Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 16
vissi ég það. Þetta myndi vera nafnið
á kaffihúsinu. Beint á móti mér stóð
ENERGA, þar til hliðar SUBWAY og
síðan BabySam. Eg leit í hina áttina,
þar stóð BURGER KING, PIZZA
HUT, FRIDAY'S.
Eg fór að efast um að ég væri yfir-
leitt á íslandi, hvergi var íslenskt heiti
að sjá. Mér varð litið á pokann sem
ég fékk í barnafatabúðinni, EXIT
stóð á honurn. Sú búð hlyti að eiga að
heita Neyðarútgangur. Eg fór að
hugsa um hvort ég ætti ekki að skila
fötunum tvíburanna, ég gat varla
verðið þekkt fyrir að gefa börnum föt
sem keypt væru í Neyðarútgangi.
Bara of hallærislegt.
Og þá fór ég alveg ó-
vart að hugsa um fær-
eyskuna. Saman eðí
sittoru. Það var
spuming hvort þetta
var ekki bara illa töl-
uð íslenska. Ef til
vill hafði afgreiðslu-
stúlkan ætlað að
segja: „Viljið þið
borga þetta saman
eða sitt í hvoru
lagi?“ Líklega
hafði hún stytt mál
sitt, því það var
mikið að gera og
ekki tími til að
vera með óþarfa
m a s :
Saman eða í sitt hvoru.“ Auðvitað
meinti hún það.
Og konan hafði auðvitað ætlað að
segja: „Sitt í hvoru lagi.“ Bara ekkert
verið að eyða tíma í „lagi,“ enda nóg
að segja:“ Sitt í hvoru,“ - eða er það
ef til vill mglandi?
Fífl gat ég verið að halda að þetta
væri færeyska. Auðvitað hefði ég átt
að fatta þetta strax því ég var löngu
búin að fatta að fréttamenn eru flestir
hættir að segja þ. Og miklu fleiri en
fréttamenn. Fólk segir alveg blákalt
thí í staðinn fyrir því og thetta í stað-
inn fyrir þetta. Og eina stúlku þekki
ég, sem segir alfagerinn í staðinn fyr-
ir afleggjarinn.
„Við verðum í bandi,“ sagði ungur
maður við mig um daginn. Ég hvorki
játaði né neitaði en sá fyrir mér sjálfa
nrig flækta stundum saman í böndum
með ungum manninum. Eða sæi
hann til þess að við yrðum hnýtt sam-
an á fótunum?
Tvær útlenskar stúlkur settust við
næsta borð. Ég sá að þær voru út-
lenskar því þær voru svartar eða svo
til. Þær voru með eina sortina af in-
dælu pönnukökunum, svo Ijómandi
fallegum á litinn að jafnvel hún Anna
Hlíf vinkona mín, átti hér á hættu
skaðræðis samkeppni og þó hefur
hún verði meistari í pönnuköku-
bakstri í tugi ára. Dökku stúlkurnar
tóku tal saman um leið og þær skófl-
uðu upp í sig pönnsunum.
„Vallakomoanbriggen,“
sagði önnur með á-
herslu og dró ný-
k e y p t a r
snyrti-
vör-
ur upp úr poka með fallegum mynd-
um.
„Jaggenperualdarbriggen,“ sagði
hin og kinkaði kolli. Síðan þögðu þær
smástund.
„Business, whisky and bear,“ sagði
þá önnur.
„Of cours, blajakokoosumbatio,“
svaraði hin. Ég var nokkum veginn
viss unr að þær töluðu útlensku en
ekki illa mælta íslensku. Afgreiðslu-
stúlkan með Hollywoodbrosið sveif
framhjá borðinu mínu og greip með
snilldarhandbragði diskinn sem
beyglan mín hafði verið á.
„Viltetthvamer,“ spurði hún elsku-
lega. Ég hristi höfuðið og brosti, vissi
eiginlega ekki hvort það væri nógu
heimsborgaralegt að segja: „Nei,
þakka þér fyrir.“ Var samt hreykin
með sjálffi mér fyrir að skilja að hún
meinti: „Viltu eitthvað meira?“
Sem ég sat þarna í rólegheitum fór
ég að velta því fyrir mér hvað hefði
orðið af þjóðfélagsgerðinni sem ég er
alin upp í. Þegar allir töluðu íslensku,
þegar búðimar hétu íslenskum nöfn-
um, þegar að maður þurfti ekki leið-
sögumann í stórum húsurn í Kópa-
vogi. I þá daga hjálpaði fólk hvort
öðru. í sveitinni minni fór fólk í
Kaupfélagið, þar var ekki sérstaklega
mikið úrval af vörum, en allir lifðu af
og flestir fengu nóg að borða. Ef
heimilisfólkið lagðist allt í flensu á
einum bæ kom bara nágranninn og
sinnti skepnunum og eldaði mat.
Enginn bað hann að koma - hann
bara kom. Þegar faðir minn veiktist
og var á sjúkrahúsi heilt sumar, komu
bændurnir í hreppnum og heyjuðu,
enginn bað þá, þeir bara komu. Fáir
kvörtuðu, undu glaðir við sitt, stund-
um komu pólitíkusar í vísitasíu rétt
fyrir kosningar, skemmtu sér með
fólkinu í sveitinni og ultu ef til vill
blindfúllir út í á. Slík atvik voru ekki
á vörum fólks í margar vikur, atburð-
urinn varla nefndur því fólk bar virð-
ingu fyrir stjórnmálamönnum hvar í
flokki sem þeir stóðu. Og það getur
auðvitað komið fyrir besta fólk að
velta út í á.
Og fólk bar virðingu fyrir landinu,
256 Heima er bezt