Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 8
um og á plönum, tvö sumur á
Eskifirði og eitt á Seyðisfirði.
Það var mjög gott og þarft að
kynnast svona vinnu.
Fjölskyldan
Við kynntumst í síld á Eski-
firði, ég og konan mín, Elín Sig-
urðardóttir. Hún er
ættuð úr Vestur-
Skaftafellsýslu og
Mosfellsbæ. Elín
er alin upp í Mos-
fellssveit hjá afa
sínum og ömmu,
Þórarni Auðuns-
syni og Elínu
Sveinsdóttur. Þau
höfðu fluttst þang-
að frá Fagurhlíð í
Landbroti og byggt
þar nýbýlið Lágu-
Hlíð, sem núna er
komið undir þétt-
býli. A námsárum
sínum í Reykjavík
bjó konan mín hjá Elín með Magnús Gunnar.
Sölvanes.
móðursystur sinni Ólöfu Þórarinsdóttur íþróttakennara og
Arna Jóhannssyni verktaka og börnum þeirra í Álfheim-
um 8.
Þegar við kynntumst vorum við bæði að vinna í síld,
það var seinna sumarið mitt á Eskifirði. Ella er stúdent
frá Verslunarskólanum og síðan tók hún BA próf í sálar-
fræði við háskólann í Manchester. Við vorum í námi er
Spenna!
Rómantík!
Drama!
Sérstakt tilboð
til áskrifenda
Heima er bezt
Hinum megin
við regnbogann
í kiljuformi
Útsöluverð kr:
1.700,-
Tilboð kr:
1.200,-
Burðargjald innifalið.
Enginn aukakostnaður.
Reikningur fylgir með.
Pantanasími:
864-2270
Anna Fr. Kristjánsdóttir
hefur um árabil skrifað
greinar og smásögur fyrir
ýmis blöð m.a. Morgun-
blaðið og Berlingske
Tidende. Hún ætti að vera
lesendum Heima er bezt að
góðu kunn því margar
smásögur hennar hafa birst í
blaðinu.
A. F. Kristjánsdóttir
248 Heima er bezt