Heima er bezt - 01.08.2008, Síða 45
Miðvikudagur 16. febrúar: „Miðsvetrarprófi lauk í eldri deild
með lestarrófi. Hæstu einkunn hlaut Amaldur Ámason, Ytri-
Skógum, 8,06 stig. Næstur varð Ólafur Guðjón Tryggvason,
Raufarfelli, með 7,82 stig.
21. febrúar, sunnudagur: „Ég var í vikunni sem leið boðinn
í dag út að Lambafelli. Þar býr Hróbjartur Skæringsson, með
konu sinni, Ingibjörgu Ámadóttur. Frá Lambafelli em tveir
drengir í skóla mínum: Þór, 13 ára, og Einar Jón, f. 6. mars
1942, í yngri deild. Fékk góðar viðtökur. Böm hjónanna em
sex. Elst er Kristín húsfreyja í Skarðshlíð, gift Sveini Jónssyni.
Hún er fædd 1935“.
22. febrúar: „Fór snögga ferð á hjóli mínu að Skógum. Hitti
Albert kennara. Hann hefur mikla stílabunka á borði jaíhan.
Átti tal við Júlíus Daníelsson, kennara. Hann kennir alla ensku,
og auk þess búfræði, því að hann hefúr stundað búnaðamám
ytra; er stúdent.“.
Hugleiðingar, fimmtudaginn 4. mars: „Veturinn hefur verið
afar mildur, og ber auðvitað að þakka slíkt. Ég var staddur
að Stórólfshvoli (Hvolsvelli) fyrsta vetrardag. Ferð sú hingað
austur var góð, gagnleg og skemmtileg. Þó var ég nokkra daga
á eftir óviss um, hvort ég ætti að fara hingað. Húsnæðið var
þar fyrst og fremst í veginum. Sá ótti hefúr reynst ástæðulaus,
en margt er vitanlega andstætt, en hvar er allt í lagi?“
5. mars, löstudagur: „Sex böm mættu ei í eldri deild í dag.
Hef látið þau skrifa heimastíla þar undanfarið. Ég fæ alls staðar
gott orð fyrir kennslu mína hér. Þykir mér vænt um það.“
Drengur fæddur. Þriöjudaginn 9. inars fæddi kona mín dreng,
sem Ijósmóðir úr Vík í Mýrdal tók á móti. Drengurinn fæddist
um hálf sjö um kvöldið. Ljósmóðirin var Kristín Loftsdóttir,
frá Bakka í Austur- Landeyjum. Frá Hmtafelli fengum við
hjálparstúlku til að sjá um heimilið, meðan konan lá á sæng,
Guðbjörgu Eyjólfsdóttur að nafni. Ljósmóðirin dvelst hér þrjár
nætur. „Ég býð litla vin velkominn í hóp lifenda, og óska honum
langrar ævi og farsældar á ófarinni ævibraut: Það munu og allir
aðrir hér geta tekið undir.“
Sunnudagur 14. mars: „Þorlákur, drengurinn hér, varð mér
samferða á reiðhjóli. Komum að Hlíð og að Seljavöllum. Alls
staðar daikkið kaffi og borðað brauð. Góðar viðtökur hér á
bæjum.“
Ingimar Jóhannesson, fúlltrúi í fræðslumálskrifstofúnni,
skrifar mér bréf og segir þar m. a.:
„Mér þykir gott að heyra, að þú unir þér vel áffarn, en geturðu
ekki litið í kringum þig eftir þægilegra húsnæði, ef þú vilt vera
þarna og fólkinu líkar vel við þig? Spyr sá, sem ekki veit. Ég
skil, að þaö er alls vegna. Þú minntist á mismun þann, sem þér
finnst vera á bömunum á Sandi og undir EyjaQöllum. Ekki
er það með ólíkindum; umhverfið er ólíkt. Fjöllin em einhver
fegursta sveit þessa lands, en Hellissandur með minni kauptúnum
og ef til vill með þeim lágreistari, a. m. k. ef þeir em líkir því,
sem gerist í Olafsvík, að sögn kunnugra.
Gott er, að þú kynnist heimilum, en ekki skaltu gera of mikið
af því. Meðalhóf er vandratað. „Maður verður alltaf að vera
hæfilega tortrygginn", sagði gamall maður við mig í dag, og
mikið er satt í því. Það er gott að kynnast fólkinu, en maður
má ekki láta það ná of miklu valdi yfir sér. Sannarlega er
það rétt, sem þú segir, að bamakennsla er fjölþætt starf og
vandasamt Betur mætti það vera launað, og er þó stómm betra
nú en fyrrum. Þegar ég var á þínum aldri, þurfti 15 ár, hálfa
starfsævi, til að komast á hæstu laun. Og hefði ég haft sömu
laun 1937 og nú er orðið, hefði ég talið mig efiiaðan mann.
Ekki meira um það.
Kær kveðja til konu þinnar og bama, frá mér og Sólveigu.
Með vinsemcl og kœrri kveðju.
Ingimar Jóhannesson. “
20. mars skrapp ég út að Lambafelli: „Tek Þór í aukatíma
þrisvar í viku fram að páskum.“ Daginn eftir fór ég með Svein á
hjólinu austur að Jökulsá á Sólheimasandi, öðm nafúi Fúlalæk.
„Það er réttnefni, því að mikil fyla gýs af vatninu í ánni.
Kona frá Eyvindarhólum, Dýrfinna að nafhi, 11 bama móðir,
færði okkur gjafir í dag, i tilefni fæðingar drengsins. Góðar
gjafir.“
Fimmtudaginn 25. mars fór ég með yngri krakkana upp í
fjallshlíðina fyrir ofan Skarðshlíð. Með kvöldinu hvessti dálítið
og varð kalt nokkuð.
Sunnudaginn 28. mars fór ég með Svein á hjólinu út að
Ysta-Bæli. „Þar býr Sveinbjöm Ingimundarson, f. 1.9. 1926,
með konu sinni, Eygló Markúsdóttur, f. 10. 7. 1933. Þau eiga
einn dreng, og er annað bam væntanlegt í apríl. I Ysta-Bæli
er drengur, Ingimundur að nafúi, 9 ára. Var í skóla fyrir jól, en
eftir nýárið var ekki talið ráðlegt að hann færi í skóla vegna
kíghósta, er berast kynni með honum heim að Ysta-Bæli, en
þar er drengurinn, Öm að nafhi, mjög veill til heilsu. Hefur
Ingimundi samt farið vel fram í vetur. Ég athugaði kunnáttu
hans.
Fimmtudaginn 8. apríl fór ég með yngri deild upp á fellið
fyrir ofan Skarðshlíð. Höfðu þau gaman af því. Oft fór ég með
þau eldri, og fúrðaði mig á hversu hugrökk þau vom að klifra í
snarbröttum fjöllunum. Ég var ragari við þetta - að vonum.
11. apríl, sunnudagur. „Þau urðu úrslit í stafsetningar-
samkeppninni í eldri deild hjá mér, að Amaldur Ámason
varð efstur, Ema Gissurardóttir önnur og Olöf Bárðardóttir,
Berjaneskoti, nr. 3.
16. apríl fór ég á hjóli út að Leirunt og Nýlendu. „Ólafur
gamli á Leirum hefði þegið dropa af víni, en ég átti því miður
ekkert slíkt. I sumar, ef ég skrepp austur, mun ég kaupa flösku
handa honum og hafa aðra með mér. Slíkt efni ég, ef við lifúm
báðir.“
Þetta varð því miður ekki, Ólafúr dó ekki löngu síðar.
Heima er bezt 333