Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 7
ast svo mikið í honum að hann var orð- inn reiður. Fólkið fór að undrast um mig, en ég fannst hvergi. Það upphófst því mikil leit og fyrir rest fannst ég þarna á heysætinu, með hrútinn fyrir neðan. Það var ýmislegt sem gat komið fyrir í sveitinni. Ég man líka eftir því að einu sinni var ég að sækja kýrnar í Þverárdal. Þær voru úti í flóa sem liggur norður frá dalnum. Það var þoka en ég fann samt kýrnar. En síðan kom einhver ó- freskja út úr þokunni sem ég varð ægi- lega hræddur við. Mér sýndist þetta vera hræðilegt skrímsli, svo að ég hljóp heim eins og fætur toguðu og skildi kýrnar eftir. Það var gert mikið grín að þessu, en þetta var graðhestur frá Gautsdal, sem leit út eins og skrímsli í þokunni. Það voru svona ýmsar hættur í sveitinni, en sérstaklega margar, góðar minningar. Eins og ég sagði þá átti ég mjög góða bernsku og var alinn upp sem Barnabörnin. einbirni. Svo kynntist ég systur minni þegar ég var 12-13 ára. Hún bjó þá hjá móður okkar og manninum hennar, Kjartani Guðmundssyni, sem rak teppaverksmiðjuna Axminster. Við Vala systir, kynntumst hálf á laun fyrst, fórum að hringja hvort í annað og svona. Það var dálítið spennandi að kynnast systur sinni, sem maður þekkti ekkert áður. Skólaganga og vinna I skyldunáminu var ég í Langholts- skóla, Vogaskóla og tók svo landspróf frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, þar sem pabbi var skólastjóri. Síðan tók ég Kennarapróf 1968 og svo stúdentspróf frá K. í. 1969. Ég var um tíma mjög óákveðinn í því hvað ég vildi læra. Ég fór hálft ár í Menntaskólann í Reykjavík, en hætti þar og fór á sjó. Síðan varð þetta nið- urstaðan hjá mér að verða kennari. Ég þurfti að þreifa dá- lítið fyrir mér. Þá gerði ég mér enga grein fyrir því hversu krefjandi kennarastarfið er. Ég fór síðan að kenna og hélt ekki áfrarn námi fyrr en löngu seinna. Þá fékk ég frí frá störfum á fullum launum og fór þá í Kennaraháskóla Danmerkur 1997-19988. Þá var ég að læra danskar bókmenntir, málnotkun og fræði- legar vísindakenningar. Ég hef alveg frá því að ég hóf kennslu, sótt ýmis konar námskeið fyrir kennara. Það var mjög sérkennilegt að verða nemandi aftur eftir Fermingarmynd af Óskari og Eydísi. Óskar Magnússon og Þórdís Sigurðardóttir. Magnús um þrítugt. þetta langan tíma, búinn að vera kennari svona mörg ár en setjast síðan sjálfur á skólabekk. Það var erfitt í fyrstu en mjög skemmtilegt. Þá fann ég hvað var gott að vera nemandi og láta stjana svoleiðis við sig í stað þess að vera alltaf hinu megin við borðið. Ég vann alltaf mikið með skólanum. Það var ýmis kon- ar verkamannavinna, hafnarvinna og byggingarvinna, svo var ég á sjó, þá var ég á togurum eins og Ingólfi Arnar- syni, Þorsteini Ingólfssyni og Úranusi. Ég var líka nætur- vörður á Bifröst. Síðan var það vinna í síldarverksmiðj- Heima er bezt 247

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.