Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Side 46

Heima er bezt - 01.08.2008, Side 46
Horft til Eyjajjallajökuls og Rauðafells í Austur-Eyjafjallasveit. Ljósm: Guðjón Baldvinsson. í gærkvöld höfðum við dvalið 23 vikur hér í Drangshlíð, en verðum 26 rúmar, eða hálft ár. Það var vissulega ekki glæsilegt að flytjast hingað í haust í lítið húsnæði, með þijú börn, og það fjórða á leiðinni. En þetta hefur lánast ffamar öllum vonum. Héðan í frá er allt sloppið, bömin fleyg og fijáls úti í góða veðrinu.“ „Sigurður Einarsson spurði bömin í dag. Með honum kom að Skarðshlíð Sigfus Halldórsson, tónskáld. Hann er góðkunningi Sigurðar prests. Hann fer vestur í Stykkishólm bráðlega og skemmtir þar 1. maí, á hátíðisdegi verkalýðsins. Sigfus er fæddur árið 1920 í Reykjavík. Snemma fór hann að fást við tónsmíðar, innan við tvítugt, og hafa vinsældir hans aukist jafnt og þétt síðustu árin. Kunnasta lag hans er tvímælalaust „Litla flugan“. Á annan í páskum, 19. apríl, fór ég í kirkju að Eyvindarhólum, í annað sinn á vetrinum. En kennslan hófst eftir páskafríið þriðjudaginn 20. apríl. Daginn eftir, sem var síðasti vetrardagur, afhenti ég Amaldi Ámasyni bókina „Síðasti móhíkaninn“ og Emu „Bömin við ströndina“, en Ólöfu bókina „Veronoiku“. Sunnudagur 2. maí: „Bjart er yfír byggðum héma, þegar vorið fer yfir gjörvallt landið. í dag er annar sunnudagur í sumri. Eg fór á hjóli út að Steinum og verslaði örlítið við Jóhann Guðmundsson. Jón í Skarðshlíð vildi ekki fara í búð!“ 22. aprfl fór ég út að Selkoti og átti þar ánægjulega viðdvöl. Bóndinn, Gissur Gissurarson, er kvæntur Gróu Sveinsdóttur, en ættleggur hennar hefur búið á þriðja hundrað ára í Selkoti; Gissur er bróðir ísleifs hreppstjóra og þeirra mörgu systkina. Hann er sýslunefhdarmaður Austur- Eyjaijallahrepps, var áður formaður skólanefhdar. Sjá viðtal við hann í Heima er bezt, erégtók 1970. Var á skemmtun í Skógaskóla laugardaginn 24. aprfl sem haldin var þar eftir að prófum í fyrsta og öðmm bekk lauk. Þriðji bekkur var ekki laus fyrr en í lok maí. Skrapp í heimsókn til Áma bústjóra í Skógum og frúar. Á leiðinni austur datt mér eftirfarandi erindi í hug: Þá andar blær og allt er gróðri vafið og aftanroði gyllirfiallahring, og prúðir geislar hellastyfir hafið, er höfðinglegt vortgamla Rangárþing. „í gærkvöld kom Bjami Jónsson námsstjóri hingað í heimsókn í skólann Hann gisti í nótt. í gærkvöldi fómm við í ýmsar skýrslur (skrifað mánudaginn 26. apríl). I dag hlýddi hann á kennslu hjá mér, og spurði sjálfur krakkana í síðustu kennslustund. Bjama líst svo, að skólinn verði að standa til 20. maí, vegna þess að svo seint var byijað í haust sem leið.“ Síðan gerði ég og birti í dagbókinni námsáætlun til loka. Prófum átti að verða lokið 22. maí. „Þá fór ég niður að (Stóm) Borg. Þar búa tvær systur, 67 og 57 ára. Hjá þeim er drengur, Sigurður Ármann Björgvinsson að nafni, sonur þeirrar yngri, og er 12 ára (f. 10. jan. 1942), er í eldri deild bamaskólans hjá mér.“ Miðvikudaginn 5. maí greini ég frá því, að búið sé að auglýsa skólastjórastöðuna í Skógum. „Magnús Gíslason fer sennilega utan. Konan hans er sænsk, og vill ólm til síns heimalands „Römm er sú taug, er rekka dregur fóðurtúna til.“ Fimmtudagur 6. maí: „í gærkvöld dvaldi ég lengi á tali við Ingólf Bjömsson, Guðrúnu Úlfarsdóttur, móður hans, og Bjöm Gissurarson, bónda. „ Laugardagurinn 15. maí var síðasti kennsludagur hjá eldri deild, en sú yngri var búin að fúllna sitt skeið nokkm áður. „Vonast ég til, að ég hafi kennt þeim vel á þeim 64 dögum, sem þau hafa fengið. Komið er brátt að leiðarlokum hér, og e. t. v. verð ég hér aldrei affur. Hver veit, hvað ffamtíðin ber í skauti sínu?“ 16. maí, sunnudag, var unnið við plöntun tijáplanma í reit Ungmennafélags Eyfellings við skólann í Skarðshlíð. Nokkrir fullorðnir vom við gróðursetninguna, auk mín, og Jóns Jóseps Jóhannessonar, kennara í Skógum, sem er gífurlegur áhugamaður um skógrækt. Skólabömin vom mörg þarna, og leystu verk sín vel af hendi, sagði Jón. Þama fóru 1000 birkiplöntur í moldina, og 10 reynis, auk 10 Alaska aspa. Þama rís e. t. v. fallegur skógur með tímanum. Hver veit? 28, apríl, mánudagur: „Vorið er komið, það er áreiðanlegt. 19. maí, miðvikudagur: Magnús Eyjólfsson, Hrútafelli, er 14 334 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.