Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2004, Síða 29

Heima er bezt - 01.06.2004, Síða 29
ina í Múla. Bar þá að garði skap- djarfan ofurhuga, Gunnar að nafni, austfirskan að ætt. Hann reið steind- um söðli og hafði öxi rekna um öxl og hafði hjálm á höfði en skjöld á hlið, gylltan. Þegar hann kom í hlað í Múla var hestur hans að þrotum kominn og brá hann þá öxinni í höf- uð hestinum og var hann þegar dauð- ur. Gunnari þótti Eyjólfur vera um of umburðarlyndur varðandi yfirgang Helga á Hjöllum, þegar hann sá nautin í flekknum. Taldi hann það hina mestu skömm að þola slíkan yf- irgang. Gunnar hljóp þá til nautanna, barði og elti út með sjónum, sem gat- an lá og ofan íyrir einstigi það er var við ána. Grímur, sonur Eyjólfs, var úti við að telgja kylfu. Honum hefur þótt gott tækifæri að prófa kylfuna á Hjallanautunum og hjálpa þessum ó- vænta liðsmanni. Þeir Hjallafeðgar voru hreint ekki ánægðir með þessa atburði, að reka nautin þeirra úr heyflekknum í Múla. Þegar kom út í einstigið við ána var þar kominn Þórarinn, sonur Helga á Hjöllum, við fimmtánda mann og ætla þeir að reka nautin til baka. Helgi faðir hans sat á hesti fyrir utan ána og eggjaði þaðan liðið. Gunnar vó Þórarinn og tvo aðra en Grímur vann á einum með hinni nýtelgdu kylfu. Þá kastaði Gunnar steini fyrir brjóst Helga á Hjöllum, svo að hann féll af baki og lömdust bringuspel- irnir. Fór hann við það heim og lá í rekkju. Þeir Gunnar og Grímur unnu þarna sigur. Nánar má lesa um eftirmála í Þorskfirðingasögu. Atburðir við vegagerðina og hulinn ábúðarréttur Eiður B. Thoroddsen var þarna með vinnuflokk sumarið 1986-7, við þessi mannvirki. í samtali í ágúst, segir hann: „Þarna í Múlatúninu lentum við ekki beinlínis í neinum álfum, en Páll Andrésson, bóndi í Múla, sagði okkur að það væri álfabyggð í höfða neðan við fjárhúsið. Þá var það að við ákváðum að fara þarna á svæðið og ganga hreint til verks og segja álf- unum upp ábúðinni í þeim hólum sem lágu í hinni nýju veglínu, neðan við túnið í Múla. Með mánaðar fyrir- vara fórum við þangað og tilkynntum þeim þessa ákvörðun, svo það kæmi ekkert aftan að þeim eða að óvörum. Svo þegar átti að fara að sprengja þarna mánuði seinna eða rúmlega það, þá koma þarna strákar af Ströndum, þeir Jósteinn og menn með honum. Þá kom Páll í Múla til þeirra og sagði þeim að þetta ætti allt eftir að ganga á afturlöppunum hjá þeim, því þama væru bústaðir álf- anna og þeir mættu þakka fyrir að lenda ekki í miklum vandræðum. Jú, þeir fóru að sprengja þarna og svo var það einn morguninn um hálf- sjö leytið, að Kristjana Jónsdóttir frá Skálanesi, ráðskonan okkar, sagði mér að nú væri allt í lagi með að fara að sprengja þarna. Þeir mættu örugg- lega sprengja í dag, því álfarnir væru að flytja. „Hverjir voru að flytja,“ segi ég. „Þeir voru að flytja úr klettunum í morgun, því ég sá þá sigla hér út Þorskaljörðinn á þremur bátum. Þeir voru að flytja út í Eyjar.“ Eg segi þá si svona við Kristjönu: „Og hvað, sástu þá?“ „Já, segir hún, þeir voru með full- fermi á bátunum og nú er allt í lagi að fara að sprengja þarna.“ Eg var ekkert að grennslast fyrir með þetta nánar, hvort hún hafi verið að hughreysta strákana eða hvort þetta var raunveruleg sýn hjá henni. En hvað um það, verkið gekk áfalla- laust hjá okkur. Strákarnir náðu að sprengja niður þær klappir sem voru í veglínunni og vegurinn var lagður þarna með aflíðandi halla niður að ræsinu yfir Múlaána. Þessi aðferð okkar, að segja álfun- um upp búsetu, virtist hafa heppnast vel í þessu tilfelli,“ sagði Eiður. Kristjana Jónsdóttir segirfrá í samtali við Kristjönu lýsir hún þessum atburðum þannig, að hún hafi skynjað tilveru og tilfinningar þessa huldufólks og landvætta að mestu í draumi eða milli svefns og vöku. Hún fann fyrir því hversu nauðugt þeim var það að fara frá þessum stað. Hópurinn var rekinn af stað til sjávar, niður að tanganum, sem er neðan við Múlatúnið. Þar voru á floti 3 bátar, eitthvað stærri en venjuleg fjögurra manna för. Síðan var siglt út fjörðinn. Áfangastaðurinn var sennilega í Skáleyjum, því þar er fullvíst að álfabyggðir eru og fá að vera í næði og fullri sátt við tillit- sama ábúendur. Útsýni út Þorskafjörðinn. Heima er bezt 269

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.