Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 19
Kolvetnin
og kílóin
Hve vel gefst Atkins-kúrinn?
Forðum dóu Islendingar úr
ófeiti -og enn herjar van-
nœring á hluta heimsbyggð-
arinnar. Samt er nú svo kom-
ið að ofgnótt matar veldur
meiri heilsubresti og dregur
fleiri jarðarbúa til dauða en
matvœlaskortur. Ýmis ráð
hafa verið gefm gegn offitu
oggefast misvel. Hér verður
aðeins jjallað um eina aðferð
til að hemja mittismálið, sem
umdeild hefur verið gegnum
tíðina og er enn, og felst íþví
að sneiða sem mest hjá kol-
vetnaríkri fæðu (eins og sykri
og kornmeti) og halda sig í
þess stað við eggjahvítu eða
prótín (til dœmis í kjötjfiski
og baunum), og sér í lagi við
fitu.
Banting hét maður, ekki sá sem
einangraði insúlín og fékk fyrir
það nóbelsverðlaun. Um þennan
fyrrnefnda hef ég engar tiltækar heim-
ildir utan brigðult minni — man til
dæmis hvorki hvenær hann var uppi né
hvar. En hann var sjúklega feitur og
lagði að eigin sögn af með óhefð-
bundnum aðferðum. (Ekki veit ég
hvort sænska sögnin „att banta“, að
leggja af, tengist nafni hans.) Margt í
frásögn Bantings er ótrúverðugt og
Örnólfur
Thorlacius
þeir sem hann nefndi sem ráðgjafa og
vitorðsmenn kepptust um að bera af
sér ábyrgð á aðferðum hans og öllu
æði. Banting var að eigin sögn orðinn
svo feitur að hann komst ekki niður
stiga á milli hæða í húsi sínu nema aft-
urábak. Þar kom að hann missti heym,
og læknir hans tjáði honum að ástæðan
væri sú að kinnfitufellingar legðust
fyrir hlustaropin. Banting sagði svo frá
að þessi læknir hefði sett honum mat-
arkúr, sem hann hefði farið eftir með
góðum árangri. (Þess má geta að lækn-
irinn sór af sér ábyrgð á þessu matar-
æði og raunar öll afskipti af holdafari
Bantings.) í stuttu máli fólst megrunar-
aóferðin í því að eta sem mest af fitu
en sneiða hjá kolvetnum. Kannski
kunni Banting ekki ofgóð skil á flokk-
un orkuefna í mat, eða kannski réði
óskhyggja því að hann mælti með
ýmsum notalegum kolvetnum eða kol-
vetnagjöfum. Til dæinis fékk hann sér
jafnan vænt sérrístaup til að róa hug-
ann á kvöldin, en ef það dugði ekki
greip hann til viskís.
Ekki skal lagður dómur á frásögn
Bantings. Megrunarkúrar í hans anda
hafa síðan komið fram undir ýmsum
nöfnum, meðal annars Mayo Clinic
Diet og Air Force Diet. Fívorki Mayo-
sjúkrahúsið né bandaríski flugherinn
gangast samt við nokkurri ábyrgð á
þessum neysluvenjum.
AF VILHJÁLMI STEFÁNSSYNI
Næstur skal nefndur til sögu land-
könnuðurinn Vilhjálmur Stefánsson.
Hann ferðaðist meðal inúíta nyrst í
Norður-Ameríku snemma á síðustu
öld. Ólíkt öðrum landkönnuðum þar
um slóðir tamdi hann sér neysluvenj-
ur innfæddra og hafði ekki með sér
matarbirgðir, enda vildi hann ekki
síður kynnast íbúunum en landinu.
Hann lifði því á fiski, hreindýrakjöti,
selkjöti og -spiki, hvalkjöti og rengi
og öðrum afúrðum dýra. í bók sinni,
„Ekki af brauði einu saman“ (Not by
Bread Alone), greinir Vilhjálmur ífá
því hvernig smekkur hans hafi
breyst, og hann hafi brátt vanist
mataræði inúíta og öðrum háttum
þeirra.
Þegar Vilhjálmur sneri til menning-
arheims hvíta mannsins vakti hann at-
hygli á því að inúítar á norðurslóð fá
nær alla sína fæðu úr dýraríkinu, og í
henni er sáralítið af kolvetnum, og fita
helsti orkugjafinn. Samt vora flestir
þessir menn í hóflegum, eðlilegum
holdum og raunar við betri heilsu en
margir í tæknivæddum „menningar-
samfélögum“. Hvar sem inúítar tóku
upp matarvenjur hvíta mannsins með
sykri og mjölmeti, fylgdu offita, tann-
skemmdir og fleiri kvillar í kjölfarið.
Skyrbjúgur lék marga illa um þessar
mundir. Menn vissu ekki að vítamín-
skortur var orsökin, og þekktu raunar
ekki C-vítamín, en talið var að veik-
inni yrði ekki bægt ffá nema með nýju
grænmeti eða ávöxtum. Það var auk
þess viðtekin skoðun næringarfræð-
inga að menn gætu ekki brennt fítu til
258 Heima er bezt
Á ferðum sínum um heimskautalöndin tók Vilhjálmur Stefánsson aldrei með sér mat að heiman, en veiddi sér til matar að
hœtti innfœddra. Hér sést hann draga selskrokk til búða sinna, árið 1910. [New Scientist.J
orku í framum sínum, nema sykur -
sem sagt kolvetni - brynni þar líka. An
sykurs hlytu fítuefnaskiptin að rata á
villigötur svo eiturefni söfnuðust fyrir
í líkamanum, eins og gerist, þegar syk-
ursjúkur maður fær ekki tilskilin lyf.
Neysluvenjur inúíta á norðurslóð
bentu til þess að eitthvað væri bogið
við þessar kenningar. Þegar Vilhjálm-
ur hélt því fram á prenti að menn gætu
haldið heilsu lausir við skyrbjúg og
etið ekkert nema kjötmeti, var næring-
arfræðingum nóg boðið. Hann var tek-
inn á teppið hjá bandaríska matvæla-
og lyfjaeftirlitinu og brigður bornar á
staðhæfmgar hans. Þar kom að Vil-
hjálmi leiddist þófíð og hann bauðst til
að gangast undir próf á spítala í New
York til að rökstyðja mál sitt. Hann
lifði svo, ásamt félaga sínum Karsten
Anderson, góðu lífí á kolvetnasnauðu
fæði inúíta undir eftirliti sérfræðinga
spítalans í tólf mánuði samfleytt á ár-
unum 1928 og 1929. Efnaskipti tví-
menninganna mældust í stakasta lagi
og þeir léttust um ein tvö kíló hvor,
þótt þeir fengju um 80% af hitaeining-
um fæðunnar úr fitu.
ATKINS OC ÁSMUNDUR
Það hefúr alllengi verið bjargföst trú
Ásmundur Stefánsson
Guðmundur Björnsson
ÞÚ GETUR
Hagnýt hagfrœði?
flestra næringarfræðinga að mönnum
sé hollast að neyta matar með miklu
af mjölmeti og litlu af fitu. Þannig
mataræði á að minnka líkur á hjarta-
sjúkdómum og krabbameini, og
stuðla auk þess að megrun. Þess
vegna eru stórmarkaðir fullir af
„heilsufæði“ eins og undanrennu og
léttmjólk, mögrum osti og jógúrt,
fituskertu smjörlíki og ýmsum til-
búnum, fitusnauðum réttum. Pasta
og brauð er hollara en kjöt, og ef kjöt
er á matseðli þarf að „snyrta“ af því
fituna.
Fyrir nokkrum áratugum kynnti
bandarískur læknir, Robert C. Atkins,
matseðil sem við hann er kenndur og
gengur út frá sáralitlu af kolvetnum en
þeim mun meira af prótínum og sér í
lagi fítu. Nú skyldu kornflögur og
cheerios þoka fyrir eggjum og beikon
á morgunverðarborðinu og uppistaða
fæðunnar vera kjöt, fiskur og grænmeti
en sem minnst af kartöflum, brauði og
pastaréttum. Bækur dr. Atkins, kennd-
ar við byltingu í mataræði (Dr. Atkins'
Diet Revolution og Dr. Atkins' New
Diet Revolution), hafa náð mikilli út-
breiðslu. Fleiri höfundar hafa mælt
með svipuðum aðferðum, þótt nokkur
áherslumunur sé á þeim:
Þeir virðast sammála um að fita
dragi i'tr lyst og geti verið líkaman-
um gagnleg, þótt þeir geri í mismun-
andi mœli greinarmun á ólíkum
gerðum fitu. Eggjahvítuefnin fá já-
kvæða umfjöllun hjá þeim öllum, en
þeir virðast í stuttu máli telja kol-
vetni óþörf sem sjálfstæð næringar-
Heimaerbezt 259