Heima er bezt - 01.06.2004, Síða 33
tIr /fróðleí'ksfírunní Jón R. Hjálmarsson:
U
ENDURREISNAR-
HREYFINGIN
Á miðöldum var lítið um lærdómsiðkun
á Vesturlöndum og helst voru það prest-
ar og munkar sem eitthvað fengust þá
við fræðistörf. Sama var að segja um
listir að þær voru fágætar, nema þá helst
sú list sem tengdist kirkjunni með ein-
um eða öðrum hætti. Á þessu varð samt
talsverð breyting á krossferðatímunum á
12. og 13. öld, þegar Vesturlandabúar
kynntust grískri menningu í Konstant-
ínopel, sem haldist hafði nær óslitin frá
fornöld og var nátengd gullaldarmenn-
ingu Grikkja og Rómverja. Þá gerðist
það líka á síðmiðöldum að ýmsar ítalsk-
ar borgir tóku injög að eflast og hin vax-
andi borgarastétt reif sig smám saman
lausa undan oki veraldlegra og kirkju-
legra valdhafa og tók að þróa eigin
menningu, sem var óháð kirkju- og trú-
arlífi og sótti fremur fyrirmyndir sínar
til heiðinnar fornmenningar, en minjar
um hana voru einmitt víða sýnilegar úti
um allt á Ítalíu. Þessir menn sneru sem sé baki við stein-
runnum kenningum kirkjunnar og við það gjörbreyttist
lífsskoðun sem og gjörvöll heimsmynd þeirra. Til dæmis
tók sú skoðun að breiðast út að jörðin væri alls ekki eins
og flöt pönnukaka sem synti á sjónum, heldur væri hún
hnöttótt eins og grískir spekingar höfðu haldið fram þeg-
ar í fornöld. Einnig sögðu þeir að jörðin snerist um sjálfa
sig og siðan um sólina, hvað svo sem kirkjunnar menn
segðu um það.
Á 14., 15. og 16. öld tóku vísindi og listir að blómstra
með undursamlegum hætti á Ítalíu og þá einkum í borg-
um eins og Flórens, Mílanó, Feneyjum og víðar, en þess-
ar borgir höfðu mjög eflst sem sjálfstæðir iðnaðar- og
verslunarstaðir upp úr krossferðunum. Vegna sterkra á-
hrifa frá fornmenningu Grikkja og Rómverja í þessari
vakningaröldu hefur verið talað um
renesance eða endurfæðingu og er þá
átt við að þar með sé hin klassiska
menning endurborin. En á okkar máli
hefur það orðið föst venja að tala um
endurreisnarhreyfingu, þegar við minn-
umst þessa stórmerka tímabils. Á þess-
um öldum tóku sem sé lærðir og
listelskir menn að kynna sér margvísleg
listaverk fornaldarinnar af áhuga og
kostgæfni og einnig að nema gríska
heimspeki sem opnaði þeim algjörlega
nýjan hugmyndaheim. Þetta leiddi svo
til þess að menn tóku mjög að gagnrýna
afstöðu kirkjunnar og sneru jafnvel baki
við kennisetningum hennar, sem og
miðaldaspeki og lífsskoðun yfirleitt.
Myndlist fornaldarinnar opnaði augu
manna fyrir byggingu og formfegurð
mannslíkamans og annarra fyrirbæra í
ríki náttúrunnar og átti síðan þátt í að
gera list þeirra miklu raunsærri og ver-
aldlegri en tíðkast hafði um langan aldur. En listir og vís-
indi sem og lífsskoðun er þróuðust á Ítalíu á þessum tíma
urðu þó síður en svo algjör eftiröpun á fyrirmyndum úr
fornöld, þótt sterkra áhrifa gætti þaðan.
Endurreisnarhreyfingin var frumleg og sjálfstæð ný-
sköpun, þar sem gáfuðustu, ijölhæfustu og snjöllustu
hugsuðir og andans jöfrar allra tíma lögðu hönd að verki.
Og þessi nýja list og lífsskoðun var borin uppi af þeim
þrótti og þeirri tillitslausu og takmarkalausu einstaklings-
hyggju sem var einkennandi fyrir tímabilið og setti mann-
inn sjálfan í hásætið og það jafnvel fyrir ofan guð almátt-
ugan. En jafnframt veraldarhyggju og raunsæis í listum
og andlegu lífi endurreisnarmanna, gætti einnig hjá
mörgum þeirra sterkra tilhneiginga til dulúðar og dultrú-
ar. Þessi dulhyggja fæddi síðan af sér tilfinningu fyrir
Hið víðfrœga málverk Mona
Lisa, eftir snillinginn Leonardo
da Vinci.
Heima er bezt 273