Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Side 38

Heima er bezt - 01.08.2008, Side 38
Sigurliðið í sleðakeppni hvílist á Yukon-inn barmim, eftir 1400 mílna ferð á 14 sólarhringum. heitir Tanana og þegar kom að því að lenda og afgreiða póstinn í áðumefndu þorpi bjóst ég við að þar væri flugvöllur og aðstaða til lendingar. Ekki sá ég samt neitt nema stór og mikil tré, ísilögð vötn og grátt snjólag þar sem ekki vom tré. Flugmaðurinn var greinilega ekki með miklar áhyggjur af lendingarstaðnum, hann renndi vélinni bara niður og lenti hressilega. Ekki veit ég hvort mér fannst það vera á ís en komst að því síðar að þama var þokkalegur flugvöllur. Eftir að hafa skilað af sér pósti og farþegum var farið í loftið og okkar áhyggjulausi flugmaður tók stefnu sem hlaut að liggja að þeim stað sem ég myndi yfírgefa flugvélina á og var ég nokkuð sáttur með að flugferðinni lyki sem fyrst. Brátt blasti við flugvöllur ásamt litlu þorpi og var þar kominn áfangastaður minn, þorpið Galena. Þegar ég gekk frá borði í flugvélinni var kuldalegt um að litast, heljarfrost en logn, jörðin hvítgrá og ísing hvert sem litið var. Ég sá þorpið álengdar og gekk í áttina þangað og var mjög ósáttur út í sjálfan mig fyrir að hafa ekki hugsað út í hvemig þyrfti að klæðast á svona stað. Ég mundi þá eftir því að ég væri fæddur og uppalinn á Islandi og ekki væri á dagskrá að vera vesældarlegur í öðru landi og harkaði af mér og gekk áfram en þótti leiðin nokkuð löng. Allt í einu stöðvar bifreið við hliðina á mér og spurt er hvert ég sé að fara. Ég gef upp nafn og heimilisfang og mér er boðið að sitja í bílnum því þeir, sem í honum vora, séu á sömu leið. Þeir stöðva bílinn svo í götu sem mér þótti heldur kaldranaleg á að líta, enda frostið sennilega um 25 gráður á Celsius. Ég bankaði á hurðina og elskuleg lítil stúlka opnaði og kallaði til mömmu sinnar: „Ari er kominn!“ Ég var fljótur að koma mér inn úr kuldanum og heilsa fólkinu. Mér var vel tekið og hef sennilega ekki orðið vitni að meiri ánægju með gestakomu í annan tíma, enda kom í ljós að þau bjuggust við að einhver væri að koma frá ijölskyldu þeirra á íslandi. Það höfðu borist fréttir af sjúklingnum sem var á sjúkrahúsi í Fairbanks, hann væri líklega úr lífshættu. Aftur var bankað og þar birtist lögreglumaðurinn sem sat hjá mér í flugvélinni á leiðinni til Galena. Ástæðan fyrir komu hans var sú að fá upplýsingar um slysið. Hann gaf þá skýringu á komu sinni að viðkomandi hefði verið í þjónustu hersins og öll skýrslugerð yrði að vera í lagi til að fyrirbyggja eftirmála og/eða kröfugerð um skaðabætur á hendur hemum. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum var ekkert sem benti til að um saknæmt athæfí væri að ræða hvorki af hendi hersins né annarra. Ástæðan væri óhappatilviljun, sem enginn hefði átt von á eða getað afstýrt. Síðan kvaddi hann með óskum um góðan bata. Eftir samræður og góðan kvöldverð var lagst til svefns og sofið vel því þrátt fyrir kuldann utandyra var góður hiti í húsinu. Sama veðrið var daginn eftir, mikið frost og logn, og sagði heimafólk að svona veður væri venjulega alla daga frá hausti til vors en með sumarkomu hlýnaði og hitinn færi vel yfír 20 gráður og flesta daga væri sólskin. Þama væri algjör meginlands veðrátta. Eftir góðan morgunverð var rætt um að nú þyrfti að fara að sinna morgungjöfmni hjá dýmnum og hvort ég vildi koma og sjá aðstæður, Ég rak upp stór augu við þessa umræðu, því ég bjóst ekki við að hér væri rekinn fjárbúskapur. Heimilisbíllinn var settur í gang og var það auðvelt þrátt fyrir kuldann því rafmagn var leitt úr húsinu til að halda hita í bílnum, bæði á vél og innandyra. Var síðan ekið nokkurn spöl ffá húsinu þar sem skemma stóð og bjóst ég við að þar innan dyra væri búfénaðurinn. Þegar inn í skemmuna kom heyrðist hljóð úr homi, því allmargir hvolpar vom þar í kassa og vildu mat sinn án tafar. Eftir hafa gefið þeim morgunverðinn, sem var hálffrosin, niðurskorin laxaflök, var farið til hliðar við skemmuna og þar mætti okkur mikil háreysti. Þar voru allmargir sleðahundar í tjóðri og var haft það langt á milli þeirra til að þeir náðu ekki saman til að fljúgast á með óvissum afleiðingum. Hver hundur fékk eitt flak af nokkuð 326 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.