Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2004, Síða 23

Heima er bezt - 01.06.2004, Síða 23
En það leið ekki á löngu þar til Leó hvarf fyrir fullt og allt og síðar sagði bóndinn í Areyjum, sem eru fyrir íjarðarbotninum heima, að hann hefði séð hund sem eftir lýsingu að dæma var Leó, taka strikið upp fjall- ið Areyjatind og hverfa þar uppi sjónum hans. Sagðist hann hafa undrast þetta mjög og aldrei sá hann hundinn koma til baka og hélt helzt að þarna hefði verið hundur úr Skrið- dal, en dagsetning og lýsing fóru vart á milli mála um, að þarna hefði Leó okkar verið í trúlega sinni hinztu fjallgöngu. Faðir minn lét spyrjast fyrir um Leó uppi í Skriðdal og á Völlum, en án alls árangurs. Leó var sárt tregað- ur og ég var lengi harmþrunginn og sárast þótti okkur að vita ekkert um afdrif hans, ímyndandi okkur að hann hefði í skelfingu sinni lent í sjáltbeldu og orðið hungurmorða eða hrapað í bröttum klettum Areyjatindsins eða - eða. Hann var orðinn býsna þungur á sér og því undarlegri þótti okkur sagan um ferðina hans upp snarbratt fjallið, en skelfingin verið svo mikil að hún hefur rekið hann áfram. Mig dreymdi hann nokkrum sinnum og alltaf þannig að hann var kominn aftur og lagði lappirnar á axlir mér og ég faðmaði hann að mér allshugar feg- inn að hafa heimt hann aftur, en því meiri voru vonbrigðin þegar ég vakn- aði. Leó minn, þessi góði og trúfasti fé- lagi á blíðum bernskuárum, skildi því eftir sig ljúfsára minningu og sársaukinn enn til staðar innst inni að hafa ekki vitað örlög hans, aðeins óttinn til staðar um að þau hafi öm- urleg orðið. Það er undarlega margt sem rifjast upp þegar rýnt er inn í húmskugga hugans og einkennilegt hve dýrin koma þar mikið við sögu og eru mér minnisstæð í raun. Ég vona bara að mér sé óhætt að telja þetta sjálfum mér til nokkurra tekna, svo hugstæð- ir sem þessir ferfætlingar eru mér á kyrrðarstundum. Og mundi nóg mal- að að sinni. Þetta er stærsti vörubíll heims - og þar með án efa stærsti trukkur allra tima - gerð T 282B frá banda- ríska fyrirtækinu Liebherr. Stærð ferlíkisins má á myndinni miða við hönnuð þess, Francis Bartley, sem stendur á „stjórnpallinum“. Kaup- endur og notendur þessara bíla eru námafyrirtæki í ýmsum heimsálfum, sem flytja á þeim afurðir frá kola-, kopar, járn og gullnámum. Liebherr-trukkurinn kostar á heimamarkaði þrjár milljónir Banda- ríkjadala. Hann vegur tómur rúmar 200 lestir og ber 365 lesta farm. Hann kemst ekki eftir neinum þjóð- vegum; bæði eru fæstir nógu breiðir, auk þess sem þeir myndu brotna undan þunganum. Hæðin er 7,4 metrar, lengdin 14,5 m og hjólhafið, milli fram- og afturöxla, er 6,6 m. í bílnum er 3650 hestafla dísilvél sem knýr rafal er sendir riðstraum í tvo rafhreyfla, og knýr sinn hvort aftur- hjólið. Eldri raftrukkar ganga fyrir rakstraumi, en riðstraumurinn nýtist betur. Hámarkshraðinn er 65 km á klukkustund. Skrið- þunginn er óhemjulegur, enda er hemlunin vanda- mál. Með því að beita rafhreyflun- um afturábak fæst allt að 6000 hest- afla stöðvunarorka. Ef það hrekkur ekki til er gripið til neyðarhemla, sem eru eins og bremsurnar á venju- legum bílum nema öflugri. Þeir eiga til að ofhitna og eyðileggjast undir álagi. Sem betur fer er ekki mikil um- ferð í kringum svona bíla. Þegar ver- ið var að prófa einn þeirra í námu, rúllaði hann fyrir mistök yfir tengi- vagn og flatti hann út eins og skor- kvikindi sem stigið er á. Ökumaður trukksins varð ekki var við neitt. Það eru náttúrlega ókjör af lofti í hjólbörðum svona farartækis. Yfir- leitt lekur hægt úr sprungnu dekki, en ef hvellspringur gæti loftgusan hæglega stórskemmt nálæga bíla og orðið manni að bana, þótt engin banaslys hafi orðið í umferð þessara trukka. Build it big. New Scientist 19. júní 2004. Örnólfur Thorlacius Heima er bezt 263

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.