Heima er bezt - 01.06.2004, Síða 44
„Lýs á höfði fjallkonunnar“. Jarðýtur við Kárahnjúka.
kom auga á bláan bíl á hæðum í
nokkurri fjarlægð frá jöklinum. Var
nú gengið beint niður af jöklinum í
stefnu á bílinn. Reyndist þar mun
minni aur í jökuljaðrinum en þar sem
við fóru upp í inneftirleiðinni. Þegar
við komum fram á urðarkamb neðan
við jökulinn blasti við okkur nokkuð
stórt lón á hægri hönd og úr því rann
kolmórauð og straumhörð á, sem lok-
aði leiðinni fyrir okkur áfram að bíln-
um. Mun það hafa verið Kverká.
Fljótlega kom þó í ljós að áin var væð
á broti, þar sem hún rann úr lóninu og
reyndist hún tæplega í hné. Að ráði
fararstjóranna höfðu margir keypt sér
vaðsokka, eins og kafarar og
kajakræðarar nota, áður en lagt var
upp í ferðina. Gert hafði verið ráð fyr-
ir að vaða þyrfti einhverjar ár sem
rynnu í Kringilsá af Þorláksmýra-
svæðinu en þær höfðu reynst svo litlar
að hægt var að stikla þær. Voru menn
famir að halda að þetta hefði verið ó-
þarfa fjárfesting. En nú komu þeir í
góðar þarfir, þar sem mjög sárt er að
vaða berfættur á grýttum botni, ekki
síst í jökulám. Eftir að menn vom aft-
ur komnir í sokka og skó var gengið
upp nokkuð langar brekkur að bílnum
sem beið okkar. Gert hafði verið ráð
fyrir að sumir vildu ganga áfram í
Grágæsadal, en allir virtust hafa feng-
ið nóg af göngu í bili og fóm í bílinn.
Völimdur í eldhúsinu í Grágœsadal.
Á meðan Sibbi bílstjóri var að taka á
móti bakpokunum og lesta bílinn
hringdi síminn í bílnurn og þar sem
hann var vant við látinn svara ég í
símann. Það er Völundur bóndi í Grá-
gæsadal að vita hvort hópurinn væri
fundinn. Ég segi það vera og að við
leggjum bráðlega af stað.
„Ég fer þá að hita kaffið“, sagði
Völundur. Við vorum 35 í bílnum en
ekki virtist Grágæsadalsbóndi láta sér
það vaxa í augum. (Völundur Jóhann-
esson verkstjóri á Egilsstöðum
byggði skála í Grágæsadal fyrir
nokkrum áratugum).
Nú ökum við grýttar slóðir Brú-
aröræfa áleiðis í Grágæsadal. Mér
fannst eiga vel við okkur vísan, sem
Andrés Valberg orti forðum um For-
dinn sinn, nema nú var bíllinn ekki
Ford.
Fordinn blái fer á stjá
fróns um háar lendur,
stiklargráum steinum á,
stýra knáar hendur.
í Grágæsadal hafði Völundur dreg-
ið fána að húni þegar við komum og
hópurinn söng fyrir hann „Hvað er
svo glatt, sem góðra vina fundur“, þó
að fæst okkar hefðu hitt hann áður.
Kaffið beið okkar á hitabrúsum en
ekki komust allir inn í einu. Þó hygg
ég að flestir hafi náð að þiggja kaffi-
bolla, enda varla annað hægt þar sem
það var boðió með svo góðum hug. í
lestum bílsins leyndust 2 stór veit-
ingatjöld ásamt lambakjöti og ýmis
konar góðgæti. Var nú gengið í að
reisa tjöldin og siðan fóru einhverjir
að grilla kjötið. Á meðan tjölduðu
flestir sínum eigin tjöldum þar sem
svefnpláss í skálanum var aðeins fyrir
6 til 8 manns.
Gerðist nú ærið sumarfagurt í Grá-
gæsadal. Sólin skein og Snæfell,
Vatnajökull og Kverkfjöll stóðu eins
og risar á verði við sjóndeildarhring.
Þegar húmaði að kvöldi hófst matar-
veisla, sem stóð fram eftir nóttu með
söng og hljóðfæraslætti. Undir blá-
himni blíðsumarsnætur, sem var björt,
þó aðeins húmaði um lágnættið var
nær ókleift að fara að sofa, en þó
skreið ég í pokann um fjögurleytið.
Sumir gengu þá á fjallið, sem mun
vera suðurendi Fagradalsfjalls, að
skoða Herðubreið þegar eldaði að
nýjum degi.
Þegar ég skreið út úr tjaldinu um
áttaleytið um morguninn var sama
góða veðrið. Nokkrir voru komnir á
stjá en Sigvarður tjaldfélagi minn svaf
enda hafði hann ásamt fleirum gengið
á vit árroðans á fjallinu undir morgun.
Eftir morgunverð leitaði ég félaga til
að ganga á fjallið ofan við skálann.
284 Heima er bezt