Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Page 44

Heima er bezt - 01.08.2008, Page 44
Húsið í Skarðshlíð þar sem Auðunn kenndi í rishœðinni, veturinn 1953-1954. Ljósm: Guðjón Baldvimson. og Grétar Andrésson í Beijanesi (11 ára). Þá mættu ei bömin tvö, systkinin frá Önundarhomi, Svanlaug (9 ára) og Jón Már Adólfsson. Fimmtudaginn 14. janúar komu þrjú böm ný í yngri deild. Þóra Gissurardóttir, Selkoti, 9 ára, Þórhildur Jónasdóttir, Rauðafelli, 9 ára, og Kristinn Heiðar Jónsson, 9 ára. „Þá em bömin í yngri deild orðin 17 að tölu, eins og í þeirri eldri.“ Sunnudaginn 17. janúar fórég til kirkju að Eyvindarhólum. „Þar messaði séra Sigurður Einarsson, sóknarprestur í Holti. Mæltist honum vel, fannst mér. Fáir vom við messu. Organisti er Jón Hjörleifsson í Skarðshlíð.“ Ekki var skólahúsnæóið í Skarðshlíð beint til fyrirmyndar. Oft var kalt á loftinu, og miðvikudaginn 20. janúar varð ég að vísa bömunum heim stuttu eftir hádegið. „Búast má við, að ekki verði alltaf hlýtt í veöri eftirleiðis, ef stormar aö ráði.“ Sunnudaginn 24. janúar skrapp ég á reiðhjóli mínu með Svein son minn út að Rauöafelli, til Jónasar Hjörleifssonar. „Fékk ég þar góðar viðtökur. Jónas á tvær dætur hjá mér í yngri deild: Guðnýju Ingunni, f. 26. mars 1942, og Þórhildi, f. 9. febr. 1945. Þar að auki á Jónas tvo drengi, fædda 1954, í janúar, og 1952, 24. febrúar. Jónas er sonur Hjörleifs Jónssonar í Skaröshlíð, föður Jóns oddvita s. st„ en þeir em þó ekki sammæðra. Jónas er fæddur l.jan. 1909. Er skírður af sr. Kjartani Einarssyni, prófasti í Holti. Eftirmaöur Kjartans í embætti var sr. Jakob Ó. Lámsson, en hann átti dóttur hans, Sigríði.“ „Séra Sigurður spurði bömin bamaspuminga í skólanum eftir að ég hafði lokið kennslu, miðvikudaginn 27. janúar og ofl endranær. Atti ég stutt spjall við hann. Ekki fannst honum skólahúsnæðið hentugt, sem er heldur ekki að vænta. Þetta er bráðabirgðahúsnæði, leigt um tveggja ára tímabil fyrir kennslu bama í Austur-Eyjafjallahreppi“. Sunnudaginn 7. febrúar fór ég á hjóli mínu austur að Skógaskóla. Messa féll niður hjá prestinum, vegna veikinda. Amór sonur minn varð tveggja ára þennan dag. Hann var þriðja bam okkar; varð ekki nema 23 ára, dó 16. mars 1975. 13 febrúar: „Kenndi yngri deild. Aldrei hefur nokkur blettur fallið á sambúð mína og bamanna í vetur, og má þaö teljast þakkarvert. Ég er ánægður með það. Didda litla er 3ja ára og 3ja mánaða í dag. Mikið á hún eftir, ef hún fær að lifa til elliára.“ Að Drangshlíð kom drengureinn laugardaginn 13. febrúar, Þorlákur Láms Hannesson, 9 ára. Verður hann hér eitthvað. Drengurinn er úr Reykjavík. Hann las hjá mér í dag í fýrsta hefli, nýrri útgáfu. Æskan er þjóðin á morgun. íslenska þjóðin á glæsilega kynslóð, sem nú er að vaxa upp.“ Mánudaginn 15. febrúar segir frá því, að feikileg rigning haíi verið. Komu aðeins tvö böm í skólann, Sigga í Skarðshlíð og Magnús á 1 Irútafelli. Féll því kennsla niöur. En tljótlega geröi besta veður. Ég fór á hjólinu austur að Eystri-Skógum. Fékk þar góöar viötökur. A eltir að koma á marga bæi hér, hvaðan böm em frá í skólanum.“ 332 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.