Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Síða 18

Heima er bezt - 01.08.2008, Síða 18
Um 1950 hafði jyll breiðst út með Fjöllunum frá Drangshlíð að Seljalandsfossi en þar tókfyll fyrst heima í hamrinum sunnan við fossinn. (Ljósmynd: Erling Ólafsson). Einnig tekur fyllinn á þessum tíma að taka heima og verpa framan til í Kaldaklifsgili sem er mikið árgil innan við Dragshlíðarijall að vestan. Arið 1885 er fýlsvarp hafið í gilinu. Út með Fjöllum 1900 - 1950 Fýlnum íjölgaöi mjög og vörp þéttust þar sem hann tók fyrst heima og jafnframt færði hann út kvíamar. Eftir aldamótin 1900 tók hann að fikra sig vestur með Fjöllunum. Fýll tekur að verpa í Högnakletti suðaustan í Raufarfelli um 1930 og í Steinafjalli um 1935. í Laugarárgil sem er við Seljavelli innan við Raufarfell kemur fyll um 1940. Upp úr 1940 fer að verða vart við flögrandi fýl með hamrabeltinu á milli Hvamms og Seljalands og er líklegt að fyrsta varp hafi hafist þar í kringum 1945 og verður þar mikil ljölgun næstu árin. Fyrir ofan Sauðhúsvöll, milli Hvamms og Seljalands, tekur fýll að verpa rétt upp úr 1950. Við Seljalandsfoss og Hamragarða tekur fýll heima rétt fyrir 1950. Þar er fyrsta varpið í hamrinum rétt sunnan við fossinn. í Skálakróki austan við Hvamm er fýllinn heldur seinna á ferðinni og tekur hann að verpa ofan við bæinn á Núpi um 1955. Inn til Fljótshlíðar og Þórsmerkur 1950 - 1970 Áfram heldur landnám fýlsins eftir 1950 og fer hann að sjást inn með Merkurbæjum og í Fljótshlíð. Um 1952 tekur hann að verpa í Þórólfsárgili innan við Fljótsdal í Fljótshlíð og er það fyrsta þekkta varpið innan við Hamragarða. Fáum árum seinna, eða um 1955, fer fýllinn einnig að verpa í hamrinum ofan við Þorsteinslund í Hlíðarendakoti. Um 1957 er einnig komið varp við Merkjá á milli Hlíðarendakots og Múlakots. Tveimur til þremur árum seinna tekur fuglinn heima ofan bæjar í Múlakoti. Um svipað leyti eða 1959 fer fyllinn einnig að verpa sunnan Markarfljóts og er fyrsta þekkta varpið í Merkurkeri sem er um 5 km innan við Stóru- Mörk. Um 1960 tekur fýll að verpa á Þórsmerkursvæðinu og eru fyrstu þekktu vörpin í Stakkholtsgjá, Hvannárgili og Valahnúk. í Stóra-Dímon á Markarfljótsaurum tekur fyll að verpa um 1962. Hugsanlegt er að grjótnám í fjallinu sem stundað var fram undir þann tíma hafi haldið fuglinum frá, en það lagðist af upp úr 1960. Eftir 1960 tekur fýll að breiðast út um gil og hamra innan við Merkurker og er komin í Smjörgil inn undir Gígjökli um 1970. Um það leyti fer hann einnig að verpa í Búðarhamri við Stóragil norðan Krossár og var það innsta varpið í Þórsmörk árið 1980. Norðan Markarfljóts fjölgaði varpstöðum áfram. Varp er komið við Gilsá innan Þórólfsfells um 1968 og um ári seinna í Bleiksárgljúfri við Barkarstaði og við Marðará við Fljótsdal. Upp úr 1970 tekur fýll að verpa inni í Markarfljótsgljúfri við ármót Fremri- Emstruár. Árið 1973 eru heimildir um hreiður á þeim stað. Þegar við fómm þar um árið 1980 hafði það aukist og var þá lengst inn til landsins af öllum vörpum sem við könnuðum í sýslunni. Mörkum náð að vestan og austan Ystu vörpin í Rangárvallasýslu árið 1980 voru í Skútugili við Fiská í Vatnsdalsfjalli, sem er vestur af Þríhyrningi. Þar tók fýll að verpa um 1969. í Flókastaðagili sem er yst í Fljótshlíð á milli Breiðabólstaðar og Flókastaóa varð fyrst vart við fýlsvarp árið 1977. Ætla verður að þetta séu vestustu staðir í Fljótshlíð og Hvolshreppi með ákjósanlegum klettum fyrir fýlinn en þegar utar dregur lækkar land og tekur við flatlendið vestan Hvolsvallar. Ekki könnuðum við með varp í Landssveit eða á Rangárvallaafrétti en engar spurnir höfðum viö af fýl á þeim slóðum á þessum tíma. I austurhluta sýslunnar breiddist fýll einnig út til austurs frá Drangshlíðarljalli eftir að hann tók þar fyrst heima um 1860. Upp úr 1940 tekur hann að verpa austan í Drangshlíðarfjalli við Drangshlíðardal og við Skógafoss undir 1960. Um og eftir 1960 fer fýll að verpa í Kvemugili, Hofsárgili og Dalárgili austan Skóga og á milli 1960 og 1970 kemur hann í Fjallgil og Jökulsárgil sem eru á austurmörkum sýslunnar vestan við Sólheimajökul. 306 Heima er bezt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.