Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 40

Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 40
 A Brúarjökli ÁKALL Heyr vorar bœnir öræfaandi óspilltra fjalla. Gef þú oss mátt til að geyma þinn fjársjóð um grundir og hjalla. Laufgaðir bakkar, lágvaxinn gróður, lindir sem kliða, burkni í skoru og blóm í lautu biðja sér griða. Hákon Aðalsteinsson. Hugmyndin um gönguferð um þær slóðir hálendis Austur- lands sem valdamenn höfðu á- kveðið að drekkja, kom upp vorið 2003 líklega í maí. Þá höfðu þeir hunsað ítrekuð mótmæli þúsunda á götum Reykjavíkur, dómkirkjuprestur hafnað húsnæði fyrir bænastund fyrir hálendinu að lokinni mótmælagöngu og biskup neitað hálendis- messu í Hallgrímskirkju. Forystumenn og hug- myndafræðingar ferðarinn- ar voru Ásta Arnardóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir, vanir leiðsögumenn til fjalla. Undirtektir voru strax svo góðar að ákveðn- ar voru 2 ferðir. Brottfarar- dagar frá Egilsstöðum voru 22. júlí og 1 f. ágúst. Þangað fóru menn á eigin Siguröur Flosason: vegum hvort sem þeir fóru á eigin bíl- um eða með flugi. Ég komst í fyrri ferðina og fór á eigin bíl austur. Ferðafélagi minn og tjaldfélagi alla ferðina, var Sigvarður Ari Huldarsson. Við lögðum af stað um hádegisbil á laugardegi 19. júlí og tjölduðum í Skaftafelli um kvöldið. Daginn eftir var haldið til Egilsstaða um Öxi, en með viðkomu í Hamra- borg í Berufirði, sem er nokkur krók- ur. Þar kynntumst við hrafni, sem hafði verið tekinn sem ungi úr hreiðri snemma í vor og alinn upp í Hamra- borg. Hann virtist mjög aðgangsharð- ur þegar hann var svangur og bankaði þá í gluggann og heimtaði mat. Við tjölduðum til tveggja nátta á tjald- stæðinu á Egilsstöðum, þar sem ferðin þaðan átti ekki að heijast fyrr en á þriðjudagsmorgunn. Gafst þar góður tími til að kanna búnaðinn til 6 daga tjaldferðar. Mánudaginn notuðum við til ferðar í Snæfellsskála og af Sauðahnjúkum þar skammt frá gátum við virt fyrir okkur í ijarlægð svæðið sem við ætl- uðum að ganga um handan Jöklu. Einnig blasti við okkur svæðið sem á korti er kallað Vesturöræfi, en er al- grænt yfir að líta og mun ekki annað jafnstórt algróið land finnast á öllu hálendinu í þessari hæð, sem mun vera 500-700 m. yfir sjó. Hluti þessa græna svæðis mun fara undir Hálslón og sumir óttast uppblástur á þeirn hluta þess sem ekki er ráðgert að fari ákaf. Um kvöldið fórum við Sigvarður út á flugvöll að taka á móti franskri stúlku sem ætlaði með í gönguferðina. Á þriðjudagsmorgun var ráðgert að leggja af stað eftir komu fyrstu áætlunarflugvélarinnar frá Reykja- vík. Var hún komin um níuleytið og eftir að hafa sótt nokkra ferðafélaga út 280 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.