Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Síða 41

Heima er bezt - 01.08.2008, Síða 41
Eftir lendingu var ekið inn í bæinn og á mótel og fengum við þar gistingu. Herbergin voru í einfaldri röð og að sjálfsögðu allt úr timbri. Þar inni var góður hiti þó úti væri heljarfrost. Þarna sá ég eitt undrunarefnið í viðbót það var ísing innan á útvegg við dyrnar, um 50 sentímetra upp með þilinu. Sennilega hefur gustað með útihurðinni og kuldinn mætt hitanum sem inni, en það var 20-30 stiga frost úti og líklega álíka hiti inni. Síðan var farið í heimsókn á sjúkrahúsið. Sjúklingurinn varð glaður að fá konuna og börnin í heimsókn og tók mér vel eins og ætíð áður hér heima. Þau hjónin ræddu um þá hugmynd að eldra bamið færi til íslands með mér. Hann taldi það vera skynsamlegt og síðan ræddu þau hjónin um framhaldið þegar hann væri orðinn styrkari og læknar teldu að hann væri orðinn ferðafær. Okkur létti öllum við að sjá hvað hann var orðinn hress. Fórum við síðan að hvíla okkur fyrir ferðalagið heim daginn eftir. Næsta dag kvöddum við mömmu hennar og soninn unga, sem lofaði að passa mömmu sín vel, verandi eini karlmaðurinn á heimilinu. Það var nokkur bið á flugvellinum í Fairbanks og við gengum um í flugstöðinni og virtum fyrir okkur mannlífið á svæðinu. Meðal þeirra sem þar voru, var maður sem leit nokkuð hrikalega út. Hann var með miklar umbúðir á höfði sem náðu niður fyrir annað augað og voru blóðlifrar niður undan því. Hann var þó nokkuð fyrirferðarmikill og bar sig vel og lét töluvert í sér heyra. Það kom í ljós að hann var sænskumælandi og frá Finnlandi. Hann var að fara heim til sín úr vinnu sem hann stundaði, sennilega við gasolíu lögnina. Hann fór að skemmta sér kvöldið áður og lent í slæmum félagsskap. Allir peningarnir farnir og annað augað. Trúlega hefur hann fengið ríflegan skammt af verkjastillandi á sjúkrahúsi eða hjá lækni, því honum fannst þetta ekki vera stórmál og vildi endilega blandi geði við aðra sem þarna voru. Við veittum því athygli síðar, við komu til Kennedyflugvallar, að það var heldur lægra rísið á veslings manninum, enda eðlilegt þegar verkjalyfm hættu að verka og sennilega ekki tilhlökkunarefni að koma heim til fjölskyldunnar við þessar aðstæður. Flugið til New York var tíðindalítið. Ekki voru margir farþegar um borð, svo við gátum lagt okkur í sætin og sofnað. Þegar átti að lenda á Kennedy var komið leiðindaveður og flugvélin látin fljúga nokkra hringi, í von um að veðrið myndi lægja. Loks var ákveðið að lenda og gekk mikið á þegar vélin skall niður á brautina og komst talsverð hreyfing á það sem í vélinni var. Næsti liður var síðan að koma okkur í flug til Keflavíkur og var mjög notalegt að vera kominn um borð hjá okkar ágæta íslenska ílugfélagi. Eftir lendingu í Keflavík fórum við heim og var tekið vel á móti okkur eins og við værum úr helju heimt. Mér er þessi vikuferð minnisstæð, því þetta er framandi heimur þama. Alaska er mjög víðlent og margbrotið land, sextán sinnum stærra en Island. Ekki veit ég um íbúaijölda landsins en fyrir u.þ.b. sextíu árum voru þeir um 130.000 þúsund og hefúr tjölgað síðan. Þessir fáu dagar í desember mánuði árið 1975, gáfu mér aðeins örlitla hugmynd af aðstæðum í þessum heimshluta, sem em í mörgu ólíkur því sem við hér á Islandi eigum að venjast. tLh V cLb eLJs cLL Möppumar utan um Heima er bezt geyma blaðið í handhægu formi. Hver mappa tekur einn árgang. HEIMA ER fi^Éa £eiim Pöntunarsími: 553-8200 Netfang: heimaerbezt@simnet. is Heima er bezt 329
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.