Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 42
víð og dreif um jökulinn og sumstaðar
voru stórir svelgir í sprungunum, þar
sem yfirborðsvatn rann niður í, en
hvergi sást til botns. Sýnilega betra að
hafa bjart á þessum slóðum. Eftir lið-
lega 12 tíma göngu og líklega um 25
km. náðum við niður í Kringilsárrana
og var tjaldað þar til tveggja nátta við
tjörn með grasteygingum í kring og
tæran fjallalæk í 20 til 30 metra fjar-
lægð. Að loknum kvöldverði skriðu
flestir fljótlega í pokana eftir erfiðan
dag.
Nokkuð var liðið á morgun þegar
lagt var upp daginn eftir. Bakpokamir
Gljúfrabúinn, Stóraflúð í baksýn.
„Rauðuskál“ þar sem Jökla rennur
milli úthallandi klettaveggja úr rauðu
og appelsínugulu bergi. Að er við
„Stóru flúð“, þar sem klettakambur
næstum stíflar ána, en hún ólmast
framhjá honum í mjög þröngum far-
vegi og fer stundum með boðaföllum
yfir kambinn. Afram er haldið með
Sauðafellsöldu á hægri hönd og upp
með Kringilsá og áð við Töfrafoss.
Nafngiftin mun vera Friðriks Stefáns-
sonar hreindýraeftirlitsmanns, sem
var hér á ferð með Helga Valtýssyni
rithöfundi árið 1939, og stenst alveg
skoðun. í hlíðinni innan við fossinn
fundum við hvíta hæla, sem munu
eiga að merkja flóðmörk Hálslóns.
Samkvæmt því á fossinn að fara í kaf,
sem sagt enn einn paradísarmissir
ferðamanna. Hvers eigum við ferða-
langar að gjalda? Rétt ofan við
Töfrafoss var hreindýrahópur handan
Kringilsár og við ána styggðist upp
gæsahópur í sárum og lagði til sunds
yfir ólgandi strauminn. Vorum við að
verða efins um að þær síðustu næðu
landi hinumegin áður en þær lentu í
fossinum, en þeim tókst það.
Skömmu síðar stóð eitt hreindýr upp
á hæð skammt frá okkur og virtist
ekki vera styggt.
Síðdegis fór að rigna en skipti skúr-
um. Þorláksmýrar voru fýrirhugaður
náttstaður en nokkru áður en þangað
var komið var ákveðið að tjalda á
Hópurinn í Kringilsárrana, Snœfell í baksýn.
grasi við tæran fjallalæk og tókst það
á milli skúra.
Að morgni var komið gott veður og
nú var lagt upp í lengstu dagleið ferð-
arinnar. Gengið var að Brúarjökli og
yfir hann til að komast fyrir upptök
Kringilsár, sem er allstaðar óvæð á
þessum árstíma. Við jökulsporðinn
var mikill aur og leðja og var stansað
á urðarkambi til að undirbúa jökul-
gönguna. Margir voru með heimatil-
búna mannbrodda, því gert var ráð
íyrir að jökullinn væri háll. Ég týndi
mínum broddum strax í leðjunni
vegna illa gerðra festinga en það kom
ekki að sök því hálka reyndist lítil á
jöklinum. Jökuljaðarinn var ekki
brattur og jökullinn allur fremur flatur
en vegna þess að hann var nokkuð
sprunginn þurftum við að fara nokkuð
hátt upp til að krækja fyrir sprungu-
svæðin. Sanddrýli stór og smá voru á
voru skildir eftir í tjöldunum svo
menn voru léttir á sér miðað við dag-
inn áður. Nú skyldi gengið um Kring-
ilsárrana og höfðu menn fyrir satt að
aldrei hefði fjölmennari hópur komið
þar áður. Gróðurlitlar jökulurðir voru
næst tjöldunum en gróðurinn fór vax-
andi þegar neðar dró í ranann. Tjarnir
voru þar á víð og dreif og mikið af
heiðagæs í sárum. Tóku gæsahópamir
sprettinn og hlupu út á næstu tjöm,
þar sem þær voru ófleygar. Annars
virtist landslagið þama hafa mótast af
framskriði og hopun jökulsins á liðn-
um öldum. Gengið var að Töfrafossi
og þótti sumum undarlegt hvemig
smáfuglar flugu um í fossúðanum.
Nú dreifðust menn á göngunni um
svæðið, sumir gengu niður að ármót-
um Jöklu og Kringilsár en aðrir að
svokölluðum töðuhraukum sem em
vel grónir jarðvegsgarðar sem jökull-
282 Heimaerbezt