Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 37
að hringja í hann og fá hann á deildina, þegar Kristín fór
alveg yfir um og eirði ekki neinu. Þá var það bara Steinar
sem gat róað hana niður. Ingvar hafði aldrei viljað gefa
Kristínu meira af lyfjum en hún nauðsynlega þurfti að fá,
honum var illa við að sprauta hana niður með sterkum
deyfilyfjum, það fór mjög illa í hana og hún var lengi að
jafna sig á eftir.
Ingvar byrjaði á því að segja þeim að þessi búsetuskipti
væru leyfileg en mjög mikil áhætta sem fylgdi, það væri
ekki víst að henni gengi vel að aðlagast nýju fólki í nýju
umhverfi. Svo yrðu þau að muna umfram allt að þau
mættu aldrei lofa henni neinu, nema sem væri öruggt að
stæðist. Hennar heimur yrði að vera eins öruggur og hægt
væri, því þó hann væri brothættur þá væru ýmsir hlutir og
fáeinar manneskjur sem veittu henni öryggi.
„Munið bara“, sagði hann, „að hún á eklcert öryggi innra
með sér. Heimurinn hennar er eins og spilaborg, það er
auðvelt að splundra honum með einum blæstri. Og það er
það sem er svo erfitt, það gengur svo hægt að byggja hana
upp, því hún brotnar alltaf jafnóðum niður aftur“.
Þau töluðu nokkra stund við lækninn, og hann lofaði
þeim að vera þeim innanhandar ef af þessum flutningi
norður yfir heiðar yrði.
Þegar þau komu til Kristínar varð hún alveg jafnglöð og í
fyrra skiptið, og hún stökk í marga hringi í kringum Unni
af gleði yfir trönunum og litunum sem hún gaf henni.
„Vá, Unnur! Vá, Steinar! Ég hef aldrei átt svona áður!
Hvað gerir maður? Unnur, viltu sýna mér?“ skríkti hún og
rétti henni pakkann.
Það þurfti að púsla trönunum saman og Unnur sýndi
henni hvernig átti að gera, svo settist hún hjá henni á
sófann og málaði eina mynd í fljótheitum, svona hefð-
bundna mynd af vatni, trjám og fjöllum í sólskini og regn-
boga utan um allt.
„Æðislega ertu flink“, hvíslaði Kristín með opin munn-
inn og augun tvöfalt stærri af hrifningu. „Geturðu málað
fólk? Geturðu málað mig?“
„Ég veit það ekki“, svaraði Unnur brosandi. „Ég þarf ör-
ugglega langan tíma til þess að mála þig, þú ert svo falleg
og með svo mikið hár. Ég þyrfti að vanda mig alveg rosa-
lega mikið“.
„Þú mátt vera hjá mér í allan dag og mála mig“, sagði
Kristín. „Gerðu það?“
„Það er sko allt í lagi mín vegna“, sagði Unnur. „En má
ég það? Hvað segir fólkið hérna sem ræður öllu?“
„Ég skal tala við fólkið“, sagði Steinar, og með það sama
var Kristín rokin upp um hálsinn á honum.
Unnur brosti. Hún er næstum helmingi minni en hann og
Álfrún, hugsaði hún, þau eru svo hávaxin.
Kristín klappaði saman lófunum þegar Steinar setti hana
niður og fór fram til að spyrja hvort Unnur mætti vera
þarna allan daginn á meðan hún málaði Kristínu.
„Unnur! Vilt þú ekki líka vera systir mín?“ spurði hún.
„Þú ert svo ofsa, ofsa góð við ntig og Steinar?"
„Nei“, svaraði Unnur og strauk yfir hárið á Kristínu. „Ég
ætla að vera mágkona þín, þú veist, það er næstum eins og
systir, við Steinar giftum okkur og ég verð konan hans og
mágkona þín og Álfrúnar“.
„Frábært“, sagði Kristín. „Ég ætla að koma í brúðkaupið
þitt og grípa brúðarvöndinn, og hjálpa þér í brúðarkjólinn
og allt. Taka myndir og þannig, mér finnst svo gaman að
taka myndir. En hvað ef ég þori svo ekki að koma?“
„Þú þorir að koma“, sagði Unnur. „Það verður allt svo
skemmtilegt þá, og litla barnið fætt. Litla ffænka þín eða
frændi!“
Kristín hló og skríkti og settist svo hljóð þegar hún sá að
Unnur var byrjuð að mála hana. Þær litu varla upp þegar
Steinar kom og sagði að það væri allt í lagi að Unnur væri
hjá henni allan daginn, og hann ætlaði þá að skjótast að-
eins út í bæ og koma svo aftur á eftir. Þetta verður svolítið
erfitt með vatnslitum eingöngu, hugsaði Unnur, en ég verð
að gera það sem ég get. Vonandi verður hún ánægð.
Þegar hún fór að teikna alla lokkana ljósu, sagði Kristín
eins og annars hugar:
„Þið Steinar skuluð þá ekki deyja þegar litla barnið verð-
ur tíu ára gamalt. Það er nefnilega dálítið erfitt“.
„Við ætlum okkur að lifa“, sagði Unnur varlega, „en
veistu það að það ræður enginn hvað hann lifir lengi“.
„Ég veit“, sagði Kristín, „en það er svo ósanngjarnt. Það
er erfitt fyrir böm að lifa þegar foreldramir deyja. Átt þú
mömmu og pabba?“
„Já“, sagði Unnur, „heirna í Lækjarbrekku í Eyjafirði“.
Svo sagði hún henni frá foreldrum sínum, Svenna og
Jónu og litla barninu, og frá Heiðrúnu og Þorkeli og börn-
unum þeirra og ýmsu í sveitinni.
„Ég hef aldrei komið í sveit“, sagði Kristín, „en mig
langar það. Ég er bara alltaf hér, vegna þess að ég er hrædd
við allt annað en það sem ég er vön að sjá“.
„Það ertu ekki“, sagði Unnur, „þú varst ekkert hrædd við
mig þegar þú sást mig fyrst“. Kristín hugsaði sig um.
„Það er skrítið, en nei, ég var ekki hrædd við þig. Það er
af því að þú ert svo góð“.
Þær hlógu og Unnur sagði:
„Það er bara af því að við erum svo líkar í okkur, ég er
alltaf hrædd við allt líka, og vil helst alltaf vera heima hjá
mér. Vinkonur mínar kvarta yfir því að þær hitti mig ekki
nema einu sinni á ári, en mér líður bara vel að vera á sama
staðnum. Ég kvíði meira að segja svolítið íyrir því að flytja
í nýtt hús, þó ég hlakki til að fara að búa með Steinari“.
Þær hlógu báðar.
„Stundum er bara allt svo vitlaust“, sagði Kristín, „mað-
ur hlakkar til og kvíðir fyrir í einu og veit varla hvort mað-
ur á að gera á undan!“
Svo hallaði hún undir flatt.
„En hvernig er hægt að mjólka kýr með vélmenni?“
Unnur reyndi að útskýra fyrir henni að kýrnar vendust
því að koma í mjaltastöðina og láta mjólka sig oft á dag,
þær fengju fóðurbæti þar og vildu auðvitað alltaf vera að
éta hann, en þær væru með hálsbönd og tölva skammtaði
þeim fóðurbætinn eftir því hvemig hálsbandið væri stillt,
og að mjaltaþjónninn þvoði þeim og setti mjaltavélina á
spenana og svoleiðis, en Kristín skildi ekkert í þessu, enda
Heima er bezt 277