Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Side 37

Heima er bezt - 01.08.2008, Side 37
Ungur veiðimaður í auðninni. hófst vegna hversu þunnskipað var í flugvélinni, sem var breiðþota af stærstu gerð, því það voru álíka margir farþegar og starfsfólk um borð. Enda var stjanað við farþegana og komið fram við þá eins og að þjóðhöfðingjar væru á ferð. Flogið var yfir vötnin miklu á landamærum Kanada og Bandaríkjanna og áfram yfir Dakota og Montana og lent í borginni Seattle í Washingtonfylki, sem er norðarlega á vesturströnd Bandaríkjanna. Það var ævintýralegt að virða fyrir sér landslagið á þessari leið þvert yfír Bandaríki norður Ameríku Það var bjart og heiðskírt svo vel mátti greina landið sem flogið var yfir. Klettafjöllin voru hrikaleg í tign sinni og Yellowstone svæðið með sínum furðulegu fyrirbærum. Eftir um það bil fimm klukkutíma tlug var lent á flugvellinum í Seattle og gengið frá borði. Fyrirkomulag var nokkuð annað en ég átti að venjast við að fara inn í flugstöðina. Gengið var úr flugvélinni niður í göng og komið upp úr þeim inni í flugstöðinni. Fljótlega fékk ég flug til Fairbanks sem er inn í miðju landi og er ein af stærri borgum í Alaska. Fleldur þótti mér flugvélin, sem átti að fljúga með þangað, skuggaleg. Hún virtist vera svört af sóti eða öðrum óhreinindum en í lagi þegar inn var komið. Það var farið að skyggja þegar flogið var yfir vesturströnd Kanada en þó mátti sjá ógrynni af eyjum stórum og smáum úti fyrir ströndinni og þegar komið var inn yfir fastalandið virtist umhverfið vera gráleit auðn og lítið um byggð og ljós. Eftir lendingu á flugvellinum í Fairbanks var ekið að mjög athyglisverðu hóteli sem var kennt við konung sem ég man ekki Iengur hvað hét. Húsið var stórt bjálkahús með afgreiðslu og veitingasal á neðri hæð og svefnaðstöðu í nokkrum herbergjum á efri hæð. Ég fékk mér kvöldverð í veitingasalnum þar sem var fremur fátt af fólki en þó sátu nokkrir við barinn og hafa eflaust rætt um landsins gagn og nauðsynjar. Þó taldi ég margt benda til þess að flestir væru úr sinni hverri áttinni og þekktust sennilega takmarkað. Ég sat við borð og fór að skoða kort af Alaska og gera mér grein fyrir aðstæðum og leita að nafni þorpsins sem ferðinni var heitið til. Ég vissi að það var á bakka Yukon árinnar sem er stórfljót og rennur gegnum stóran hluta Alaska. Ég fann nafnið á kortinu og komst að því að u.þ.b. tvo klukkutíma tæki að komast þangað með lítilli flugvél, sem losaði póst í leiðinni í öðru þorpi. Við næsta borð sat ungur maður sem greinilega vantaði félagsskap. Hann kom til mín og heilsaði og vildi vita hvaðan ég kæmi og hver áfangastaður minn væri. Hann sagðist vera að koma úr vinnu á norðurpólnum og væri á leið heim til sín í frí. Þegar ég spurði nánar um þennan norðurpól kom í ljós að ungi maðurinn hafði unnið við að leggja leiðslur sem áttu að flytja gas/olíu til Bandaríkjanna. Þetta væru mikil mannvirki sem mörg þúsund menn störfuðu við bæði dag og nótt árið um kring. Vinnustöðvamar meðfram leiðslunni báru sérstök heiti og hans vinnustaður nefndist Norðurpóll. Starfsfólkið vann við erfið skilyrði en hafði miklar tekjur. Töluvert vildi ganga á tekjurnar hjá mörgum, því eins og í villta vestrinu forðum, væm barir á staðnum, sem verðlögðu vöru sína hátt og einnig fjöldi kvenna sem tóku greiðslu fyrir þjónustu sína. Þó fróðlegt væri að hlusta á frásagnir unga mannsins þurfti ég að fara að sofa til að vera reiðubúinn fyrir verkefni morgundagsins. Eftir góðan morgunverð daginn eftir flutti bifreið á vegum hótelsins mig og fleiri út á flugvöll þar sem flugvél beið tilbúin að fara á loft. Það var mjög kalt og mikið frost svo ég var feginn að koma inn í flugvélina, því klæðnaður minn var ekki beint sniðinn fyrir vetrarveður í Alaska. Þegar búið var að gera vélina klára fyrir flugið og loka hurðum var henni ekið út á braut og fór hún greiðlega í loftið. Heldur þótti mér kuldalegt inni í vélinni, og lék kaldur blástur um farþegarýmið. Hitastig á jörðu niðri var yfir 20 stig í mínus og eflaust enn kaldara í flughæð. Öðrum farþegum þótti þetta allt vera eðlilegt enda klæddir á viðunandi hátt miðað við aðstæður, kappklæddir með hettur svo aðeins sá í nefið. í fávisku minni var ég í venjulegum ferðafötum og þunnum frakka og einföldum skóm og ekki með neitt á höfðinu nema ört fækkandi hár. Við hliðina á mér í flugvélinni sat maður í fyrirferðarmiklum kuldaklæðnaði. Hann bar einkennismerki eins og her- eða lögreglumaður. Flugvélin þurfti að lenda á stað sem Heima er bezt 325

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.