Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Side 59

Heima er bezt - 01.08.2008, Side 59
Sagnir af dulrænum sýnum og atburðum Guðmundur J. Einarsson: Draumur Sigurðar Ola Sigurðssonar Sumarið 1916 og veturinn þar á eftir dvaldi ég í Flatey á Breiðafirði hjá merkishjónunum Guðmundi kaupmanni Bergsteinssyni og Jónínu Eyjólfsdóttur konu hans. Kynntist ég þá hjónum, er búsett voru þar í eynni. Hét maðurinn Sigurður Oli, og var einatt nefndur báðum nöfnunum. Ekki man ég ætt hans né uppruna, en maðurinn var skynsamur vel og dágóður hagyrðingur. Hafði hann flutzt til Flateyjar norðan frá Ísafjarðardjúpi. Er hans m. a. getið í bók Gunnars M. Magnúss: „ Skáldið á Þröm “. Ur 3. hluti Kona Sigurðar hét Helga og var dóttir Þórðar, merkisbónda, er lengi bjó á Kletti í Kollafírði. Var hún bráðvel gefm kona og drengur góður. Hún var yfírsetukona í Flateyjarhreppi og hafði verið það víðar. Sagt var að engin kona, sem Helga sat yfír, hefði dáið af bamsburði. Var þó uppi orðrómur um það, að hún skeytti lítið um dauðhreinsun líns þess og annarra tækja, sem hún notaði við nærkonustarfið. Þótti því með ólíkindum, hve vel henni tókst það. Eftirfarandi sögu sagði Helga mér sjálf: Hún var þá unglingsstúlka á fermingaraldri og heima í föðurgarði. Eina nótt dreymir hana, að til hennar kemur kona, var sú við aldur og sorgbitin mjög. FátæklEg var hún til fara, en þó hreinlEg og í blárri skikkju yzt klæða. Konan yrðir á Helgu og biður hana að koma með sér, því dóttir sín liggi á gólfi og geti ekki fætt. Helga þóttist mótmæla þessu, þar sem hún hefði enga Heima er bezt 347

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.