Heima er bezt - 01.06.2004, Síða 22
meðfæri. Rebbi minn var hins vegar
alla jafna gæfur og í raun elskur að
fólki en gat verið æði hrekkjóttur.
Þegar ég var sendur til að ná í hann,
sem raunar var nú ekki oft og þá oft-
ast suður í svokallaða Sléttublá, lét
hann mig elta sig hring eftir hring
þangað til ég var kominn með blóð-
bragð í munninn og tárin í augun og
settist ráðþrota á einhverja þúfuna og
þá brást það tæpast að Rebbi kom og
ýtti við mér, ljúfur sem lamb. Ég
man vel að ég ætlaði að gabba hann
eftir eina misheppnaða tilraun til að
ná í hann og settist að því búnu á
þúfu en ekkert gjörðist og fyrst eftir
góðan eltingaleik kom hann til mín,
þar sem ég sat grátklökkur og bál-
reiður á minni þúfu. Rebbi fór stund-
um aðra leið heim en ég frekast vildi
og fljótförnust var og hann átti líka
til að snarstanza svo ég hraut fram af
honum, enda beygði hann fram háls-
inn um leið, af hreinum hrekk, en
alltaf sá hann til þess að mjúk væri
lendingin og alltaf stóð hann svo
grafkyrr, þangað til ég var kominn
aftur á bak og aldrei stanzaði hann
oftar en einu sinni í hverri heimferð.
Björn frændi minn man vel eftir
því, þegar við sóttum Rebba eitt sinn
suður í Sléttublá og við tvímenntum
á honum heim, að þá snarstanzaði
hann í heimreiðinni og báðir steypt-
ust af baki án nokkurra meiðsla, en
þama varð sannkölluð bræðrabylta
og heimkomnir fullyrtum við að
Rebbi hefði skellihlegið að okkur. En
hann Rebbi varð mér samt ótrúlega
kær þrátt fyrir hrekkina og mikið
grét ég þegar hann var felldur, en þá
var hann orðinn aldurhniginn vel,
hrumur og hálfblindur. Hann var
heygður í mýri fyrir ofan bæinn sem
Refsmýri heitir æ síðan í minningu
hans.
Skjóni var allt öðru vísi, hefði ef-
laust sómt sér vel sem gæðingur, svo
vel byggður sem hann var sagður og
sprettharður, en hans örlög urðu púls-
hestsins og var okkur afar dýrmætur
eins og Rebbi á sinni tíð, svo mjög
sem á þeim mæddi erfiðið allt fram
undir dráttarvélatímann, en hann
hlaut aldrei sama sess og Rebbi í huga
mínum, þó mér þætti vænt um hann.
Kettirnir, sem áttu sitt athvarf alla
jafna í hlýju fjóssins, sem var rétt hjá
bænum, urðu mér margir góðir og
tryggir félagar, sem gott var að láta
liggja í kjöltu sér, strjúka blítt og
heyra svo í þeim þetta skemmtilega
mal.
En þeir voru oftlega ekki í náðinni
hjá mér og þar átti meðfædd veiði-
gleði þeirra sök alla, en fuglarnir
kærkomnir gleðigjafar mínir og oft
las ég köttunum pistilinn þegar þeir
höfðu drepið einhvern fiðraðan sak-
leysingjann, m. a. Unga, sem mér
þóttu grimmilegust afbrota.
En þá er nú að einkavinunum kom-
ið sem voru hundarnir á bænum og
þar skipar heiðurssess sá hundur,
sem minni mitt fangar íjærst og var
einstakur félagi og í raun bjargvættur
hins smáa hnokka eitt sinn. Leó var
orðinn býsna gamall og latur þegar
ég man fyrst eftir honum og ekki
mun hann þá hafa verið talinn mikil-
virkur til smalamennsku, en hann var
á árum áður hinn bezti ijárhundur og
löngum til hans vitnað heima, þegar
„góðs hunds var getið“. Mér var sagt
að hann hefði frá því fyrsta að ég fór
að vera eitthvað úti við, haft á mér
sérstakar gætur og ævinlega farið í
humátt á eftir mér ef ég fór eitthvað
frá bænum, gelti jafnvel ákaft ef hon-
um þótti ég fara of langt og á vafa-
samar slóðir og gjört þannig viðvart.
Og bjargvættur minn var hann talinn.
Einu sinni hafði ég brugðið mér nið-
ur bæjarbrekkuna og oltið niður í
bæjarlækinn og þá hafði Leó, að
sögn, tosað mér upp úr, en raunar var
víst einhver fullorðinn rétt ókominn,
en söm var Leós gjörðin.
Leó var alíslenzkur, stór og loðinn
og mér fannst feldur hans alveg sér-
staklega hlýr og mjúkur, enda mun
það hafa komið fyrir að ég fékk mér
blund hjá honum, þegar sólin skein
sem glaðast. Ég man vel þegar ég
fékk að fara með öðrum að reka
kýrnar, að þá fylgdi Leó mér nokkuð
á leið, en hefur svo talið mér óhætt
og hann fótfúinn orðinn líka og latur
til langferða.
Björn Grétar frændi minn og fóst-
bróðir, var heima í Seljateigi sumar-
langt og þeim Leó varð einkar vel til
vina, svo vel að ég var farinn að
finna til afbrýðisemi, enda undi
Björn hjá honum tímunum saman að
mér fannst þá. Við Björn vorum
raunar eins og samlokur þetta sumar
og fleiri vel að merkja, og eðlilegt að
Leó blessaður setti samasemmerki
við okkur tvo. Björn hafði á honum
mikið dálæti og hann man enn vísu-
korn sem hann bangaði saman og
raulaði fyrir Leó og var víst einhvern
veginn svona:
Leó gamli, Leó gamli
liggur undir borði.
Ósköp hræddur, ósköp hræddur
er hann auminginn.
En hér er einmitt komið að því sem
angraði Leó alla tíð og þó auðvitað
sem aldrei fyrr eftir komu brezka
setuliðsins, en það voru byssuskot.
Leó hafði alltaf óttast byssur, þurfti
ekki nema sjá Gísla frænda minn
fara til rjúpna með byssu um öxl til
að hann ryki inn í bæ sem byssu-
brenndur í þess orðs fyllstu merk-
ingu og helzt linnti hann ekki látum
fyrr en hann fékk að kúra í ganginum
fyrir framan gamla eldhúsið heima,
þar sem hann naut návistar okkar og
þá greinilega allra helzt móður minn-
ar.
Bretarnir voru með herbúðir
beggja vegna bæjarins heima og her-
æfingar fóru fram með miklum
byssuhvellum og sprengjudrunum og
ekki fór þetta aldeilis framhjá Leó
mínum, sem nær dag hvern þusti inn
og opnaði hurðir á leið sinni og end-
aði oftar en ekki inni á gólfi í eld-
húsinu og ekki alltaf auðvelt að
koma honum fram á gamla staðinn,
svo ærður sem hann var og hríðskalf
af skelfingu. Dag einn hvarf hann og
var leitað en kom svo fram einum
þrem dögum seinna, skítugur og
glorsoltinn og með hrís í feldinum,
svo reiknað var með því að hann
hefði falið sig í skóginum fyrir ofan
bæinn. Leó var vel fagnað og ekki
amast við því næstu daga, þó hann
færi lengra inn í bæ en tilhlýðilegt
þótti. Enginn mun glaðari hafa orðið
en ég, sem þóttist hafa hann úr helju
heimtan.
262 Heima er bezt