Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Síða 57

Heima er bezt - 01.08.2008, Síða 57
þar sem mamma bakaði stundum rúgbrauð, sem hún seyddi í aflöngum dunki, sem hún stakk niður í vatnshólf bakatil við eldstæðið. Inn af eldhúsinu voru tvær stofur, í fremri stofuna var gengið inn úr eldhúsinu, þar man drengurinn eftir klukku sem hékk á vegg - úr fremri stofunni var svo gengið inn í aðra stofu í útendanum á húsinu. Þar man drengurinn eftir grammafóni með plötugeymslu og loki ofan á - fín mubla. Stundum stalst drengurinn til þess að setja fóninn af stað og spila grammafónsplötu (78 snúninga). Fyrir það fékk hann nokkrum sinnum tiltal, en freistingin var stundum alltof stór! Flúsdyrnar voru að ofanverðu. Vinstra megin við stigann upp á loftið var búr. Uppi á pallskörinni voru pokar með ull en ekkert handrið, en drenginn minnir að þar hafí verið gluggi og kvistur að ofanverðu - beint á móti uppgöngunni var kvisturinn - þar svaf Guðríður gamla amma Hauks, sem drengurinn lék sér stundum við. A útendanum, sem var í augum drengsins, stórt blámálað herbergi - þar sváfu frænka og frændi drengsins. Það þótti drengnum skrýtið að þótt hann sofnaði á kvöldin í stóra hvíta rúminu hjá frænku og frænda, þá skyldi hann alltaf vakna á morgnana á innendanum hjá pabba og mömmu. Honum fannst innendinn miklu minni en útendinn - honum var deilt í tvö herbergi - í fremra herberginu hafði mamma handknúna prjónavél - þar sat hún stundum og prjónaði á vélina, hún átti líka handsnúna saumavél. Forstofa var byggð við húsið innanvert, þar voru m.a. geymd föt - hægt var að ganga inn í forstofuna að ofanverðu. Einu sinn í norðvestan ofsaveðri fuku dymar á forstofunni upp og matrósa spariföt, sem drengurinn átti, fuku út í veður og vind og fundust ekki aftur - hafa líklega fokið út á fjörð. Utan við bernskuheimilið voru fískireitir og drengurinn mundi eftir því að einu sinni var þar þurrkaður saltfískur - breiddur á reitina og sólþurrkaður. Þennan saltfísk átti Jón, móðurbróðir drengsins, en hann var þá með útgerð. Páll frændi átti gæsir og einhvern tímann fór drengurinn með þessum frænda sínum upp í fjall - hann vildi láta frænda sinn bera sig og rétti fram hendumar og sagði u-u-uog þegar frændi hans hafði tekið hann á bakið hló drengurinn - leiðin lá upp þangað sem nefndust Tjamarbotnar og voru út og niður af Hólmgerðarljalli eða Hólgerðarfjalli. Drenginn minnir að þeir hafí verið að huga að gæsum, en hvers vegna þær vora hafðar þar man hann ekki. Leiðin niður eftir lá meðfram Beljandanum og niður hjá Svínaskála - þar var þeim boðið kaffí. Oljóst man drengurinn eftir því að hann fór með frænda sínum út á sveit - þeir komu þar að sem áttu heima öldruð hjón - lítið og fátæklegt húsið var steypt — inni sást ber steinveggurinn - þar var stigi upp á lítið loft - móttökurnar voru góðar eins og alls staðar - nafnið á bænum er gleymt (Högnastaðir? - Sigmundarhús?). Ekki man drengurinn lengur hversu margar gæsimar voru sem frændi hans átti - en gæsasteggurinn hét Marteinn - a.m.k. hjá drengnum - nafnið á gæsamömmu er gleymt. Svo eignaðist hann eina gæs í viðbót, hana kallaði drengurinn Ökku, eftir einni gæsasöguhetjunni í Sögunni af Nilla Hólmgeirssyni. Drengurinn vildi endilega koma þeim saman Ökku og Marteini gæsastegg og lokaði þau í þeim tilgangi inni í kjallaranum. Þegar svo annar móðurbróðir hans kom niður í kjallara voru gæsimar að háma í sig maís - hann var þá notaður í hænsnafóður m.a., man drengurinn. Ekki tókst drengnum að koma þeim saman Ökku og Marteini! A þessum áram brotasilfurs bemskunnar vora í firðinum 9 bátar. Sá stærsti hét Birkir, 48 brl. og minnstu bátarnir 7 brl. en allt voru þetta í augum drengsins stór og mikil fley. Pabbi hans var sjómaður á Svölunni, en hún var 12 brl., en frændi hans á Austra, mótorbát með einu mastri og var 8 brl. Drengurinn var mjög hændur að Páli frænda sínum og fékk einu sinni að fara með honum á bátnum inn á Reyðarfjörð með kirkjufólk. Sr. Stefán Bjömsson prófastur messaði þá í kirkjunni þar — á heimleiðinni eftir messu var komin norðvestan innanalda, vindur stóð út fjörð með ágjöf á móti. Drengurinn stóð allan tímann í stýrishúsinu hjá frænda sínum og var montinn yfír því að vera ekkert sjóveikur, öfugt við læknisstelpumar, sem vora niðri í lúkar og kúguðust af sjóveiki - frétti hann. A heimleiðinni spurði hann prestinn: „Hefurðu annan hvítan kraga á Reyðarfírði?“ Ekki man hann nú hverju sálnahirðirinn svaraði. I annað sinn minnist hann þess að hafa farið með foreldram sínum til messu í Eskifjarðarkirkju. Eitthvað leiddist honum setan á hörðum trébekknum - man heldur ekki orð af stólræðu prófastsins - hann skreið því niður á gólf og vildi kanna heiminn undir kirkjubekkjunum. Þama niðri var heimurinn allt öðravísi en hann átti að venjast - heimurinn málaður grár nema fætumir á kirkjugestum! Drengurinn man ekki nákvæmlega hvaða ár flugvélin konr fljúgandi að utan og settist á fjörðinn - þetta var lítil tvívængja og sjóflugvél - var það kannski 1935 eða 1936? Þetta var að sumarlagi — heldur drengurinn og hann var að fara með mömmu sinni upp í Laufás að „rúlla þvott“ eða tau. Guðrún í Laufási átti stóra taurúllu - stór í augum drengsins. Taurúllan var uppi á lofti (minnir drenginn helzt) og mamma fékk að rúlla þvott í taurúllunni hennar Guðrúnar af og til - þá var allt þvegið í höndunum í bala og þvottabretti notað til að bursta fötin á. I þvottinn var oft notuð grænsápa eða stangarsápa. Drengurinn man ekki hvort RINSO þvottaduft var þá komið. Þau mæðginin voru sem sagt á leið uppeftir þegar undarlegt hljóð heyrðist. Slíkt hljóð hafði drengurinn aldrei heyrt áður, og þegar hann leit upp sá hann flugvélina koma svífandi og setjast á sjóinn skammt undan bryggjunum innfrá. Forvitnir íbúar fóru út á götu að renna augum þetta undarlega tæki sem gat flogið. Heima er bezt 345
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.