Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 36

Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 36
13. hluti Framhaldssaga Jóhanna Helga Halldórsdóttir: Hann tók utan um Unni og þau röltu út eftir kvöldmat- inn. Það var yndislegt haustveður, þó væri tekið að skyggja á kvöldin þá var eins og allir haustvindar hefðu farið til annarra landa og á íslandi fengi að ríkja stilla, þannig að laufblöðin sem féllu af trjánum feyktust varla til hvað þá meira. „Þetta er svo fallegt haust“, sagði Steinar og þrýsti hendi Unnar, þar sem þau leiddust eftir gangstígnum. „Það syng- ur allt innan í mér, ég á svo fallega og góða konu og við eigum von á barni saman, erum að fara að kaupa okkur hús og framtíðin heillar mig meira en nokkurn tíma áður“. Unnur kinkaði kolli. „Eg veit“, sagði hún. „Mér líður svona líka að hálfú leyti, en ég vildi svo óska þess að ég væri ekki svona léleg til heilsunnar. Mig langar svo mikið til að vera hress og njóta þess að ganga með barnið og vera með þér og öllum hinum í lífi okkar. Mig langar til þess að flakka um á net- inu og leita að íbúðum, og rápa í búðir og kaupa barnafot, í stað þess að liggja afvelta á klósettinu alla daga, Steinar". Hún fann tárin leita fram og vissi að hann gat engan veg- inn ímyndað sér hvernig henni leið, og vissi að hún gat heldur ekki útskýrt það. „Elsku besta!“ kallaði hann og faðmaði hana að sér. „Við erum saman í þessu og ég held ég geti alveg lofað þér því að þetta tímabil gengur yfir, og þú getur notið þess að ganga með barnið. Tökum bara einn dag í einu“. Hann fann að hún var farin að skæla og hélt enn fastar utan um hana. „Ég elska þig svo ofsalega mikið Unnur, þú mátt ekki í- mynda þér að ég fjarlægist þig vegna þess að þú ert lasin. Það er nú einu sinni mér að kenna, ertu nokkuð búin að gleyma því,“ spurði hann. Þau gengu heim á leið í rólegheitunum og Unnur sagði: „Mig langar fljótlega heim í ferska loftið og stjörnumar. Hér em bara ljósastaurar og flúorljós, sem skyggja á þær“. „Já“ sagði Steinar, „mig langar líka norður. En fyrst skulum við hitta læknana hennar Kristínar og hana sjálfa. Hún var svo hrifin af þér síðast“. Unnur brosti. „Og ég af henni! Ég hef aldrei séð neitt sem er jafn fal- Iegt og hún“. Daginn eftir fóm þau til Kristínar. Á leiðinni komu þau við í Völusteini og keyptu litlar trönur og vatnsliti handa henni. „Af hverju ætlarðu að gefa henni trönur og liti?“ spurði Steinar. „Af því að maður á alltaf að gefa öðmm það sem maður vill helst eiga sjálfur“, svaraði Unnur glaðbeitt. Þrátt fyrir hina venjubundnu ógleði, fann hún að hún var hressari í dag en marga daga á undan, og hún var líka spennt fyrir að vita hvað læknamir myndu segja um hugmyndir þeirra um búsetuskiptin. Ég er eitthvað furðuleg, hugsaði hún með sér, venjulega er ég bara feimin og hrædd við lækna og allt svona opinbert stúss, núna er ég spennt. Kannski breytist maður bara við það eitt að vera ófrísk, hormónarnir breyta mér í aðra konu á nokkrum vikum. Þau höfðu mælt sér mót við Ingvar lækni, sem sá aðal- lega um Kristínu og hennar mál, og Steinar þekkti hann á- gætlega frá fornu fari. Ingvar hafði nokkmm sinnum þurft 276 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.