Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Síða 14

Heima er bezt - 01.08.2008, Síða 14
 „Dóri Dórason, Flesjabæ, Suður-Landeyjasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 15-17 ára. Myndfylgifyrsta bréfi. “ Ekki er mér reyndar kunnugt um hversu mikinn árangur allar þessar bréfavinaóskir báru, og þá hvort fólk yfirleitt fékk einhver svör. Sjálfsagt hefur eitthvað verið um það, en þó er nú samt eins og að fólk hafi haft miklu meira gaman af því að óska eftir pennavinum en bara einfaldlega að skrifa einhverjum þeirra sem voru þegar að óska eftir bréfaskiptum i blaðinu. Mér fínnst einhvem veginn að allur þessi gífurlegi fjöldi óska um bréfavini í hverju hefti, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár, bendi eindregið til þess að eiginlega hafi allir verið að óska eftir pennavinum en fæstir að svara þeim hinum sem sama vom að gera. Nú er það þannig að margir af núverandi áskrifendum blaðsins voru líka lesendur þess eða áskrifendur á þessum árum og væri býsna gaman að fá línu frá einhverjum úr þeim hópi um reynslu þeirra af þessum pennavinadálkum Heima er bezt, hafi þeir hana. Heima er bezt var keypt á mínu æskuheimili á sínum tíma og var ég einn í hópi þeirra sem sendu inn ósk um pennavini og var það líklega árið 1966. Ekki minnist ég þess að óskin hafi borið árangur eða nokkrar bréfaskriftir hlotist af. Pennavinkonu átti ég þó eftir að eignast í gegnum Heima er bezt, sem til stofnaðist þannig að ég skrifaði til nafns og heimilisfangs sem birtist í þessum ágæta dálki HEB. Það kom nefnilega fyrir að þar birtust óskir frá fólki er bjó erlendis og í þessu tilfelli var það stúlka í Færeyjum, sem var að óska eftir pennavinum á íslandi. Ekki var skólagöngu minni það langt komið á þessum tíma að ég væri farinn að skrifa bréf á dönsku, sem sjálfsagt hefði verið nærtækast við pennavinkonu í Færeyjum. En ég man að við leystum tungumálaþáttinn með því að hún skrifaði einfaldlega á færeysku og ég á íslensku. Man ég ekki betur en að það hafi bara gengið ágætlega og bæði skilið bréf hins án vandkvæða, enda munur þessara tungumála ekki það afgerandi að óskiljanlegt sé. Og þó langt sé um liðið þá man ég enn þá stund þegar pósturinn, eða réttara sagt mjólkurbíllinn, því á þessum árum voru það mjólkurbílstjóramir sem önnuðust póstberastörfm um sveitir landsins, kom með fyrsta bréfið frá þessari færeysku pennavinkonu minni og í ljós kom þar með, að bréf mitt hafði komist til skila í Færeyjum og því meira að segja verið svarað. Það var spennandi andartak í heimi unglings þess tíma, heimi án tölva, farsíma og meira að segja sjónvarps, sem þá var enn ekki komið til sögunnar, þó stutt væri reyndar orðið í það. Sjálfsagt hafa verið liðnar einar 5-6 vikur frá því að ég sendi fyrsta bréfið og ég því að mestu hættur að Framhald af blaðsíðu 292. hugsa um möguleg skil á því en nokkuð langur tími leið jafnan á milli bréfa á þessum árum. Svona eru upplifanir og áherslur ólíkar á milli kynslóða, svo sem eðlilegt er. Ég hygg að það hljóti að vera nánast ómögulegt fyrir yngra fólk í dag að ímynda sér eða trúa því, hvað það gat verið spennandi og skemmtilegt að fá, í dag ekki merkari hlut en bréf, frá ijarlægum pennavini eða -vinkonu og senda svar tilbaka. Og ég man að það var viss taktík notuð í þessum bréfaskrifum, því þeim þurfti náttúrlega að halda gangandi og gæta þess með einhverjum hætti að umfjöllunarefnin þryti ekki og bréfasambandið slitnaði af þeim sökum. Gjarnan var fjallað um, a.m.k. í bréfum til annarra landa, hvað viðkomandi var að fást við þá dagana, siði og venjur í landi hans, o.s.frv. Einnig var þess gætt vandlega að skjóta inn fáeinum spurningum til hins aðilans um eitthvað forvitnilegt, til þess að auðvelda honum eða henni að byrja næsta bréf eða hafa efni í það. Og marga fleiri pennavini erlendis átti ég eftir að eignast eftirþetta, gjarnan í fjarlægum heimsálfum, svo sem Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Afríku og Ameríku, svo auðvitað af nálægari slóðum, svo sem Noregi og Sviss. Og alltaf var þetta jafn skemmtilegt og spennandi, aukþess að vera ágætur skóli í slíkum skrifum og meðferð enskrar tungu. Hygg ég að þetta pennavinatímabil hafí staðið langt framundir tvítugsaldurinn hjá mér, en þá tóku aðrir hlutir og viðfangsefni við og þessi þáttur ijaraði út. Trúi ég að því hafí líka almennt verið svo farið um það leyti, að tími almennra bréfaskipta af þessu tagi hafí verið að renna sitt skeið á enda, vegna nýrra þátta sem voru að koma inn í líf fólks og fanga athygli þess og tíma, sem áður hafði gefist í heim bréfanna. Nú er sem sagt þessi þáttur og tími í lífi fólksins liðinn að mínu mati, og það fyrir þó nokkru síðan. Og eins og með svo margt annað í lífínu sem á sitt skeið en verður óhjákvæmilega að vikja vegna þróunar samfélagsins og breytinga i því, þá mun þessi þáttur í samskiptasögu fólks aldrei koma aftur með þeim hætti og andrúmi sem honum fylgdi. Tíðarandinn og tæknin sá og sér til þess. En bréfín voru oft skemmtun og boðberar síns tíma, persónuleg og gjaman spennandi verkefni. Það yljar manni stundum um hjartarætumar að hugsa til stússins í kringum þau og þann tíðaranda og hughrif sem þau áttu þátt í að skapa. 302 Heima er bezt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.