Heima er bezt - 01.08.2008, Qupperneq 62
Jöhannesarhús var byggt á lóð sem náði milli núverandi
Strandgötu og Austurgötu eða að lóðamörkum býlis þess
sem Hraunprýði hét og stóð nánast þar sem til skamms tíma
stóð lítið lágreist hús sem nefnt var Síon. Sá sem húsið byggði,
eða lét byggja, var Jóhannes Wilhelm Hansen. Hann var dansk-
þýskur í föðurætt. Afi hans var Hinrik Hansen fastakaupmaður í
Bátsendakaupstað þegar kaupstaðinn tók af með öllu í stórviðri
og stórstraumsflóði sem gekk yfir suð-vesturströnd landsins
aðfaranótt 9. jan. 1799. Tókst Hansen kaupmanni með naumindum
að bjarga lífi sínu og tjölskyldu sinnar út úr þeim skelfilegu
sjávarhamförum, sem brutu verslunar- og íveruhús staðarins
í spón. Sonur Hansens kaupmanns á Bátsendum var J. Peter
Hansen, beykir í Reykjavík, fæddur 1785. Kona hans var Valborg
Elísabet Einarsdóttir, Ámesingur að ætt og 10 árum yngri.
Sonur þeirra og sonarsonur síöasta Bátsendakaupmannsins var
Jóhannes Wilhelm Hansen. Jóhannes settist að í Hafnarfirði
og byggði húsið sem hér í upphafi er nefnt.
Jóhannes var fæddur 20. febrúar 1815 og ólst upp í Reykjavík
til fullorðins ára, en til Hafnartjarðar haföi hann flutt sig árið 1840
því að þá er hann skráður vinnumaður hjá Ara Jónssyni faktor
að Götuprýði, sem líklegt er talið að sé sama hús og hús Bjama
riddara Sívertsen, en það var um langt skeið nefnt Faktorshúsið,
enda bjuggu þar löngum faktorar eða verslunarstjórar á 19.
öld. Jóhannes kvæntist Kristínu Jónsdóttur, Gíslasonar smiðs
og assistents að Hraunprýði í Hafnarfírði, en Hraunprýði er
talið hafa verið þar sem nú er Saíftaðarheimili Fríkirkjunnar,
Linnetstígur 6, eða þar um bil. Brúðkaup þeirra fór fram árið
1844 og var þá brúðurin 22ja ára, en brúðguminn sjö árum
eldri.
Þótt Jóhannes hafi vafalaust kynnst verslunarstörfum á
sínum ungdómsámm virðist hugur hans ekki hafa leitað inn á
það svið. Hann gerðist fiskari að atvinnu og formaður á eigin
landróðrarbáti og ávann sér traust íyrir dugnað og útsjónarsemi.
Á dögum hreppstjórainstruxins var hann, komungur maður,
skipaður hreppstjóri í hinum foma Álftaneshreppi, sem
náði yfir núverandi umdæmi Hafnarljarðar, Garðabæjar og
Bessastaðahrepps, sem nú heitir sveitarfélagið Álftanes. Á
því tímabili sveitarstjómarmála á Islandi var nánast allt vald í
innri málefnum hreppanna í höndum viðkomandi hreppstjóra.
Með þessum hætti varð starffö bæði tímaffekt og erilsamt, en
ekki launað að sama skapi. Hreppstjórar voru umboðsmenn
sýslumanna og í embættið vom ekki aðrir skipaðir en þeir
350 Heima er bezt