eiginmenn voru ekki með í
för, þá ákváðu þær að fara inn á hótelið og litast um.
Dyravörðurinn, sem var afar aðlaðandi gæi, útskýrir fyrir
þeim hvernig málum er háttað innan hótelsins.
„Hótelið er á 5 hæðum. Farið upp á hverja hæð fyrir sig
og þegar þið hafið fundið það sem þið leitið að, þá skulið
þið dvelja þar. Það er auðvelt að taka ákvörðun urn hvar
sé best að vera því á hverri hæð er skilti sem segir til um
hvað þar sé að finna.“
Konurnar leggja af stað upp og á fyrstu hæðinni er
skilti, sem á stendur:
„Allir karlmennirnir á þessari hæð eru lágvaxnir og
venjulegir.“
Þær hlæja við og halda viðstöðulaust upp á næstu hæð.
Þar er skilti sem á stendur:
„Allir karlmennirnir hér eru lágvaxnir og fallegir.“
En samt, það er ekki nógu gott, svo vinkonurnar halda
áfram upp.
Þær koma á þriðju hæðina og þar stendur á skilti:
„Allir karlmennirnir hér eru hávaxnir og venjulegir."
Ekki finnst þeim þó nóg að gert enn og þar sem þær
vita að það eru tvær hæðir eftir, þá halda þær áfram upp.
Á ljórðu hæðinni er loksins hið fullkomna skilti:
„Allir karlmennirnir hér eru hávaxnir og fallegir.“
Konurnar verða allar rnjög spenntar en þegar þær koma
inn á hæðina þá uppgötva þær að þar er að finna enn eina
hæðina. Til þess að komast að því af hverju þær gætu ver-
ið að missa þá ákveða þær að halda áfram upp á 5 hæð-
ina. Þar verður fyrir þeim skilti sem á stendur:
„Þessi hæð var einungis byggð til þess að sanna að það
er ómögulegt að gera konum til hæfis.“
Heimaerbezt 257