Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Side 4

Heima er bezt - 01.08.2008, Side 4
Agœtu lesendur. Nú má heita að það heyri til undantekninga ef fólk skrifar hvert öðru sendibréf eða póstkort. Vera má reyndar að enn sé eitthvað um það að fólk sendi póstkort og á það þá nær eingöngu við um það þegar verið er á ferðalagi erlendis, gjaman á sólarströnd einhvers staðar. En nú er ferðahraða fólks þannig varið orðið að það er yfirleitt komið heim þegar póstkortið berst til landsins. Það er eins og að ferðahraði nútímans hafi ekki náð til hefðbundinna póstsendinga á milli landa, sem enn virðast taka a.m.k. viku til tíu daga. Ef sá tími á að vera styttri þarf að kaupa þjónustu hraðsendingar- fyrirtækja, sem kostar sitt, svo tæplega verslar fólk mikið við slík fyrirtæki með venjulegan póst. Það fer samt oft þannig að þó að fólk skrifi og sendi póstkortin sín nánast strax við komu á dvalarstaðinn erlendis, að það er sjálft komið heim og búið að hitta móttakandann áður en póstkortið berst. Það eru því nokkur líkindi á því að sá siður að senda póstkort til vina og ættingja sé einn af þeim þáttum sem eru senn að hverfa úr lífi fólks með sívaxandi tæknivæðingu og ferðahraða. Reyndar má segja að þegar stigið er inn í svokallaðar ferðamannaverslanir, þá sé næsta fátt sem bendi til þess að póstkortasendingar séu eitthvað á fallanda fæti, a.m.k. ef miðað er við þann fjölda og úrval af póstkortum sem þar blasa við manni. Sá grunur læðist þó reyndar að þegar slíkir standar eru skoðaðir, að ástæða þessa mikla úrvals vandaðra póstkorta, þrátt fyrir minnkandi skriftir fólks, kunni að vera breytt hlutverk þeirra. Nú sé ekki um það að ræða að fólk kaupi póstkortin til þess að senda vinum sínum og ættingjum kveðju frá framandi stað, heldur séu þau miklu fremur keypt sem minjagripir og vönduð mynd af húsi eða stað, frá sjónarhorni sem ferðamaðurinn á ekki kost á að taka sjálfur, a.m.k. þá stundina, á fullkomna og vandaða myndavél sína, sem nánast allir hafa orðið í vösum sínum og töskum. Póstkortin séu sem sagt bara orðin viðbót við myndasafnið úr viðkomandi ferð. Og sé það raunin þá er ekki ólíklegt að þau eigi framtíð fyrir sér enn um sinn, þó í öðru samhengi sé. Nú senda flestir tölvupósta sín á milli, sem í mesta lagi tekur fáeinar mínútur að slá inn og senda. Sumir vilja meina, og sjálfsagt með réttu, að rafrænn tölvupóstur muni aldrei geta uppfyllt þann sjarma og tilfínningu sem fólst í því að fá póstkort frá ættingja eða vini. Póstkortið sýndi að viðkomandi hafði talið það ómaksins virði að fara út í búð, leita að fallegu póstkorti við hæfi, setjast síðan niður, sjálfsagt með góðan kaffibolla á nálægu kaffihúsi og skrifa nokkur vel valin orð á kortið. Þetta var, og er, ef um það er að ræða, dálítil fyrirhöfn og „tímaeyðsla“, sem sagði kannski meira um þann hug sendandans sem á bakvið bjó, heldur en hraðvirkur og rafrænt sleginn tölvupóstur gerir. En hafi það verið gaman að fá sent póstkort frá ijarlægu landi eða stað, þá var það ekki nema hálft á við það að fá skemmtilegt sendibréf. Enda tíðkaði fólk það að skrifa og senda hvert öðru sendibréf langt umfram brýnustu þörf. Það var mjög algengt að fólk ætti pennavini um allar trissur, bæði innlenda sem erlenda. Og skemmst er að minnast þess að einn með vinsælli efnisþáttum þessa tímarits, Heima er bezt, var áratugum saman, pennavinadálkurinn, þar sem áskrifendur blaðsins eða fólk í ljölskyldum þeirra, óskaði eftir pennavinum. Skiptu þessar óskir tugum í hverju hefti og hygg ég að langstærsti hluti þeirra hafi verið frá unglingum eða fólki á aldrinum á milli tektar og tvítugs. Og óskirnar komu hvaðanæva að af landinu, jafnt frá íjærstu byggð á Ströndum norður sem nesjum austan og þéttbýliskjörnum Suðurlandsins. Stundum komu óskir frá mörgum bekkjarfélögum einhvers heimavistarskólans og stundum sá maður að ein ósk í einhverri sveitinni eins og smitaði út frá sér og í næsta hefti fylgdu gjaman fleiri óskir úr sömu sveit. Texti þessara óska var yfirleitt sá sami eða svipaður og þá gjarnan eitthvað á þessa leið: Framhald á bls 302 292 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.