Heima er bezt - 01.08.2008, Page 7
Veðramótshjónin og sex elstu börn þeirra. Aftari röð,
talið frá vinstri: Þorbjörn, Jón, Sigurður, Stefán í miðið,
Björg til vinstri, Guðrún til hœgri.
Hjónin í gróðurhúsinu sínu með dóttur og barnabörn.
Þórdís Jónsdóttir kenndi okkur í Skarðshreppi. Kennt var
á ýmsum bæjum, eins og í Tungu, Fagranesi á Reykjaströnd,
Ingveldarstöðum og Brennigerði.
Þetta var góð kennsla, er mér óhætt að segja, þó að húsnæði
og kennslutæki væru ekki fullkomin. Þar lærði ég kvæði,
eins og þá var tíðkað í skólum, og kann ég þau enn. Svo
kom Þorvaldur kennari Guðmundsson í Brennigerði. Hann
var ágætur kennari. Kenndi svo á Króknum.
Gestir í Tungu
Gestkvæmt var í Tungu. Þar komu margir úr sveitinni og frá
Sauðárkróki. Jörðin er vel í sveit sett. Annars var þetta ekki
beint góð bújörð, túnið var lítið og engjar ekki grasgefnar.
Annars búnaðist okkur allvel þama.
Frá Tungu fluttumst við til Sauðárkróks en við jörðinni
tóku Helgi Magnússon og Kristín Guðmundsdóttir, hjón sem
bjuggu áður um langa hríð í Núpsöxl í Laxárdal fremri.
Einn gestur er mér einkar minnisstæður. Hann kom
alllangan veg vestan úr Laxárdal f Húnavatnssýslu. Gekk
norður íjöllin, um skörðin þrjú:, Litla-Vatnsskarð,Víðidal og
Hryggjadal. Maðurinn var Sveinn Hannesson, sem kenndi
sig við Elivoga á Langholti í Skagafirði. Sveinn gisti oft í
Tungu á ferðum sínum norður í Skagaljörð en einkum til
verslunarferða á Sauðárkrók. Sveinn kvað og las upp, og
lífgaði upp á heimilislífið með nærveru sinni. Hann var
ágætur kvæðamaður og ekki þurfti hann að hafa neina bók
í höndum er hann las eða kvað. Minni hans var einstakt.
Já, það er gott að minnast Sveins frá Elivogum.
Heima er bezt 295