Heima er bezt - 01.08.2008, Qupperneq 10
Hér anga blóm, hér glóir grund,
hér gleðst ég dœgrin löng.
Hér vil ég una alla stund
við ilm og glaðan söng.
Nú held ég fram til heiða einn
og hraða minni för.
Eg er hinn frjálsi förusveinn
á ferð með söng á vör.
Heimili og fjölskylda
Eg kvæntist lífsförunauti mínum 23. júní 1946, á 27 ára
affnæli mínu, Elínu Maríusdóttur, skrifstofumanns og húsfreyju,
í Reykjavík. Hún er nýlega látin. Hún fæddi okkur fjögur böm,
sem skulu hér talin.
1. Björn Már, fæddur 24. sept. 1947, augnlæknir
í Hafnarfirði.
Maki; Sigríður Olafsdóttir, kennarí
2. Þórey Vigdís, fædd 30. des. 1949, sálfræðingur.
Maki: Guðmundur Eiríksson, þjóðréttarfrœðingur
i utanríkisráðuneytinu.
3. Maríus, fæddur 5. júní 1955,
stærðfræðingur, Reykjavík,
Maki: Helga Sigurðardóttir, kennari.
4. Elín Soffía, f. 31. október, doktor í lyfjafræði.
Maki: Gylfi Magnússon, verkfrœðingur.
Auk þess eignaðist ég soninn Guðmund Hannes, fæddan
28 apríl 1942, með Jóhönnu Áslaugu Bergland, húsfreyju. Ég
hefi goldið torfalögin.
„Líf mannlegt endar skjótt “. Þannig yrkir Hallgrimur
Pétursson í Ijóðinu alkunna, „ Um dauðans óvissan tíma “,
Sigurlaug Guðmundsdóttir, Sigurlaug á efri árum.
áyngri árum.
sem sungið hefur verið við flestar útfarir öldum saman.
Miðvikudaginn 27. ágúst s. I. lézt Olafur Björn á Dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Grund hér í borg, á nítugasta aldursári.
Eg var nýlega búinn ganga frá ofangreindu viðtali við Olaf
Bjöm til birtingar í Heima er bezt. Það er að vísu ekki jafn
efnismikið oggagnort og ég vildi, en viðmælanda var líka tekið
nokkuð að förlast minni, er við rœddum saman. Eg vona,að
þetta viðtal gefi lesandanum nokkra mynd affarsœlum starfs-
ogfélagsmálamanni. Hann var Ijóðelskur, söngvís, glaður og
Ijúfur I umgengni. Kynni mín afBimi Olafi vom ekki löng, en
skilja eftir geðfelldar minningar. Ljóðið hans um hinn frjálsa
fömsvein mun lengi lifa.
Eg þakka Ólafi Birni kynnin, og votta afkomendum hans
h/uttekningu við brottför af þessum heimi. Fari hann í friði,
friður guðs hann blessi.
28. ágúst 2008.
Auðunn Bragi Sveinsson frá Refsstöðum.
Fjölbreyttar og vandaðar krossgátur
Hefðbundnar krossgátur af margvíslegu tagi,
f auk ýmissa skemmtilegra athygliþrauta í
bland. Einnig barnagátur.
fRÍSTUND
Krossgátublaðið Frístund, sími 553-8200
Heimasíða: www.frístund. •
Netfang: fristund@fristund.net
298 Heima er bezt