Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 11
Ella, Magnús og ungarnir, sumarið 1993.
A fermingardaginn með ömmu Elínar.
Við komum til Danmerkur í maíbyrjun. Það var vor í
lofti, trén og annar gróður í blóma og heitt í veðri, er við
ókunt með hraðlestinni frá Kastrup flugvelli og inn í bæ
með allt okkar hafurtask. Við skiptum svo um lest á
Aðaljárnbrautastöðinni í Kaupmannahöfn, þaðan sem við
ókum til gistiheimilis Halldóru i útborginni Hvidovre.
Þar komum við okkur fyrir í miklum flýti. Um kvöldið
fórum við svo í Tivolí. Það gladdi mitt gamla kennara-
hjarta, hvað nemendur mínir voru duglegir að bjarga sér á
dönsku þarna í þessum aldna skemmtigarði, enda var
mikið í húfi fyrir þau að komast í leiktækin.
Næsta dag skoðuðum við Ráðhústorgið, gengum Strik-
ið og Kobmagergötu, löbbuðum hringbrautina upp í Sí-
valaturn og litum inn í Frúarkirkju, sem skartar forkunn-
arfögru Kristslíkneski og postulastyttum eftir skagfirska
Danann Bertel Thorvaldsen. Við enduðum þessa göngu-
ferð á Kóngsins nýja torgi, þaðan sem við tókum strætis-
vagn til Aðaljárnbrautarstöðvarinnar. Síðan tókum við
lestina, sem leið liggur til Koge, en þar tóku á móti okkur
foreldrar, nemendur og kennarar frá Druestrup Friskole á
Suður-Sjálandi, nálægt landsbyggðarbænum Haslev.
Næstu þrjá daga vorum við ýmist öll saman með gest-
gjafabekknum eða við skiptum okkur upp og vorum eitt
og eitt á einkaheimilum. Foreldrar dönsku nemendanna
lögðu sig mjög fram um að gera dvöl íslenska gestsins
síns sem eftirminnilegasta.
Við vorum tveir kennarar, sem fórum í þessa ferð og
gistum hjá umsjónarkennara gestgjafabekkarins. Þegar
við vorum öll saman þarna á Suður- Sjálandi, dreif margt
á daga okkar: Við klifruðum í kríthvítum krítarklettum á
eyjunni Mon. Það var eini rigningardagurinn í allri ferð-
inni; annars var alltaf sól og hiti. Við heimsóttum líka
herragarðinn Gieselfelt Kloster, þar sem leikari flutti
okkur með tilþrifum, ævintýrið um Ljóta andarungann, í
gömlu hesthúsi, en rétt hjá svömluðu endurnar um í hall-
arsíkinu. H. C. Andersen var einmitt gestkomandi á þess-
um bæ, þegar hann samdi þetta ævintýri.
Við gengum þarna um hallargarða, villta skóga, akra og
þorp. A prestssetri einu út í sveit áðum við og borðuðum
nestið okkar i kennslustofu, þar sem fermingarfræðsla fer
annars fram. Einn nemandinn, sem er mjög líffræðilega
sinnaður, gleymdi sér iðulega og varð á eftir hópnum við
að skoða smádýralífið í skógarbotninum, alls konar
maura og marglitar bjöllur, sem hann hafði aldrei augum
litið heima á íslandi. Einu sinni týndist hann um stund
inni í holu fimmhundruð ára gömlu eikartré. Sumir sáu
lifandi froska þarna í fyrsta sinn, en samkvæmt þjóð-
trúnni eru einstöku froskar fólk í álögum og geta breyst í
prinsa, sem þeysa um á hvítum hestum, ef einhver stúlka
kyssir þá. En við hættum ekki á neitt slíkt. Kannski hefði
froskurinn bara breyst í svartklæddan gaur á mótorhjóli,
af því að við lifum á 21. öldinni.
Við kvöddum gestgjafabekkinn okkar í Hróarskeldu,
eftir að hafa skoðað saman dómkirkjuna þar og fórum
síðan með lestinni til Kaupmannahafnar. En kvöldið áður
höfðu gestgjafar okkar haldið okkur veglegt Pálínuboð í
skólanum, þar sem foreldrarnir lögðu til matar- og
drykkjarföng. Þá komu skuggamyndirnar úr Skagafirði
og víðar að af landinu í góðar þarfir. Þær voru úr einka-
safni Kristjáns Sigurpálssonar kaupntanns í Vélavali í
Varmahlíð og hafði hann góðfúslega lánað mér þær til
ferðarinnar.
Það biðu okkar líka ævintýri næstum því við hvert fót-
mál, þegar við vorum komin aftur til Kaupmannahafhar.
Við fórum meðal annars í gönguferð um íslenskar sögu-
slóðir í gamla bænum undir leiðsögn Guðlaugs Arasonar
rithöfundar. Ennfremur heimsóttum við Jónshús, skoðuð-
um staðinn og hlýddum á fyrirlestur um sögu hússins og
veru hjónanna Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns Sigurðs-
sonar forseta þar. 1 framhaldi af því héldum við svo á
Heima er bezt 251