Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 20
efni. I mörgum fœðutegundum fylgja gagnleg steinefni og vítamín með í kaupunum þegar við borðum kol- vetni. Þess vegna mælir enginn með því að kolvetnin séu alveg afskrifuð heldur skal þess gœtt að valinn sé kolvetnasnauður en vítamín- og steinefnaríkur matur. Þessi tilvitnun er sótt á bls. 11 i bók eftir Asmund Stefánsson hagfræðing og Guðmund Björnsson lækni, Þú get- ur grennst og breytt um lífsstíl, en það gerði Asmundur einmitt, undir eftirliti Guðmundar. Hann fór að neyta kol- vetnasnauðrar fæðu í anda Atkins, þótt ekki færi hann i einu og öllu að ráðum hans, og léttist um nærri 40 kíló. Eitt- hvað sótti í gamla farið en sáttasemjar- inn samdi sátt við baðvogina og náði þokkalegu jafnvægi í hóflegum hold- um. Þótt næringarfræðinga greini á um margt eru þeir sammála um að megr- unarkúrar einir sér eru ekki varanleg lausn. Þar þarf líka að koma til hollur lífsstíll með hæfílegri hreyfmgu. Þetta á auðvitað líka við um Atkins-kúrinn, enda leggja þeir Asmundur og Guð- mundur áherslu á það í bókinni, og það kemur raunar fram í heiti hennar. Og engum manni er ráðlagt að breyta mat- arvenjum sínum og lífsstíl til muna nema í samráði við lækni. ATKIIMS-KÚRINN RANNSAKAÐUR Sem fyrr segir gengur boðskapur Atkins um kolvetnarýran en fitu- og eggjahvíturíkan kost þvert á megin- kreddu flestra næringarffæðinga. Sumir þeirra afgreiddu hugmyndir Atkins aðeins sem sérviskulega dellu, en aðrir vöruðu við því að langvarandi neysla þessa kosts hlyti að valda heilsuspillandi næringar- skorti. Almenningur í Bandaríkjunum tók hugmyndum Atkins hins vegar vel; í það minnsta komust bækur hans á met- sölulista og öfluðu höfundi drjúgra tekna, en hann stofnaði fyrir verulegan hluta þeirra sjóð til að styrkja rann- sóknir í manneldisfræði. Dr. Atkins lést árið 2003 af slysför- um, eftir fall á hálli gangstétt. Þá voru Skyldi Atkins-kúrinn henta henni? vísindamenn rétt famir að taka hug- myndir hans alvarlega. En í síðari hluta maímánaðar nú í ár birtust í læknariti, Annals of Internal Medicine, tvær greinar, og var í hvorri sagt frá sinni rannsókninni, þar sem saman var borinn árangur tveggja hópa við megr- un. Menn í öðrum hópnum neyttu í eitt ár hefðbundinnar, kolvetnaríkrar megr- unarfæðu, en í hinum kolvetnasnauðr- ar fæðu eftir uppskrift Atkins. Báðar vom rannsóknimar á vegum virtra vís- indastofnana. Önnur fór fram á lækna- miðstöð í Fíladelfíu, sem tengd var gömlum hermönnum, Veterans Affairs Medical Centre, hin var unnin hjá Duke University á Rhode Island og var styrkt úr sjóöi Atkins. (Sjá grein í breska tímaritinu The Economist, sem vitnað er í hér á eftir.) Báðar rannsóknimar leiddu í ljós að þeir sem voru á Atkins-kúrnum léttust hraðar en hinir, sem neyttu kolvetna- ríkrar fæðu. Verulegur munur greindist eftir sex mánuði, en þegar á leið dró saman með hópunum, og að ári liðnu höfðu báðir hópamir náð sama árangri í baráttunni við aukakílóin. Fylgjendur Atkins benda á, að þótt árangurinn af báðum aðferðunum hafí verið sá sami undir lokin, þá sé auð- veldara að fara eftir aðferð hans, þar sem prótín og fíta gefí mettunarkennd lengur en kolvetni, og síður þurfi að búast við þeim sultarstingjum og skap- sveiflum sem fylgja oft fítusnauðum megrunarkúrum. (Þetta kemur líka fram í máli Asmundar í riti þeirra Guðmundar.) Þótt neytendur Atkins-kúrsins létu í sig helling af prótínum og fítu, mæld- ist i þeim aukning á þungu lípóprótíni (svo nefndu „góðu“ kólesteróli) án þess að nokkuð bættist við létta lípó- prótínið („slæma“ kólesterólið). Auk þess höfðu sykursjúkir þátttakendur í rannsókninni, sem neyttu Atkins-fæðu, betra vald á blóðsykrinum en sambæri- legir menn í hinum hópunum. I leiðara ritsins, þar sem skýrt var frá þessum rannsóknum, stendur: „Ekki er lengur hægt að leiða hjá sér kosti mataræðis með mjög litlu af kolvetn- um... Dr. Atkins á heiður skilið fyrir að vekja athygli á því að margir menn geta náð stjóm á líkamsþunganum með því að draga mjög úr neyslu kol- vetna, og fyrir að fjármagna rannsókn- ir á vegum óháðra aðila.“ VARNAÐARORÐ Ekki hafa samt allir næringarfræð- ingar látið sannfærast. Þeir vara við óþekktum aukaverkunum af langvar- andi neyslu að hætti Atkins og að slík neysla geti valdið skorti á nauð- synlegum næringarefnum. Atkins-kúrinn gæti verið sumum erf- iður eða jafnvel skaðlegur, enda er trú- legt að ekki henti öllum ofþungum mönnum sömu aðferðir til megrunar. Þegar borið var á kínverska valdamenn að þeir væm að fjarlægjast hugsjónir kommúnismans, svaraði einhver þeirra (kannski sjálfur Maó formaður): „Það er sama hvernig kötturinn er litur, bara ef hann veiðir mýs.“ HEIMILDIR Asmundur Stefánsson og Guðmundur Bjöms- son. Þú gelur grennst og breytt um lífsstil. Vaka- Helgafell 2003. Kleiner, Kurt. Meal, no shoots, no leaves. (Um matarvenjur Vilhjálms Stefánssonar.) New Sci- entist, 29. maí 2004, bls. 50-51. Nutrition: Big News. The Economist, 22, maí 260 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.