Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Síða 13

Heima er bezt - 01.08.2008, Síða 13
veðri og ætlaði að kveðja stúlkuna bað hún endilega um að fá far til Víkur, en hún var með kort og nokkuð örugg með sig. Það var alláliðið þegar við komum til Víkur og eftir að hafa tekið benzín og fengið okkur hressingu ætluðum við faðir minn af stað, en stúlkan hafði ætlað aó bíða okkar í bílnum til að snæða nesti sitt (inn vildi hún ekki þó ég byði henni, „alltof mikið“ man ég hún sagði) og kvaðst svo ætla að kveðja okkur. En svo brá við þegar við komum aftur, eftir áreiðanlega ekki meira en svona tuttugu mínútur, að þá bað hún okkur endilega um að fá far alla leið til Reykjavíkur. Ég varð óneitanlega hissa og við báðir, en auðvitað var stúlkan okkur ekki til neins trafala og farið fékk hún. Hún mátti eiga það að allt frá Öræfum var hún nokkuð þögul, mér til mikils léttis, enda talaði ég óspart við föður minn að vonum. En þegar við fórum að nálgast Reykjavík fer hún að tala um vin sinn sem hún ætli að fara til og sé sá sonur fyrrum forsætisráðherra og sé faðirinn látinn og vinurinn sé Hafstein. Ég áttaði mig strax á að þarna myndi vera um að ræða son Jóhanns heitins Hafstein og missti um leið út úr mér að ég hefði þekkt föðurinn og hún spurði þá strax hvernig og ég sá enga ástæðu til annars en segja eins og var. Þá byrjaði blessuð stúlkan að afsaka sig, hefði hún vitað að ég væri þingmaður hefði hún aldrei beðið mig um far og eitthvert fimbulfamb í því sambandi, en ég sagðist þessu alvanur. Þegar hún fór svo að tala um heimilis- fang vinarins og bað mig rétt aðeins vísa sér til vegar, þá sagðist ég bara skyldi aka henni þangaö og hún blessaði mig mjög fyrir. Ég þóttist nefnilega ekkert of viss um að losna við stúlkuna úr bílnum yfirleitt og var feginn er hún fór úr bílnum og beið alls ekki eftir því aö vita hvort einhver væri heima í húsinu þar sem hún knúði dyra og veit því ekki meir um hennar ferðir. Endalaust væri unnt að rekja bílferðir Moskvitch bifreið. af ýmsu tagi en bezt að slá botn í þessa frásögn með því að greina frá ferð með farþega sem voru mér allir vel kunnugir, en aðeins það þungir til samans að ég var þess alls óviss, hvort Moskvitchinn minn myndi þola. Ég fór akandi þessa haustferð suður af því að ég þurfti að vera á aðalfundi Styrktarfélags vangefinna á Austurlandi, er þá var haldinn á Höfn, en félagið þá ungt að árum en áhugi okkar mikill fyrir að koma upp heimili fyrir vangefna eystra, sem tókst bærilega og vonum fyrr og af mikil saga í raun og ekki úr vegi að skrifa eitthvað um síðar. Með mér fékk far á HomaQörð eóalvinkona okkar hjóna heima á Reyðarfírði, Bergljót Einarsdóttir, hún Begga mín, mikil velgjörðakona mín og mér kært að geta gjört henni þennan litla greiða. Á fundinn kom Helga Finnsdóttir, baráttukona mikil um málefni vangefinna, alveg sér í lagi barna, enda formaður í Foreldrafélagi barna með sérþarfir. Hún flutti eldheitt hvatningarerindi á fundinum, en okkur Helgu varð vel til vina og náðum vel saman, bæði í þessum málum sem og þjóðmálum almennt. Á fundinum var meðal annarra Kristján Ingólfsson. þá fræðslustjóri á Austurlandi og stjórnarmaður í Styrktarfélaginu og einnig hann var svo á suðurleið og bað um far með mér sem og Helga og var það auðsótt. Stuttu fyrir brottfor var svo náð í mig í síma og það var þá Begga mín og bað um far til Reykjavíkur, sjálfsagt og ljúft í raun. Þegar Kristján var svo sóttur á gististað kom í ljós að hann var með níðþungan farangur, m.a. eitthvert tæki sem hann kvaðst þurfa að koma í viðgerð suður og rétt rúmaðist í skottinu. Mér fór nú að verða um og ó, þrír farþegar og Kristján nálgaðist að jafngilda tveim meðalþungum mönnum og Begga mín vel í meðallagi að þyngd svo ekki sé meira sagt og Helga vinkona mín ekki sú algrennsta. En loforð var loforð og suður var haldið og ég man mætavel að víða á malarveginum dró bíllinn bumbuna og ég alltaf jafnhræddur um að eitthvað færi nú undan bílnum, en Moskinn var býsna seigur og allt gekk slysalaust og áreiðanlega hafði enginn áhyggjur af því þegar drundi í bílnum er hann strauk veginn í miðju á verstu stöðunum nema sá er hér skráir. Ferðalagið var annars hið skemmti- legasta, Kristján fróðleikssjór og fræddi okkur óspart um land og sögu, hafði eitt sinn annast skólastjórn í Vík en gaman hafði ég af því þegar Begga blessuð sem sat fram í sagði allt í einu hátt og snjallt: „Foss á Síðu“ þegar farið var þar framhjá og hló svo við og sagði: „Ég verð nú að sýna að ég viti eitthvað um landið“, og við hlógum öll. Þegar við komum svo á ættarslóðir Helgu varð af hálfgert kapp á milli þeirra Kristjáns um frásagnir og ábendingar og varð af gott gaman. Heilu og höldnu skilaði Moskinn okkur til Reykjavíkur og aðeins til viðbótar þessu rétt að geta þess að Begga mín fór austur með mér aftur, í ausandi rigningu mestan hluta leiðarinnar, en enn gegndi Moskinn sínu hlutverki vel. Þegar á leið ferðina og rigningu slotaði, sofnaði Begga mín og dormaði svo öðru hvoru allt heim til Reyðarljarðar. En þegar ég ók yfir rimlahliðið yzt í Búðakauptúni með tilheyrandi hávaða, hrökk Begga mín upp með svo miklum látum að mér brá rækilega og var nærri búinn að missa vald á bílnum og varð til happs að ég var ekki á mikilli ferð. Mundi hér hæfa amen eftir efninu. Heima er bezt 301
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.