Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Page 40

Heima er bezt - 01.08.2008, Page 40
konan vildi ekki fara frá honum meðan hann væri á sjúkrahúsinu. Var því rætt um að eldra bamið, stúlka, sem var orðin tíu ára, færi með mér heim og hjónin tækju áhvörðun um framtíðina þegar heilsa hans væri orðin betri. Var búist til ferðar og flogið til Fairbanks. Á leiðinni var ég fræddur um landið sem við flugum yfir, auðnin virtist vera óendanleg, vötn, skógur og fljótið, sem var afar tilkomumikið. Það var einstök upplifún að horfa á hæsta fjall Norður-Ameríku, McKinley, 6240 metra hátt, sem var tignarlegt að sjá, þar Bjálkahús. Bústaður irmfœddra, tvö börn veifa Ijósmyndarannm. sem það reis upp úr auðninni. Ekki sá ég þó svæðið þar sem gullgröfturinn mikli átti sér stað og bæjarnafnið Klondike minnir á. Hefur mikið verið rætt og ritað og gerðar kvikmyndir um gullæðið mikla, sem svo var nefnt. Þó mest hafi verið rætt um gullgröftinn er einnig unnið margt annað úr jörð þama, t.d. tin, kopar, platínum, kol, olía, marmari og fleira. Síðustu árin hafa svo bæst við miklir tlutningar á orkugjöfum til Bandaríkjanna. Það vakti athygli mína og undrun í að í nágrenni flugvallarins virtust vera Qölmörg bílastæði þar sem bílum var lagt skipulega í allmargar raðir. Mér fannst þetta eitthvað undarlegt fyrirkomulag og fékk þær upplýsingar að þetta væru ekki bílar heldur litlar flugvélar. Þær væru mest í eigu einstaklinga og fyrirtækja og notaðar svipað og einkabíllinn hjá okkur á Islandi. Þama væri venja að fólk fengi réttindi til flugs á þessum vélum eins og ökuréttindi á bifreiðum. 328 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.