Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 31
/ Hnjóskadal er mörg kindin feit,
Hnjóskadals hæsti réttur.
Hnjóskadal byggir heiðursfólk,
í Hnjóskadal fæ ég skyr og mjólk,
í Hnjóskadal hef ég rjóma.
Hnjóskadals ketið heilnæmt er,
Hnjóskadælir gefa flot og smér
af Hnjóskadals björtum blóma.
Líklega er frægasta erindi Látra-Bjargar um fæðingar-
sveit hennar, Fjörðu:
Fagurt er í Fjörðum,
þá frelsarinn gefur veðrið blítt,
hey er grænt í görðum,
gras og heilagFiskið nýtt.
En þá veturinn að þeim tekur sveigja,
stað ég engan verri veit um veraldar reit,
menn og dýr þá deyja.
Að vonum yrkir skáldkonan mest um nágrannasveitir
sínar. Hér er vísa um Svalbarðsströnd:
Stirð er jafnan stjúpuhönd;
stendur upp með þjósti.
Svei mér, efhún Svalbarðsströnd
á sínu elur mig brjósti.
Bárðardalur fær allgóða dóma hjá Látra-Björgu:
Bárðardalur er besta sveit,
þó bæja sé langt á milli.
Þegið hef ég í þessum reit
þyngstu magafylli.
Allgóða dóma fær Mývatnsveit í eftirfarandi vísu:
Mývatnssveit ég vænsta veit
vera á Norðurláði.
Fólkið gott, en fær þann vott,
að fullt sé það af háði.
Sveitin Kinn fær ekki jafh góða dóma hjá Látra-Björgu:
Aum erhún Kinn fyrir utan Stað,
ei mig langar þangað.
Þar má varla þvert um hlað
þurrum fæti ganga.
Þá fær Reykjadalur fremur slæma dóma:
Reykjadalur er sultarsveit,
sést hann oft með fónnum.
Ofaukið er í þeim reit
öllum góðum mönnum.
Næstu íjórar sveitir fá takmarkað lof, eins og fram
kemur:
Slétta er bæði leið og Ijót;
leitun erá verri sveit.
Hver, sem á henni festir fót,
fordæmingar byggir reit.
Langanes er ljótur tangi;
lygin er þar oft á gangi.
Margir bera fisk í fangi,
en fæstir að honum búa;
samt vil ég til sveitar minnar snúa.
Þelamörk og Þjófahlíð (Kræklingahlíð )
það eru gamlar systur.
ÖIlu er stolið ár og síð,
enn þótt banni Kristur.
Kvíði ég fyrir að koma í Fljót,
kvíði ég fyrir Sléttuhlíð.
Kvíði ég ríða kulda mót,
kvíðvænleg er þessi tíð.
Um Látra kveður Björg Einarsdóttir á þessa leið :
Látra aldrei brennur bær;
bleytan slíku veldur,
allt þar til að Kristur kær
kemur og dóminn heldur.
Að lokum eru hér þrjár vísur Látra-Bjargar, sem ekki
lúta að sérstökum sveitum:
Grundir, elfur, salt og sandar,
sjós með dunum,
undir skelfur allt af fjandans
ólátunum.
Brimið stranga óra er,
ymja drangar stórir hér,
á fimbulvanga glórir gler,
glymja ranga jóramer.
Æðir fjúk um Ymis búk,
ekki er sjúkra veður.
Klæðir hnjúka hríð ómjúk
hvítum dúki meður.
Fleiru vísur birtast ekki í þessum þætti. Lærið vísur
Látra-Bjargar, það er ekki erfitt.
Dægurljóð
Dægurljóð lúta náttúrlega sama dómi og önnur ljóð, sé
dæmt af viti og sanngirni. Sú var tíðin, að dægurljóð voru
ekki talin góðskáldum boðleg. Þó orti Kristján Einarsson
Heima er bezt 271