Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 13
Halldóru í Hvidovre og nutum ekki krása dönsku gest-
gjafanna.
Við héldum kveðjuhóf í skólanum kvöldið áður en
dönsku nemendurnir óku suður yfir heiðar í rútunni hans
Steina á Mel. Foreldrar tíundu bekkinganna lögðu til mat-
ar og drykkjarföng í veisluna og sátu hana. Frú Þuríður
Þorbergsdóttir í Glaumbæ flutti þarna eftirminnilega
ræðu á dönsku, svo að ekki hafa allir gleymt skóladönsk-
unni sinni. Mig minnir að einhver af dönskukennurunum
hafi einnig staðið upp og talað. Þetta var bara prýðilegur
endir á langri ferð.
Félagsmál
Ég starfaði dálítið með Búnaðarfélaginu hérna í sveit-
inni og innan þessa landbúnaðargeira. Ennfremur sat ég í
hússtjórn félagsheimilisins Argarðs í allmörg ár. Um tíma
starfaði ég svo með Framsóknarflokknum og var hér líka
í sóknarnefnd. Síðan, þegar ég fór til Danmerkur í fram-
haldsnám, þá ákvað ég að minnka afskipti mín af félags-
málum. Ég var farinn að finna hjá mér þörf til þess að
eiga einhverjar stundir bara fyrir mig og mína.
Þegar ég byrjaði á Steinstöðum var bara átta mánaða
skóli en síðar þegar hann var lengdur í meira en níu mán-
uði þá ákvað ég að ég yrði að hætta einhverju. Maður
getur ekki verið allsstaðar og svo tekur sinn tíma að sinna
búskapnum og því viðhaldi sem þarf á jörðinni.
Einu félagasamtökin sem ég er virkur þátttakandi í
núna, eru MENOR, Menningarsamtök Norðlendinga, en
þar er ég í stjórn. Ég hef áhuga á þessum málum og
finnst gott að vera bara í einhverju einu núna.
Áhugamál
Ég hef mikinn áhuga á bóklestri. Saga og bókmenntir
eru mitt áhugamál og pælingar um þjóðfélagið. Ég hef
þýtt dálítið af smásögum úr dönsku og ef til vill geri ég
meira af einhverju slíku þegar fram líða stundir. Það er
margt sem vekur áhuga, ég get nefnt listir ýmis konar. Ég
hef líka gaman af að ferðast bæði innan lands og utan.
Við hjónin ferðuðumst dálítið fyrstu árin og á meðan
við vorum á Húsavík, en eftir að við komurn hingað og
komumst inn í þessa rútínu hér, þá höfum við ekki komist
mikið. Það er bindandi að vera við búskap. Kennslan
bindur okkur á veturna og svo ferðaþjónustan á sumrin.
Það er líka svo margt sem þarf að gera á jörð eins og
þessari, til að halda öllu við að manni veitir ekkert af að
nota tímann sinn í það.
Ég hef tekið upp þráðinn aftur og ferðast dálítið hin
síðari ár, bæði á eigin vegum og í sambandi við starfið.
Ég hef til dæmis farið á námskeið til Danmerkur fyrir ís-
lenska dönskukennara, en ég kenni mest dönsku og sam-
félagsfræði núorðið. Ég hef líka farið á námskeið fyrir
norræna móðurmálskennara og kennara sem kenna nor-
ræn mál sem annað tungumál. Þau voru haldin í Noregi
og Danmörku. Síðan hefur starfsfólk Varmahlíðarskóla
verið duglegt að fara í ferðir erlendis til að kynna sér
skólastarf þar. Ég hef farið með Varmahlíðarskóla til
Gamli bœrinn í Sölvanesi. Teikning eftir Gunnar Frið-
riksson, samkvæmt lýsingu Guðmundar Sveinbjörns-
sonar.
Skotlands, Danmerkur og Ítalíu. Það hafa verið mjög
skemmtilegar ferðir. Við höfum tekið nokkra daga í að
skoða skólakerfið í þessum löndum og svo einnig fáeina
daga í að skemmta okkur og skoða okkur um. Það er
nauðsynlegt að gera það, og maður getur lært mikið af
öðrum.
Um páskana í fyrra þá fórum við hjónin til Grikklands.
Hálfsystir Ellu er að vinna hjá stofnun á vegum Evrópu-
sambandsins í Þessalóníku í Norður-Grikklandi. Við fór-
um að heimsækja þau hjónin og vorum þar í rúma viku.
Vonandi getum við ferðast meira bæði hér heima og er-
lendis í framtíðinni. Það hefur alltaf heillað mig að skoða
heiminn.
Á meðan ég var í námi í Danmörku þá kom Ella út til
mín um páskana og við áttum þá mjög ánægjulega dvöl
saman. Síðan fór ég í vetrarfríinu mínu til Noregs og hitti
mömmu og Völu systur, sem var mjög skemmtilegt.
Að fá nýtt inn í lífið...
Ég hef alltaf þurft á því að halda að brjóta upp hjá mér
og fá eitthvað nýtt inn í lífið. Fyrst með því að hætta á
Húsavík og fara hingað. Síðan með því að hætta í Stein-
staðaskóla og fara út í Varmahlíð og eins með því að fara
aftur í nám.
Þegar ég var á Steinstöðum var ég orðinn þreyttur á að
kenna svona mörg fóg í samkennslu. Fyrir mig eru svona
breytingar eins og vítamínsprauta og ég held að það sé
mjög hollt fyrir fólk almennt að brjóta upp munstrið og fá
eitthvað nýtt inn í lífið.
Gamansaga frá Köben 1997
Einu sinni var ég búinn að sitja við lestur og skriftir all-
an daginn. Ég var alveg búinn að fá nóg og fór því niður í
bæ að létta mér upp. Þarna í hjarta Kaupmannahafnar er
Heima er bezt 253